Hugrenningar frambjóðanda í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga í Borgarbyggð Kristján Sigurðsson skrifar 7. maí 2022 09:00 Áskoranir í sveitasamfélaginu Borgarbyggð nú virðast vera á miklu fleiri stöðum en ég hafði gert mér grein fyrir upptekinn í fyrirtækjarekstri í 17 ár. Við búum í litríku mannlífi og einmitt það heillaði mig mikið er við fjölskyldan fluttum hingað fyrir um 22 árum. Ég er alveg ófeiminn við að ræða hreint og beint út um áskoranir í málum sem þarf að leysa. Hversu ólík við erum bæði að eðlisfari og einkennum þá gefast okkur enn frekari áskoranir til að vinna að því að bæta samfélag okkar í Borgarbyggð. Stundum þarf að skipta liði, tala saman hreint út um hlutina en við verðum samt að gæta þess að týna aldrei leiðarljósi okkar um samfélagið okkar sem við viljum öll byggja upp og gera að eftirsóknarverðum búsetukosti. Eyjan Brákarey er svolítið öskubuskan okkar núna Í Brákarey eru óleyst verkefni sem þarf að leysa. Það verður ekki gert með beinni valdskipun heldur samtali okkar íbúanna og beita lausnamiðuðum atriðum í átt að lausn sem er ásættanleg til lengri tíma. Sum atriði eru einfaldari en önnur en við þurfum ávallt að hafa í huga virðingu fyrir hvert öðru sem gleymist of oft vegna þess hve ólík við erum. Nú hefur á annað ár verið lokað fyrir ýmsa starfsemi í Brákarey 25-27 og hvers vegna? Jú, það eru atriði sem þarf að vinna að við eldvarnir og annað þvíumlíkt. Við þurfum að beita okkur á fullu í þessu menningarmáli og sem fyrst að finna farsæla og hagfellda lausn fyrir haghafa til framtíðar. Það er nauðsynlegt að hugsa í lausnum sem gefa góða niðurstöður fyrir samfélagið í Borgarbyggð en ekki að velta sér upp úr málum endalaust þannig að „steininn tekur úr“. Það er enginn stikkfrí í þessu máli. Látum okkur málið um eyjuna varða Kjörnir einstaklingar í sveitarstjórn verða að hafa skýrt leiðarljós sem íbúar Borgarbyggðar móta til lengri tíma Þá þarf að setja stefnuna og sameinast um leiðir og aðgerðir að því með markmiðasetningu sem þarf að vera raunhæf og mælanleg. Það þarf vilja til að leysa málin og mér sýnist það verkefni bíða nýrrar sveitarstjórnar að taka samtalið við hagaðila í „Brákareyjarmálinu“. Svo virðist sem nokkur samhljómur sé milli þeirra einstaklinga í þeim framboðum sem gefa kost á sér til sveitarstjórnar um að burstirnar þrjár í eyjunni eigi að fá að standa með tilliti til ásigkomulags en rífa verði annað. Þetta er verkefni sem þarf mikinn skilning og hugsa þarf frá ýmsum sjónarhornum og sér í lagi verðum við að hugsa um hvað vinna áhugasamra íbúa, gildi og verðmæti eru í húfi og síðast en ekki síst hvernig á að leysa málið fjárhagslega eða með aðkomu þriðja aðila. Verkefni í sveitarstjórn eru mun fleiri en ég persónulega átti von á en finn að sú áskorun mun verða mikið gefandi og bind ég vonir mínar að farsælum endi á öllum þeim atriðum sem eru í farvatninu og einnig þeim sem munu koma upp í framtíðinni. Ég er tilbúinn til að hlusta fyrir ykkur ágætu íbúar ef ég get orðið að líði, fylgt því fast eftir og klárað málin. Til þess verður að setja X við A á kjördag. Ykkar einlægur, Kristján Rafn Sigurðsson Höfundur er frambjóðandi í 3.sæti Samfylkingar og Viðreisnar í Borgarbyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarbyggð Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Áskoranir í sveitasamfélaginu Borgarbyggð nú virðast vera á miklu fleiri stöðum en ég hafði gert mér grein fyrir upptekinn í fyrirtækjarekstri í 17 ár. Við búum í litríku mannlífi og einmitt það heillaði mig mikið er við fjölskyldan fluttum hingað fyrir um 22 árum. Ég er alveg ófeiminn við að ræða hreint og beint út um áskoranir í málum sem þarf að leysa. Hversu ólík við erum bæði að eðlisfari og einkennum þá gefast okkur enn frekari áskoranir til að vinna að því að bæta samfélag okkar í Borgarbyggð. Stundum þarf að skipta liði, tala saman hreint út um hlutina en við verðum samt að gæta þess að týna aldrei leiðarljósi okkar um samfélagið okkar sem við viljum öll byggja upp og gera að eftirsóknarverðum búsetukosti. Eyjan Brákarey er svolítið öskubuskan okkar núna Í Brákarey eru óleyst verkefni sem þarf að leysa. Það verður ekki gert með beinni valdskipun heldur samtali okkar íbúanna og beita lausnamiðuðum atriðum í átt að lausn sem er ásættanleg til lengri tíma. Sum atriði eru einfaldari en önnur en við þurfum ávallt að hafa í huga virðingu fyrir hvert öðru sem gleymist of oft vegna þess hve ólík við erum. Nú hefur á annað ár verið lokað fyrir ýmsa starfsemi í Brákarey 25-27 og hvers vegna? Jú, það eru atriði sem þarf að vinna að við eldvarnir og annað þvíumlíkt. Við þurfum að beita okkur á fullu í þessu menningarmáli og sem fyrst að finna farsæla og hagfellda lausn fyrir haghafa til framtíðar. Það er nauðsynlegt að hugsa í lausnum sem gefa góða niðurstöður fyrir samfélagið í Borgarbyggð en ekki að velta sér upp úr málum endalaust þannig að „steininn tekur úr“. Það er enginn stikkfrí í þessu máli. Látum okkur málið um eyjuna varða Kjörnir einstaklingar í sveitarstjórn verða að hafa skýrt leiðarljós sem íbúar Borgarbyggðar móta til lengri tíma Þá þarf að setja stefnuna og sameinast um leiðir og aðgerðir að því með markmiðasetningu sem þarf að vera raunhæf og mælanleg. Það þarf vilja til að leysa málin og mér sýnist það verkefni bíða nýrrar sveitarstjórnar að taka samtalið við hagaðila í „Brákareyjarmálinu“. Svo virðist sem nokkur samhljómur sé milli þeirra einstaklinga í þeim framboðum sem gefa kost á sér til sveitarstjórnar um að burstirnar þrjár í eyjunni eigi að fá að standa með tilliti til ásigkomulags en rífa verði annað. Þetta er verkefni sem þarf mikinn skilning og hugsa þarf frá ýmsum sjónarhornum og sér í lagi verðum við að hugsa um hvað vinna áhugasamra íbúa, gildi og verðmæti eru í húfi og síðast en ekki síst hvernig á að leysa málið fjárhagslega eða með aðkomu þriðja aðila. Verkefni í sveitarstjórn eru mun fleiri en ég persónulega átti von á en finn að sú áskorun mun verða mikið gefandi og bind ég vonir mínar að farsælum endi á öllum þeim atriðum sem eru í farvatninu og einnig þeim sem munu koma upp í framtíðinni. Ég er tilbúinn til að hlusta fyrir ykkur ágætu íbúar ef ég get orðið að líði, fylgt því fast eftir og klárað málin. Til þess verður að setja X við A á kjördag. Ykkar einlægur, Kristján Rafn Sigurðsson Höfundur er frambjóðandi í 3.sæti Samfylkingar og Viðreisnar í Borgarbyggð.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun