Vefjagigt í 30 ár Arnór Víkingsson skrifar 12. maí 2022 09:00 Alþjóðlegur dagur vitundarvakningar um vefjagigt Frá upphafi sköpunarinnar hafa krónískir verkir þjáð og þjakað mannkynið og dregið úr getu einstaklinga til daglegra starfa. Það er athyglisvert að stoðkerfisverkir af ýmsum toga trjónuðu í þremur af sjö efstu sætum heimslistans yfir sjúkdóma sem hafa mest áhrif á daglega færni (Lancet 2012, doi.org/10.1016/S0140-6736(12)61729-2). En hvaðan koma allir þessir verkir? Í meginatriðum eiga krónískir verkir sér tvær orsakir: Annars vegar vefrænar orsakir vegna skemmda og/eða bólgusvörunar í líkamanum (t.d. liðagigt og slitgigt), hins vegar vegna starfrænnar röskunar í verkjakerfi líkamans sem leiðir til mögnunar verkjaboða þannig að einstaklingar finna til oftar, lengur og meira en gerist í heilbrigðum líkama. Báðir orsakaþættirnir eru mjög algengir en í gegnum aldirnar hlutu einungis verkir af vefrænum toga viðurkenningu alþjóðasamfélagsins sem sjúkdómsvandi. Það breyttist árið 1992, fyrir 30 árum, þegar Alþjóða heilbrigðismálastofnunin formlega viðurkenndi „vefjagigt“ sem sjúkdóm. Þennan ótrúlega hægagang mátti rekja til þeirrar ósveigjanlegu þarfar lækna á sínum tíma að viðurkenna einungis verkjasjúkdóma sem hægt var að staðfesta með blóðrannsóknum og/eða röntgenmyndum. Vefjagigt mælist nefnilega hvorki í hefðbundnum blóðprufum eða myndatökum en er þrátt fyrir það önnur algengasta ástæða óvinnufærni vegna krónískra verkja, næst á eftir bakverkjum. Mörgum þykir vefjagigt sérkennilegur sjúkdómur. Hlutverk verkja er jú í eðli sínu að segja okkur að eitthvað sé að. Fólk með vefjagigt er oft að „drepast úr verk“ en við nánari skoðun hjá lækni finnast engin teikn um lífshættulegan eða skemmandi sjúkdóm. En þar liggur hundurinn einmitt grafinn: Í vefjagigt er verkjakerfið sjálft bilað, er bæði ofvirkt og rangvirkt, framleiðir verki hér og þar að óþörfu. Ekki ósvipað því sem getur skeð með ofvirkan reykskynjara sem pípir sí og æ en enginn finnst eldurinn. Þessir þrálátu verkir byrja oft rólega; finnast kannski í hálsi eða mjóbaki part úr degi eða viku. En síðan ágerast verkirnir hægt og bítandi á mánuðum eða árum, breiðast út um líkamann þar til einstaklingurinn er orðinn „alverkja“ alla daga og flestar stundir sólarhringsins. Ekkert verkjahlé bara stöðug verkjasýning. Heimspekingurinn Friedrich Nietzche líkti verkjunum sínum við húsbóndaháðan hund sem er stöðugt geltandi, lætur illa og vill athygli húsbóndans. Aldrei friður. Tryggir förunautar verkjanna í vefjagigt eru síðan slakur svefn og svefnhvíld, síþreyta og heilaþoka. Ímyndaðu þér að þú vaknir á morgnana verkjaður og stirður, finnst þú ekki hafa hvílst um nóttina og það tekur þig 1-2 klukkustundir að komast í gang. Eftir vinnudaginn er orkan alveg búin, þú með verki um allan líkamann, yfirþyrmandi magnlaus og hugurinn þokukenndur. Er þetta ekki kjörinn jarðvegur fyrir versnandi lífsgæði og skerta færni? Erlendar rannsóknir áætla að 20-30% vefjagigtarsjúklinga séu lítt eða ekki vinnufærir. Það er hrikalega há tala. Á Íslandi eru amk 1500 vefjagigtarsjúklingar með 75% örorku. Vefjagigt er grafalvarlegt mál sem þarf að taka föstum tökum. En hvað er hægt að gera? Vefjagigt er krónískur verkjasjúkdómur sem læknast ekki með skurðaðgerð eða lyfjatöku. Markmið meðferðar er að hindra frekari versnun sjúkdómsins og jafnframt vinna markvisst að því að gera vefjagigtina betri frá einum tíma til annars. Það getur verið stór áskorun sem annars vegar kallar á samvinnu sjúklings og fjölskyldu og teymis fagaðila innan heilbrigðisþjónustunnar hins vegar. Því miður hefur margur potturinn verið brotinn hvað varðar framboð og skipulag þjónustu vefjagigtarsjúklinga á Íslandi. Í desember 2019 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu sem var borin fram af Höllu Signýju Kristjánsdóttur þar sem heilbrigðisráðherra var falið að beita sér fyrir fræðslu til almennings um vefjagigt, styrkja greiningarferlið og efla heildræna meðferð vefjagigtar. Er ekki orðið tímabært, nú tveimur covid árum síðar, að framfylgja þessari þingsályktunartillögu? Undirritaður hefur lengi unnið við greiningu og meðferð vefjagigtarsjúklinga. Ég er sannfærður um að á þessum tímapunkti er gullið tækifæri fyrir íslenskt samfélag að koma á skilvirkri þjónustu fyrir vefjagigtarsjúklinga sem mun hafa í för með sér bætt lífsgæði og vinnufærni einstaklinganna. Þjónustuferli sem hefst með samþættu átaki innan heilsugæslunnar þar sem greiningarferli og meðferðarplön eru betur skilgreind og jafnframt því ferli sem teygir sig yfir í skilvirka stuðningsþjónustu hjá þverfaglegum verkjateymum. Hugvit, tæki og tól eru núþegar til staðar innan íslenskrar heilbrigðisþjónustu, jarðvegurinn er frjór en skerpa þarf á vilja og stuðningi heilbrigðisyfirvalda. Höfundur er gigtarsérfræðingur hjá Þraut ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur dagur vitundarvakningar um vefjagigt Frá upphafi sköpunarinnar hafa krónískir verkir þjáð og þjakað mannkynið og dregið úr getu einstaklinga til daglegra starfa. Það er athyglisvert að stoðkerfisverkir af ýmsum toga trjónuðu í þremur af sjö efstu sætum heimslistans yfir sjúkdóma sem hafa mest áhrif á daglega færni (Lancet 2012, doi.org/10.1016/S0140-6736(12)61729-2). En hvaðan koma allir þessir verkir? Í meginatriðum eiga krónískir verkir sér tvær orsakir: Annars vegar vefrænar orsakir vegna skemmda og/eða bólgusvörunar í líkamanum (t.d. liðagigt og slitgigt), hins vegar vegna starfrænnar röskunar í verkjakerfi líkamans sem leiðir til mögnunar verkjaboða þannig að einstaklingar finna til oftar, lengur og meira en gerist í heilbrigðum líkama. Báðir orsakaþættirnir eru mjög algengir en í gegnum aldirnar hlutu einungis verkir af vefrænum toga viðurkenningu alþjóðasamfélagsins sem sjúkdómsvandi. Það breyttist árið 1992, fyrir 30 árum, þegar Alþjóða heilbrigðismálastofnunin formlega viðurkenndi „vefjagigt“ sem sjúkdóm. Þennan ótrúlega hægagang mátti rekja til þeirrar ósveigjanlegu þarfar lækna á sínum tíma að viðurkenna einungis verkjasjúkdóma sem hægt var að staðfesta með blóðrannsóknum og/eða röntgenmyndum. Vefjagigt mælist nefnilega hvorki í hefðbundnum blóðprufum eða myndatökum en er þrátt fyrir það önnur algengasta ástæða óvinnufærni vegna krónískra verkja, næst á eftir bakverkjum. Mörgum þykir vefjagigt sérkennilegur sjúkdómur. Hlutverk verkja er jú í eðli sínu að segja okkur að eitthvað sé að. Fólk með vefjagigt er oft að „drepast úr verk“ en við nánari skoðun hjá lækni finnast engin teikn um lífshættulegan eða skemmandi sjúkdóm. En þar liggur hundurinn einmitt grafinn: Í vefjagigt er verkjakerfið sjálft bilað, er bæði ofvirkt og rangvirkt, framleiðir verki hér og þar að óþörfu. Ekki ósvipað því sem getur skeð með ofvirkan reykskynjara sem pípir sí og æ en enginn finnst eldurinn. Þessir þrálátu verkir byrja oft rólega; finnast kannski í hálsi eða mjóbaki part úr degi eða viku. En síðan ágerast verkirnir hægt og bítandi á mánuðum eða árum, breiðast út um líkamann þar til einstaklingurinn er orðinn „alverkja“ alla daga og flestar stundir sólarhringsins. Ekkert verkjahlé bara stöðug verkjasýning. Heimspekingurinn Friedrich Nietzche líkti verkjunum sínum við húsbóndaháðan hund sem er stöðugt geltandi, lætur illa og vill athygli húsbóndans. Aldrei friður. Tryggir förunautar verkjanna í vefjagigt eru síðan slakur svefn og svefnhvíld, síþreyta og heilaþoka. Ímyndaðu þér að þú vaknir á morgnana verkjaður og stirður, finnst þú ekki hafa hvílst um nóttina og það tekur þig 1-2 klukkustundir að komast í gang. Eftir vinnudaginn er orkan alveg búin, þú með verki um allan líkamann, yfirþyrmandi magnlaus og hugurinn þokukenndur. Er þetta ekki kjörinn jarðvegur fyrir versnandi lífsgæði og skerta færni? Erlendar rannsóknir áætla að 20-30% vefjagigtarsjúklinga séu lítt eða ekki vinnufærir. Það er hrikalega há tala. Á Íslandi eru amk 1500 vefjagigtarsjúklingar með 75% örorku. Vefjagigt er grafalvarlegt mál sem þarf að taka föstum tökum. En hvað er hægt að gera? Vefjagigt er krónískur verkjasjúkdómur sem læknast ekki með skurðaðgerð eða lyfjatöku. Markmið meðferðar er að hindra frekari versnun sjúkdómsins og jafnframt vinna markvisst að því að gera vefjagigtina betri frá einum tíma til annars. Það getur verið stór áskorun sem annars vegar kallar á samvinnu sjúklings og fjölskyldu og teymis fagaðila innan heilbrigðisþjónustunnar hins vegar. Því miður hefur margur potturinn verið brotinn hvað varðar framboð og skipulag þjónustu vefjagigtarsjúklinga á Íslandi. Í desember 2019 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu sem var borin fram af Höllu Signýju Kristjánsdóttur þar sem heilbrigðisráðherra var falið að beita sér fyrir fræðslu til almennings um vefjagigt, styrkja greiningarferlið og efla heildræna meðferð vefjagigtar. Er ekki orðið tímabært, nú tveimur covid árum síðar, að framfylgja þessari þingsályktunartillögu? Undirritaður hefur lengi unnið við greiningu og meðferð vefjagigtarsjúklinga. Ég er sannfærður um að á þessum tímapunkti er gullið tækifæri fyrir íslenskt samfélag að koma á skilvirkri þjónustu fyrir vefjagigtarsjúklinga sem mun hafa í för með sér bætt lífsgæði og vinnufærni einstaklinganna. Þjónustuferli sem hefst með samþættu átaki innan heilsugæslunnar þar sem greiningarferli og meðferðarplön eru betur skilgreind og jafnframt því ferli sem teygir sig yfir í skilvirka stuðningsþjónustu hjá þverfaglegum verkjateymum. Hugvit, tæki og tól eru núþegar til staðar innan íslenskrar heilbrigðisþjónustu, jarðvegurinn er frjór en skerpa þarf á vilja og stuðningi heilbrigðisyfirvalda. Höfundur er gigtarsérfræðingur hjá Þraut ehf.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar