Gjaldfrjálsir leikskólar – aukinn jöfnuður Bjarney Bjarnadóttir skrifar 5. maí 2022 13:15 Eitt mikilvægasta stefnumál Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar eru gjaldfrjálsir leikskólar. Menntastofnanir eru mikilvægustu grunnstoðir samfélagsins og okkar öflugasta verkfæri þegar kemur að auknum jöfnuði. Þar eiga öll börn að hafa jöfn tækifæri til náms og fá að njóta sín á eigin verðleikum í samfélagi við aðra. Leikskólinn er fyrsta skólastigið lögum samkvæmt. Þrátt fyrir að ekki sé skólaskylda á leikskólastigi þá skýtur það skökku við að leikskólar séu ekki gjaldfrjálsir líkt og grunnskólarnir. Tryggjum félagslegt réttlæti fyrir börn Við mannfólkið fæðumst ekki með jöfn tækifæri í lífinu. Strax við fæðingu er okkur mismunað eftir búsetu, fjárhagsstöðu og öðrum aðstæðum foreldra. Talið er að nú búi um 10.000 börn við fátækt á Íslandi. Þetta eru börnin sem fara svöng að sofa. Þetta eru börnin sem fara ekki í afmæli hjá skólafélögum því það er ekki til peningur til að gefa gjöf eða á aðrar skemmtanir sem kosta. Og þetta eru börnin sem eru ólíklegri en önnur börn til að fara í leikskóla og missa þar með af dýrmætu tækifæri til að umgangast jafnaldra og efla þannig tengsl og félagsþroska. Auk annars náms sem fram fer í faglegu starfi leikskólanna á hverjum degi. Mennta- og velferðarkerfið eru helstu tæki jöfnunar og félagslegs réttlætis fyrir börn. Að gefa öllum börnum tækifæri til að sækja leikskóla er því stórt skref í átt að auknum jöfnuði. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn Fólk á barneignaraldri er oft á þeim stað í lífinu að þau eru að koma sér þaki yfir höfuðið og að byrja að fóta sig í atvinnulífinu. Auk þess er þetta oft á tíðum sá hópur sem hefur lægstar tekjur. Á sama tíma er þetta sá tími í lífi barna þegar gæðastundir með foreldrum eru hvað mikilvægastar. Að samfélagið taki höndum saman og styðji við barnafjölskyldur með því að minnka þennan útgjaldalið mun skapa svigrúm til aukinnar samveru foreldra og barna. Það mun skila sér margfalt til baka til samfélagsins þegar fram líða stundir. Setjum börnin efst í forgangsröðina Eins og áður sagði er það stefna okkar að hafa gjaldfrjálsa leikskóla í Borgarbyggð og er stefnt að því að gera það í áföngum.Ætlunin er að taka fyrsta skrefið í átt að því markmiði með því að fella niður leikskólagjöld fyrir fjögurra klukkustunda dvöl, frá og með 1. janúar 2024. Í dag eru hlutur foreldra um 68 – 70 milljónir á ári. Vel er hægt að standa undir þessum kostnaði með fyrirsjáanlegum hækkunum á tekjuliðum Borgarbyggðar, sem og með forgangsröðum verkefna sem sátt mun ríkja um. Þar ættu málefni barna að vera efst í forgangsröðinni. Setjum X við A Það er ekki nóg að innleiða stefnur sem líta vel út á pappír. Með því að setja X við A í komandi sveitarstjórnarkosningum er tekið stórt skref í málefnum barna. Það er okkar markmið að Borgarbyggð verði framarlega í flokki þegar kemur að fjölskylduvænu samfélagi, ekki bara í orði heldur líka á borði. Höfundur er oddiviti sameiginlegs framboðs Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarbyggð Leikskólar Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Eitt mikilvægasta stefnumál Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar eru gjaldfrjálsir leikskólar. Menntastofnanir eru mikilvægustu grunnstoðir samfélagsins og okkar öflugasta verkfæri þegar kemur að auknum jöfnuði. Þar eiga öll börn að hafa jöfn tækifæri til náms og fá að njóta sín á eigin verðleikum í samfélagi við aðra. Leikskólinn er fyrsta skólastigið lögum samkvæmt. Þrátt fyrir að ekki sé skólaskylda á leikskólastigi þá skýtur það skökku við að leikskólar séu ekki gjaldfrjálsir líkt og grunnskólarnir. Tryggjum félagslegt réttlæti fyrir börn Við mannfólkið fæðumst ekki með jöfn tækifæri í lífinu. Strax við fæðingu er okkur mismunað eftir búsetu, fjárhagsstöðu og öðrum aðstæðum foreldra. Talið er að nú búi um 10.000 börn við fátækt á Íslandi. Þetta eru börnin sem fara svöng að sofa. Þetta eru börnin sem fara ekki í afmæli hjá skólafélögum því það er ekki til peningur til að gefa gjöf eða á aðrar skemmtanir sem kosta. Og þetta eru börnin sem eru ólíklegri en önnur börn til að fara í leikskóla og missa þar með af dýrmætu tækifæri til að umgangast jafnaldra og efla þannig tengsl og félagsþroska. Auk annars náms sem fram fer í faglegu starfi leikskólanna á hverjum degi. Mennta- og velferðarkerfið eru helstu tæki jöfnunar og félagslegs réttlætis fyrir börn. Að gefa öllum börnum tækifæri til að sækja leikskóla er því stórt skref í átt að auknum jöfnuði. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn Fólk á barneignaraldri er oft á þeim stað í lífinu að þau eru að koma sér þaki yfir höfuðið og að byrja að fóta sig í atvinnulífinu. Auk þess er þetta oft á tíðum sá hópur sem hefur lægstar tekjur. Á sama tíma er þetta sá tími í lífi barna þegar gæðastundir með foreldrum eru hvað mikilvægastar. Að samfélagið taki höndum saman og styðji við barnafjölskyldur með því að minnka þennan útgjaldalið mun skapa svigrúm til aukinnar samveru foreldra og barna. Það mun skila sér margfalt til baka til samfélagsins þegar fram líða stundir. Setjum börnin efst í forgangsröðina Eins og áður sagði er það stefna okkar að hafa gjaldfrjálsa leikskóla í Borgarbyggð og er stefnt að því að gera það í áföngum.Ætlunin er að taka fyrsta skrefið í átt að því markmiði með því að fella niður leikskólagjöld fyrir fjögurra klukkustunda dvöl, frá og með 1. janúar 2024. Í dag eru hlutur foreldra um 68 – 70 milljónir á ári. Vel er hægt að standa undir þessum kostnaði með fyrirsjáanlegum hækkunum á tekjuliðum Borgarbyggðar, sem og með forgangsröðum verkefna sem sátt mun ríkja um. Þar ættu málefni barna að vera efst í forgangsröðinni. Setjum X við A Það er ekki nóg að innleiða stefnur sem líta vel út á pappír. Með því að setja X við A í komandi sveitarstjórnarkosningum er tekið stórt skref í málefnum barna. Það er okkar markmið að Borgarbyggð verði framarlega í flokki þegar kemur að fjölskylduvænu samfélagi, ekki bara í orði heldur líka á borði. Höfundur er oddiviti sameiginlegs framboðs Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun