Endurskoða reglur eftir kaup starfsmanna á hlutum í Íslandsbanka Eiður Þór Árnason skrifar 6. maí 2022 11:54 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Aðsend Til stendur að gera breytingar á reglum Íslandsbanka um verðbréfaviðskipti starfsmanna eftir gagnrýni á þátttöku þeirra í lokuðu útboði Bankasýslunnar á hlutum ríkisins í bankanum. Þetta segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. „Mikil umræða hefur skapast í samfélaginu um söluferlið og það fyrirkomulag sem notast var við. Meðal annars hefur komið fram gagnrýni á þátttöku starfsmanna bankans í útboðinu. Því tökum við alvarlega og stendur vinna yfir við breytingar á reglum bankans varðandi verðbréfaviðskipti starfsmanna,“ segir Birna í fjárhagsuppgjöri bankans sem birt var í gær. Fimm innlendir söluráðgjafar voru meðal þeirra sem sáu um að selja 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka. Fljótlega eftir að útboðinu lauk tilkynnti Íslandsbanki til Kauphallar að þrír einstaklingar tengdir bankanum hafi tekið þátt í útboðinu. Þar var um að ræða Ara Daníelsson, stjórnarmann í Íslandsbanka, Ásmund Tryggvason, framkvæmdastjóra fyrirtækja og fjárfestasviðs, og Ríkharð Daðason, sambýlismann markaðs- og samskiptastjóra bankans. Tilkynntu ekki kaupin Tveimur vikum síðar greindi fréttastofa frá því að Geir Oddur Ólafsson, starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka, hafi keypt í útboðinu fyrir rúma milljón króna en verðbréfamiðlun bankans var á meðal umsjónaraðila útboðsins. Sömuleiðis kom fram að Brynjólfur Stefánsson, sjóðsstjóri Íslandssjóða sem er í eigu Íslandsbanka, hafi keypt fyrir 4,5 milljónir króna. Hvorki var tilkynnt um kaup Geirs né Brynjólfs en að sögn Íslandsbanka var það mat stjórnenda að ekki væri um innherja að ræða. Auk fyrrgreindra starfsmanna keyptu þrír aðrir starfsmenn hlut í útboði Bankasýslunnar. Eigandi annars söluaðila keypti sömuleiðis hlut Sömuleiðis hefur verið gagnrýnt að eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum hafi keypt fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Íslensk verðbréf voru á meðal umsjónaraðila útboðsins en Þorbjörg Stefánsdóttir eiginkona Jóhanns M. Ólafssonar, framkvæmdastjóra Íslenskra verðbréfa, á helmingshlut í fyrirtækinu. ÍV – eignastýring, sem er í eigu Íslenskra verðbréfa, keypti fyrir tæpar 130 milljónir króna í útboðinu og Björg Finance fyrir 22,5 milljón króna en það félag er í eigu Þorbjargar. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Tengdar fréttir Ríkharður keypti í Íslandsbanka fyrir 27 milljónir Ríkharður Daðason, fagfjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti tæplega 231 þúsund hluti í Íslandsbanka í lokuðu útboði Bankasýslu ríkisins á þriðjudag fyrir tæpar 27 milljónir króna. 24. mars 2022 13:18 Eigendur og starfsmenn umsjónaraðila útboðs meðal kaupenda Eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum sem sá meðal annars um að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka keypti fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka sem var líka umsjónaraðili útboðsins keypti hlut en er ekki talinn innherji að mati stjórnenda bankans. 7. apríl 2022 12:24 Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira
„Mikil umræða hefur skapast í samfélaginu um söluferlið og það fyrirkomulag sem notast var við. Meðal annars hefur komið fram gagnrýni á þátttöku starfsmanna bankans í útboðinu. Því tökum við alvarlega og stendur vinna yfir við breytingar á reglum bankans varðandi verðbréfaviðskipti starfsmanna,“ segir Birna í fjárhagsuppgjöri bankans sem birt var í gær. Fimm innlendir söluráðgjafar voru meðal þeirra sem sáu um að selja 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka. Fljótlega eftir að útboðinu lauk tilkynnti Íslandsbanki til Kauphallar að þrír einstaklingar tengdir bankanum hafi tekið þátt í útboðinu. Þar var um að ræða Ara Daníelsson, stjórnarmann í Íslandsbanka, Ásmund Tryggvason, framkvæmdastjóra fyrirtækja og fjárfestasviðs, og Ríkharð Daðason, sambýlismann markaðs- og samskiptastjóra bankans. Tilkynntu ekki kaupin Tveimur vikum síðar greindi fréttastofa frá því að Geir Oddur Ólafsson, starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka, hafi keypt í útboðinu fyrir rúma milljón króna en verðbréfamiðlun bankans var á meðal umsjónaraðila útboðsins. Sömuleiðis kom fram að Brynjólfur Stefánsson, sjóðsstjóri Íslandssjóða sem er í eigu Íslandsbanka, hafi keypt fyrir 4,5 milljónir króna. Hvorki var tilkynnt um kaup Geirs né Brynjólfs en að sögn Íslandsbanka var það mat stjórnenda að ekki væri um innherja að ræða. Auk fyrrgreindra starfsmanna keyptu þrír aðrir starfsmenn hlut í útboði Bankasýslunnar. Eigandi annars söluaðila keypti sömuleiðis hlut Sömuleiðis hefur verið gagnrýnt að eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum hafi keypt fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Íslensk verðbréf voru á meðal umsjónaraðila útboðsins en Þorbjörg Stefánsdóttir eiginkona Jóhanns M. Ólafssonar, framkvæmdastjóra Íslenskra verðbréfa, á helmingshlut í fyrirtækinu. ÍV – eignastýring, sem er í eigu Íslenskra verðbréfa, keypti fyrir tæpar 130 milljónir króna í útboðinu og Björg Finance fyrir 22,5 milljón króna en það félag er í eigu Þorbjargar.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Tengdar fréttir Ríkharður keypti í Íslandsbanka fyrir 27 milljónir Ríkharður Daðason, fagfjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti tæplega 231 þúsund hluti í Íslandsbanka í lokuðu útboði Bankasýslu ríkisins á þriðjudag fyrir tæpar 27 milljónir króna. 24. mars 2022 13:18 Eigendur og starfsmenn umsjónaraðila útboðs meðal kaupenda Eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum sem sá meðal annars um að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka keypti fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka sem var líka umsjónaraðili útboðsins keypti hlut en er ekki talinn innherji að mati stjórnenda bankans. 7. apríl 2022 12:24 Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira
Ríkharður keypti í Íslandsbanka fyrir 27 milljónir Ríkharður Daðason, fagfjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti tæplega 231 þúsund hluti í Íslandsbanka í lokuðu útboði Bankasýslu ríkisins á þriðjudag fyrir tæpar 27 milljónir króna. 24. mars 2022 13:18
Eigendur og starfsmenn umsjónaraðila útboðs meðal kaupenda Eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum sem sá meðal annars um að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka keypti fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka sem var líka umsjónaraðili útboðsins keypti hlut en er ekki talinn innherji að mati stjórnenda bankans. 7. apríl 2022 12:24