Tony Omos stefnir íslenska ríkinu Jakob Bjarnar skrifar 5. maí 2022 13:10 Árið 2012 gerði lögregla húsleit á heimili Tony Omos. Hann var handtekinn og var haldið í gæsluvarðhaldi í 16 daga, þar af að hluta til í einangrun í tengslum við mál sem svo var fellt niður. Lekamálið ætlar enn að draga dilk á eftir sér en nú hefur Tony Omos stefnt íslenska ríkinu og krefst fjögurra milljóna króna auk vaxta í skaðabætur. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur en stefnan er stíluð á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, sem fjárhaldsmanns íslenska ríkisins. Bótakröfur Tony Omos byggja á því sem sagt er vera ólögmætar aðgerðir lögreglu og langri einangrunarvist sem Omos mátti sæta. Fram kemur í stefnu að málið hafi valdið honum tjóni á æru og andlegri heilsu. Haldið lengi í einangrun vegna máls sem var fellt niður Nafn Tony Omos var á allra vörum eftir að Lekamálið svokallað kom upp í nóvember 2013 sem leiddi til afsagnar Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu, játaði og var dæmdur fyrir að hafa leikið trúnaðarupplýsingum um nígeríska hælisleitandann Tony Omos úr ráðuneytinu til fjölmiðla. Málið sem nú um ræðir tengist Lekamálinu, eða forsögu þess og snýr að þvingunar- og rannsóknaraðgerðum lögreglu í máli sem síðar var fellt niður. Lekamálið reyndist afdrifaríkt og ljóst að áhrifa þess gætir enn. Þann 6. september 2012 var framkvæmd húsleit á þáverandi heimili Omos að Hrannargötu í Keflavík. Lögregla lagði hald á töluvert magn af munum samkvæmt lögregluskýrslu svo sem síma, fatnað og raftæki. Tony Omos var handtekinn og gert að sæta gæsluvarðhaldi til 14. september og var á þeim tíma haldið í einangrun. Gæsluvarðhald var framlengt til 21. september og enn var Omos hafður í einangrun. Alls er um að ræða 16 daga í gæsluvarðhaldi í einangrun auk eins dags í haldi á lögreglustöð sem telst einangrunarvist. Segir sig hafa orðið fyrir verulegu tjóni vegna málsins Stefnan byggir á að um ólögmætar þvingunaraðgerðir sé að ræða og vísað til hlutlægrar bótaábyrgðar ríkisins. Lögreglumönnum er gefið að hafa sýnt af sér saknæma háttsemi og að brotið hafi verið á réttindum Omos. Hann hafi verið sakaður um alvarleg brot og ítrekað yfirheyrður vegna þeirra. Skýrslur voru teknar af ýmsum sem talið var að tengdust málinu og þannig spurðist út að Omos væri grunaður um refsivert athæfi. Eða eins og segir í stefnu: „Slíkt olli verulegu tjóni á æru og mannorði stefnanda. Þá hefur stefnandi einnig átt um sárt að binda eftir að hafa sætt fyrrnefndum þvingunarráðstöfunum og hefur dvölin í gæsluvarðhaldinu mikil og slæm áhrif á andlega heilsu stefnanda.“ Það var svo ekki fyrr en í byrjun árs 2020 sem rannsókn málsins lauk. Eins og áður sagði krefst Tony Omos fjögurra milljóna króna í bætur auk vaxta frá 6. september 2012 til 4. júní 2021 en þá var mánuður frá að krafa var lögð fram. Uppfært 8. janúar 2024 Íslenska ríkið var í janúar 2023 dæmt til að greiða Tony Omos 1,5 milljón króna í bætur. Dóminn má lesa hér. Dómsmál Lögreglumál Lekamálið Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira
Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur en stefnan er stíluð á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, sem fjárhaldsmanns íslenska ríkisins. Bótakröfur Tony Omos byggja á því sem sagt er vera ólögmætar aðgerðir lögreglu og langri einangrunarvist sem Omos mátti sæta. Fram kemur í stefnu að málið hafi valdið honum tjóni á æru og andlegri heilsu. Haldið lengi í einangrun vegna máls sem var fellt niður Nafn Tony Omos var á allra vörum eftir að Lekamálið svokallað kom upp í nóvember 2013 sem leiddi til afsagnar Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu, játaði og var dæmdur fyrir að hafa leikið trúnaðarupplýsingum um nígeríska hælisleitandann Tony Omos úr ráðuneytinu til fjölmiðla. Málið sem nú um ræðir tengist Lekamálinu, eða forsögu þess og snýr að þvingunar- og rannsóknaraðgerðum lögreglu í máli sem síðar var fellt niður. Lekamálið reyndist afdrifaríkt og ljóst að áhrifa þess gætir enn. Þann 6. september 2012 var framkvæmd húsleit á þáverandi heimili Omos að Hrannargötu í Keflavík. Lögregla lagði hald á töluvert magn af munum samkvæmt lögregluskýrslu svo sem síma, fatnað og raftæki. Tony Omos var handtekinn og gert að sæta gæsluvarðhaldi til 14. september og var á þeim tíma haldið í einangrun. Gæsluvarðhald var framlengt til 21. september og enn var Omos hafður í einangrun. Alls er um að ræða 16 daga í gæsluvarðhaldi í einangrun auk eins dags í haldi á lögreglustöð sem telst einangrunarvist. Segir sig hafa orðið fyrir verulegu tjóni vegna málsins Stefnan byggir á að um ólögmætar þvingunaraðgerðir sé að ræða og vísað til hlutlægrar bótaábyrgðar ríkisins. Lögreglumönnum er gefið að hafa sýnt af sér saknæma háttsemi og að brotið hafi verið á réttindum Omos. Hann hafi verið sakaður um alvarleg brot og ítrekað yfirheyrður vegna þeirra. Skýrslur voru teknar af ýmsum sem talið var að tengdust málinu og þannig spurðist út að Omos væri grunaður um refsivert athæfi. Eða eins og segir í stefnu: „Slíkt olli verulegu tjóni á æru og mannorði stefnanda. Þá hefur stefnandi einnig átt um sárt að binda eftir að hafa sætt fyrrnefndum þvingunarráðstöfunum og hefur dvölin í gæsluvarðhaldinu mikil og slæm áhrif á andlega heilsu stefnanda.“ Það var svo ekki fyrr en í byrjun árs 2020 sem rannsókn málsins lauk. Eins og áður sagði krefst Tony Omos fjögurra milljóna króna í bætur auk vaxta frá 6. september 2012 til 4. júní 2021 en þá var mánuður frá að krafa var lögð fram. Uppfært 8. janúar 2024 Íslenska ríkið var í janúar 2023 dæmt til að greiða Tony Omos 1,5 milljón króna í bætur. Dóminn má lesa hér.
Dómsmál Lögreglumál Lekamálið Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira