Vilja að foreldrar fái greitt fyrir að vera heima með börnin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. maí 2022 22:00 Hulda er ein þeirra foreldra sem vill fá möguleika á að vera lengur heima með börnin eftir fæðingarorlof. Bylgjan Leikskólamál hafa verið til mikillar umræðu að undanförnu í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga, sem fara fram eftir rúma viku. Flestir flokkar í Reykjavík hafa til að mynda lagt áherslu á það að hægt verði að bjóða tólf mánaða gömlum börnum leikskólapláss, sem fæst sveitarfélög á landinu gera í dag. Hulda Margrét Brynjarsdóttir skrifaði í dag grein sem birtist á Vísi þar sem hún kallar eftir því að foreldrar, sem það vilja, fái greitt fyrir að vera með börnin sín heima en ekki á leikskóla. Hulda og maðurinn hennar fluttu til Noregs stuttu eftir að yngri dóttir þeirra fæddist í það sem hún segir barnvænna samfélag. Í byrjun árs 2021 stofnuðu þau og fleiri svipað þenkjandi foreldrar samtökin Fyrstu fimm. „Það sem við köllum eftir í Fyrstu fimm er að foreldrar hafi val. Það fór svo þegar við eignuðumst seinni dóttur okkar að þá fluttum við til Noregs og sáum tækifæri til að vera lengur heima með barnið af því að frá tólf til tuttugu og fjögurra mánaða þá er greiddur styrkur heim,“ segir Hulda sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Þessi styrkur var enginn 35 þúsund kall eins og til dæmis Hvalfjarðarsveit er með í heimgreiðslur heldur voru þetta góðar 100 þúsund krónur íslenskar og við gátum bæði unnið með,“ segir Hulda. Þúsundir foreldra vilji möguleikann á að vera heima með börnin Hún segir að þrátt fyrir styrkinn var heimild fyrir því að annað foreldrið ynni fullt starf og hitt væri í hlutastarfi. Hann hafi ekki verið bundinn við það að annað foreldrið væri atvinnulaust. Hún segir að þau séu ekki ein á báti í þessari nálgun á foreldrahlutverkið. „Við erum komin með rúmlega tvö þúsund í Fyrstu fimm hópinn á Facebook og þar er fólk á sömu blaðsíðu. Þar eru foreldrar sem kalla eftir því að geta valið um hvað þau vilja gera eftir að börnin eru tólf mánaða og fæðingarorlofi lýkur.“ Hún segir markmið samtakanna í grunninn að hlúa að málefnum fjölskyldna með börn upp í fimm ára aldur. „Við viljum að þeim sé gert sérstaklega hátt undir höfði, þetta eru ein mikilvægustu ár í mótun barna, mótun þeirra fram að fullorðinsárum,“ segir Hulda. Segir lausnir stjórnvalda til þess eins að koma foreldrum aftur á vinnumarkað Hún segir gríðarlega mikilvægt að tryggja góða tengslamyndun milli foreldra og barna þeirra fyrstu árin. Þau vilji því tryggja að fólk geti unnið að þessari tengslamyndun með því að vera lengur heima með börnunum. Yfirskrift greinarinnar sem Hulda skrifaði á Vísi er „Falslausnir fyrir tannhjól atvinnulífsins sem bitna á börnunum okkar.“ Hún skrifar í greininni að það sé fásinna að halda að ungbarnaleikskólar séu lausnin, þeir séu aðeins til þess gerðir að koma foreldrum aftur út á vinnumarkaðinn. „Við höfum lengi staðið fyrir því að konur komist aftur á atvinnumarkað og Fyrstu fimm er mjög umhugað um réttindi foreldra líka, að við fáum að komast aftur út á atvinnumarkað ef við viljum en nú erum við komin þangað og nú þurfum við aðeins að bakka fyrir þá foreldra sem vilja vera heima,“ segir Hulda. „Eins og ég segi þá gátum við ekki séð okkur fært að vera hérna heima og lifað því lífi sem við vildum lifa þó við værum að lifa mínímaliskum lífstíl fyrir þannig að við fluttum erlendis til þess að fá þann stuðning.“ Hún segir þennan möguleika, að foreldrar fái greitt fyrir að vera heima með börnin, liður í því að stuðla að barnvænna samfélagi. Og samfélagi þar sem hraðinn er ekki jafn mikill. „Það er mikið stress að eignast barn á Íslandi. Það er hár standard, hraður lífstíll og við erum bara öðru vísi en þjóðirnar í kring,“ segir Hulda. „Í Noregi tókum við eftir því að fólk lifir fyrir fríin sín og fólk er ekkert að hafa börnin sín lengur á leikskóla að óþörfu, sex sjö tímar eru bara góður tími og bara mjög venjulegt að við værum ekki með börnin á leikskóla.“ Börn og uppeldi Leikskólar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Börn að meðaltali 17,5 mánaða þegar þau komast á leikskóla Fæst sveitarfélög landsins tryggja börnum leikskólapláss þegar þau ná tólf mánaða aldri þegar hefðbundnu fæðingarorlofi foreldra lýkur. Börn á Íslandi eru að meðaltali 17,5 mánaða gömul þegar þau komast inn á leikskóla. 5. maí 2022 20:33 Gjaldfrjáls leikskóli er réttlætismál Í dag eru leikskólar orðnir að menntastofnunum þar sem ríkar kröfur eru gerðar til umönnunar og menntunar barna fram að grunnskóla. Um leið er krafist fimm ára háskólamenntunar leikskólakennara sem hafa jafnframt réttindi til að kenna í grunn- og framhaldsskólum. 5. maí 2022 16:00 Leikskólagjöld hækkað hjá sautján af tuttugu sveitarfélögum Leikskólagjöld hafa hækkað sautján af tuttugu stærstu sveitarfélögum landsins. Þetta kemur fram í nýbirtri úttekt verðlagseftirlits ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum. 4. maí 2022 19:51 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Sjá meira
Hulda Margrét Brynjarsdóttir skrifaði í dag grein sem birtist á Vísi þar sem hún kallar eftir því að foreldrar, sem það vilja, fái greitt fyrir að vera með börnin sín heima en ekki á leikskóla. Hulda og maðurinn hennar fluttu til Noregs stuttu eftir að yngri dóttir þeirra fæddist í það sem hún segir barnvænna samfélag. Í byrjun árs 2021 stofnuðu þau og fleiri svipað þenkjandi foreldrar samtökin Fyrstu fimm. „Það sem við köllum eftir í Fyrstu fimm er að foreldrar hafi val. Það fór svo þegar við eignuðumst seinni dóttur okkar að þá fluttum við til Noregs og sáum tækifæri til að vera lengur heima með barnið af því að frá tólf til tuttugu og fjögurra mánaða þá er greiddur styrkur heim,“ segir Hulda sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Þessi styrkur var enginn 35 þúsund kall eins og til dæmis Hvalfjarðarsveit er með í heimgreiðslur heldur voru þetta góðar 100 þúsund krónur íslenskar og við gátum bæði unnið með,“ segir Hulda. Þúsundir foreldra vilji möguleikann á að vera heima með börnin Hún segir að þrátt fyrir styrkinn var heimild fyrir því að annað foreldrið ynni fullt starf og hitt væri í hlutastarfi. Hann hafi ekki verið bundinn við það að annað foreldrið væri atvinnulaust. Hún segir að þau séu ekki ein á báti í þessari nálgun á foreldrahlutverkið. „Við erum komin með rúmlega tvö þúsund í Fyrstu fimm hópinn á Facebook og þar er fólk á sömu blaðsíðu. Þar eru foreldrar sem kalla eftir því að geta valið um hvað þau vilja gera eftir að börnin eru tólf mánaða og fæðingarorlofi lýkur.“ Hún segir markmið samtakanna í grunninn að hlúa að málefnum fjölskyldna með börn upp í fimm ára aldur. „Við viljum að þeim sé gert sérstaklega hátt undir höfði, þetta eru ein mikilvægustu ár í mótun barna, mótun þeirra fram að fullorðinsárum,“ segir Hulda. Segir lausnir stjórnvalda til þess eins að koma foreldrum aftur á vinnumarkað Hún segir gríðarlega mikilvægt að tryggja góða tengslamyndun milli foreldra og barna þeirra fyrstu árin. Þau vilji því tryggja að fólk geti unnið að þessari tengslamyndun með því að vera lengur heima með börnunum. Yfirskrift greinarinnar sem Hulda skrifaði á Vísi er „Falslausnir fyrir tannhjól atvinnulífsins sem bitna á börnunum okkar.“ Hún skrifar í greininni að það sé fásinna að halda að ungbarnaleikskólar séu lausnin, þeir séu aðeins til þess gerðir að koma foreldrum aftur út á vinnumarkaðinn. „Við höfum lengi staðið fyrir því að konur komist aftur á atvinnumarkað og Fyrstu fimm er mjög umhugað um réttindi foreldra líka, að við fáum að komast aftur út á atvinnumarkað ef við viljum en nú erum við komin þangað og nú þurfum við aðeins að bakka fyrir þá foreldra sem vilja vera heima,“ segir Hulda. „Eins og ég segi þá gátum við ekki séð okkur fært að vera hérna heima og lifað því lífi sem við vildum lifa þó við værum að lifa mínímaliskum lífstíl fyrir þannig að við fluttum erlendis til þess að fá þann stuðning.“ Hún segir þennan möguleika, að foreldrar fái greitt fyrir að vera heima með börnin, liður í því að stuðla að barnvænna samfélagi. Og samfélagi þar sem hraðinn er ekki jafn mikill. „Það er mikið stress að eignast barn á Íslandi. Það er hár standard, hraður lífstíll og við erum bara öðru vísi en þjóðirnar í kring,“ segir Hulda. „Í Noregi tókum við eftir því að fólk lifir fyrir fríin sín og fólk er ekkert að hafa börnin sín lengur á leikskóla að óþörfu, sex sjö tímar eru bara góður tími og bara mjög venjulegt að við værum ekki með börnin á leikskóla.“
Börn og uppeldi Leikskólar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Börn að meðaltali 17,5 mánaða þegar þau komast á leikskóla Fæst sveitarfélög landsins tryggja börnum leikskólapláss þegar þau ná tólf mánaða aldri þegar hefðbundnu fæðingarorlofi foreldra lýkur. Börn á Íslandi eru að meðaltali 17,5 mánaða gömul þegar þau komast inn á leikskóla. 5. maí 2022 20:33 Gjaldfrjáls leikskóli er réttlætismál Í dag eru leikskólar orðnir að menntastofnunum þar sem ríkar kröfur eru gerðar til umönnunar og menntunar barna fram að grunnskóla. Um leið er krafist fimm ára háskólamenntunar leikskólakennara sem hafa jafnframt réttindi til að kenna í grunn- og framhaldsskólum. 5. maí 2022 16:00 Leikskólagjöld hækkað hjá sautján af tuttugu sveitarfélögum Leikskólagjöld hafa hækkað sautján af tuttugu stærstu sveitarfélögum landsins. Þetta kemur fram í nýbirtri úttekt verðlagseftirlits ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum. 4. maí 2022 19:51 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Sjá meira
Börn að meðaltali 17,5 mánaða þegar þau komast á leikskóla Fæst sveitarfélög landsins tryggja börnum leikskólapláss þegar þau ná tólf mánaða aldri þegar hefðbundnu fæðingarorlofi foreldra lýkur. Börn á Íslandi eru að meðaltali 17,5 mánaða gömul þegar þau komast inn á leikskóla. 5. maí 2022 20:33
Gjaldfrjáls leikskóli er réttlætismál Í dag eru leikskólar orðnir að menntastofnunum þar sem ríkar kröfur eru gerðar til umönnunar og menntunar barna fram að grunnskóla. Um leið er krafist fimm ára háskólamenntunar leikskólakennara sem hafa jafnframt réttindi til að kenna í grunn- og framhaldsskólum. 5. maí 2022 16:00
Leikskólagjöld hækkað hjá sautján af tuttugu sveitarfélögum Leikskólagjöld hafa hækkað sautján af tuttugu stærstu sveitarfélögum landsins. Þetta kemur fram í nýbirtri úttekt verðlagseftirlits ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum. 4. maí 2022 19:51