Harma að 67 ára sjálfboðaliða sé refsað: „Ég kvittaði bara undir“ Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2022 11:30 Kristján Ríkharðsson má væntanlega mæta sem áhorfandi á leiki Víkings í sumar en fær ekki að vera liðsstjóri eins og hann er vanur. Hér fer hann yfir málin með Guðjóni Þórðarsyni, þjálfara Víkings. mynd/Raggi Óla „Ég kvittaði bara undir og þá fæ ég þetta í hausinn,“ segir hinn 67 ára gamli Kristján Björn Ríkharðsson, sjálfboðaliði hjá Víkingi Ólafsvík í fjóra áratugi, sem í gær var úrskurðaður í sex mánaða bann frá keppnum á vegum Knattspyrnusambands Íslands. „Ég er alltaf í kringum liðið, bæði á útivöllum og á heimavelli. Minna þó á útivöllum þar sem að ég er orðinn sjúklingur og fer takmarkað í ferðalögin,“ segir Kristján sem að óbreyttu fær ekki að vera í búningsklefanum hjá Víkingum á leikjum þeirra í 2. deildinni í fótbolta í sumar, eins og hann er vanur. Kristján er að mati aga- og úrskurðanefndar KSÍ ábyrgur fyrir fölsun leikskýrslu í leik Víkings gegn ÍR í Lengjubikar karla í mars. Víkingur tefldi þar fram nýjum leikmanni sem ekki hafði fengið leikheimild og var hann skráður á leikskýrslu undir öðru nafni. Leikskýrslu sem Kristján kvittaði undir: „Ég var bara að græja inni í klefa þegar komið var með leikskýrsluna til mín og ég beðinn um að skrifa undir. Það hef ég oft gert og ég er ekkert að lesa þessa andskotans skýrslu. Ég nenni því ekkert enda þekki ég flesta þessa stráka,“ segir Kristján. Í yfirlýsingu sem Víkingur Ólafsvík sendi frá sér í gær segir að félagið eigi ákaflega erfitt með að sætta sig við að Kristjáni taki skellinn vegna brotsins. Hann sé hvorki stjórnarmaður né starfsmaður félagsins og geti ekki talist ábyrgur fyrir ákvörðunum sem stjórnendur félagsins taki. Víkingar segja jafnframt það sama og Kristján, að hann hafi ekki vitað að skýrslan væri fölsuð, og það hafi komið fram í gögnum sem skilað var til KSÍ. Aganefnd hafi hins vegar metið það ótrúverðugt. Áfrýja banninu með stuðningi ÍR „Kristján hefur verið einhver öflugasti sjálfboðliði Víkings Ó. í fjöldamörg ár og hefur óflekkað mannorð innan hreyfingarinnar,“ segir í yfirlýsingu Víkinga. Víkingar hafa nú áfrýjað banninu, með stuðningi ÍR, og vonast til þess að því verði aflétt. Þeir fengu jafnframt 160.000 króna sekt vegna málsins, hafa alla tíð játað brot sitt og segja ákvörðunina um fölsun leikskýrslu hafa verið tekna með samþykki ÍR-inga, til að leyfa nýjum leikmanni að spila leik áður en keppni í 2. deild hæfist. Ekki sár út í félagið Kristján harmar niðurstöðu aganefndar KSÍ en kveðst ekki sár út í forráðamenn Víkings vegna málsins: „Félagið stendur við bakið á mér og ég get ekki verið sár út í þá. Ég hef enga ástæðu til þess. Menn eru ekkert að leika sér að þessu. Þetta er voðalega dapurt af KSÍ í rauninni á sama tíma og verið er að væla yfir því að fá ekki sjálfboðaliða í hreyfinguna. Ég myndi halda að fyrir svona brot væri nóg að félagið þurfi að fjárafla fyrir 160.000 króna sekt. Ekki vera að henda saklausum einstaklingum í sex mánaða bann. Ekki það að ég sef alveg fyrir þessu.“ Yfirlýsing frá Víkingi Ólafsvík: Í kjölfarið á úrskurði Aganefndar KSÍ á dögunum er varðaði leik Víkings Ó. og ÍR í Lengjubikar karla í knattspyrnu á dögunum þar sem Kristján Ríkharðsson, liðsstjóri Víkings Ó. var dæmdur í sex mánaða bann vill Knattspyrnudeild Víkings Ó. koma eftirfarandi á framfæri. Víkingur Ó. lék ólöglegum leikmanni á fölskum forsendum í leiknum. Það var gert í samráði við og með samþykki ÍR sem var mótherji okkar í leiknum sem skipti engu máli um framhaldið í mótinu. Við játum brotið athugasemdalaust og gerum hvorki athugasemdir við að 2-1 sigri okkar hafi verið snúið í 0-3 ósigur eða að félagið sé sektað fyrir brotið. Það sem við eigum hinsvegar ákaflega erfitt með að sætta okkur við er að Kristján Ríkharðsson taki skellinn af brotinu. Fyrir það fyrsta er Kristján hvorki stjórnarmaður né starfsmaður hjá félaginu og getur því seint talist ábyrgur fyrir ákvörðunum sem teknar eru á meðal stjórnenda félagsins. Þá var hann ekki meðvitaður um að skýrslan væri ekki sett fram á réttan hátt. Allt þetta kom fram í gögnum sem við skiluðum til KSÍ en dómstóllinn metur það "ótrúverðugt" að sjálfboðaliði hafi ekki vitað um ólöglegan leikmann á skýrslu. Kristján hefur verið einhver öflugasti sjálfboðliði Víkings Ó. í fjöldamörg ár og hefur óflekkað mannorð innan hreyfingarinnar. Forysta knattspyrnusambandsins þykist vera fullmeðvituð um hversu erfitt það er að fá öfluga sjálfboðaliða til starfa. Þess vegna finnst okkur sambandið vera að senda mjög léleg skilaboð með því að refsa öflugum sjálfboðaliðum í málum sem þeir höfðu ekkert með að gera. Þetta teljum við algerlega óásættanlegt enda ætti KSÍ að hvetja og verðlauna sjálfboðaliða frekar en að refsa þeim með þessum hætti. Að þessu sögðu höfum við þegar áfrýjað banninu með stuðningi ÍR og förum við fram á að banninu verði aflétt. Víkingur Ólafsvík Snæfellsbær Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
„Ég er alltaf í kringum liðið, bæði á útivöllum og á heimavelli. Minna þó á útivöllum þar sem að ég er orðinn sjúklingur og fer takmarkað í ferðalögin,“ segir Kristján sem að óbreyttu fær ekki að vera í búningsklefanum hjá Víkingum á leikjum þeirra í 2. deildinni í fótbolta í sumar, eins og hann er vanur. Kristján er að mati aga- og úrskurðanefndar KSÍ ábyrgur fyrir fölsun leikskýrslu í leik Víkings gegn ÍR í Lengjubikar karla í mars. Víkingur tefldi þar fram nýjum leikmanni sem ekki hafði fengið leikheimild og var hann skráður á leikskýrslu undir öðru nafni. Leikskýrslu sem Kristján kvittaði undir: „Ég var bara að græja inni í klefa þegar komið var með leikskýrsluna til mín og ég beðinn um að skrifa undir. Það hef ég oft gert og ég er ekkert að lesa þessa andskotans skýrslu. Ég nenni því ekkert enda þekki ég flesta þessa stráka,“ segir Kristján. Í yfirlýsingu sem Víkingur Ólafsvík sendi frá sér í gær segir að félagið eigi ákaflega erfitt með að sætta sig við að Kristjáni taki skellinn vegna brotsins. Hann sé hvorki stjórnarmaður né starfsmaður félagsins og geti ekki talist ábyrgur fyrir ákvörðunum sem stjórnendur félagsins taki. Víkingar segja jafnframt það sama og Kristján, að hann hafi ekki vitað að skýrslan væri fölsuð, og það hafi komið fram í gögnum sem skilað var til KSÍ. Aganefnd hafi hins vegar metið það ótrúverðugt. Áfrýja banninu með stuðningi ÍR „Kristján hefur verið einhver öflugasti sjálfboðliði Víkings Ó. í fjöldamörg ár og hefur óflekkað mannorð innan hreyfingarinnar,“ segir í yfirlýsingu Víkinga. Víkingar hafa nú áfrýjað banninu, með stuðningi ÍR, og vonast til þess að því verði aflétt. Þeir fengu jafnframt 160.000 króna sekt vegna málsins, hafa alla tíð játað brot sitt og segja ákvörðunina um fölsun leikskýrslu hafa verið tekna með samþykki ÍR-inga, til að leyfa nýjum leikmanni að spila leik áður en keppni í 2. deild hæfist. Ekki sár út í félagið Kristján harmar niðurstöðu aganefndar KSÍ en kveðst ekki sár út í forráðamenn Víkings vegna málsins: „Félagið stendur við bakið á mér og ég get ekki verið sár út í þá. Ég hef enga ástæðu til þess. Menn eru ekkert að leika sér að þessu. Þetta er voðalega dapurt af KSÍ í rauninni á sama tíma og verið er að væla yfir því að fá ekki sjálfboðaliða í hreyfinguna. Ég myndi halda að fyrir svona brot væri nóg að félagið þurfi að fjárafla fyrir 160.000 króna sekt. Ekki vera að henda saklausum einstaklingum í sex mánaða bann. Ekki það að ég sef alveg fyrir þessu.“ Yfirlýsing frá Víkingi Ólafsvík: Í kjölfarið á úrskurði Aganefndar KSÍ á dögunum er varðaði leik Víkings Ó. og ÍR í Lengjubikar karla í knattspyrnu á dögunum þar sem Kristján Ríkharðsson, liðsstjóri Víkings Ó. var dæmdur í sex mánaða bann vill Knattspyrnudeild Víkings Ó. koma eftirfarandi á framfæri. Víkingur Ó. lék ólöglegum leikmanni á fölskum forsendum í leiknum. Það var gert í samráði við og með samþykki ÍR sem var mótherji okkar í leiknum sem skipti engu máli um framhaldið í mótinu. Við játum brotið athugasemdalaust og gerum hvorki athugasemdir við að 2-1 sigri okkar hafi verið snúið í 0-3 ósigur eða að félagið sé sektað fyrir brotið. Það sem við eigum hinsvegar ákaflega erfitt með að sætta okkur við er að Kristján Ríkharðsson taki skellinn af brotinu. Fyrir það fyrsta er Kristján hvorki stjórnarmaður né starfsmaður hjá félaginu og getur því seint talist ábyrgur fyrir ákvörðunum sem teknar eru á meðal stjórnenda félagsins. Þá var hann ekki meðvitaður um að skýrslan væri ekki sett fram á réttan hátt. Allt þetta kom fram í gögnum sem við skiluðum til KSÍ en dómstóllinn metur það "ótrúverðugt" að sjálfboðaliði hafi ekki vitað um ólöglegan leikmann á skýrslu. Kristján hefur verið einhver öflugasti sjálfboðliði Víkings Ó. í fjöldamörg ár og hefur óflekkað mannorð innan hreyfingarinnar. Forysta knattspyrnusambandsins þykist vera fullmeðvituð um hversu erfitt það er að fá öfluga sjálfboðaliða til starfa. Þess vegna finnst okkur sambandið vera að senda mjög léleg skilaboð með því að refsa öflugum sjálfboðaliðum í málum sem þeir höfðu ekkert með að gera. Þetta teljum við algerlega óásættanlegt enda ætti KSÍ að hvetja og verðlauna sjálfboðaliða frekar en að refsa þeim með þessum hætti. Að þessu sögðu höfum við þegar áfrýjað banninu með stuðningi ÍR og förum við fram á að banninu verði aflétt.
Yfirlýsing frá Víkingi Ólafsvík: Í kjölfarið á úrskurði Aganefndar KSÍ á dögunum er varðaði leik Víkings Ó. og ÍR í Lengjubikar karla í knattspyrnu á dögunum þar sem Kristján Ríkharðsson, liðsstjóri Víkings Ó. var dæmdur í sex mánaða bann vill Knattspyrnudeild Víkings Ó. koma eftirfarandi á framfæri. Víkingur Ó. lék ólöglegum leikmanni á fölskum forsendum í leiknum. Það var gert í samráði við og með samþykki ÍR sem var mótherji okkar í leiknum sem skipti engu máli um framhaldið í mótinu. Við játum brotið athugasemdalaust og gerum hvorki athugasemdir við að 2-1 sigri okkar hafi verið snúið í 0-3 ósigur eða að félagið sé sektað fyrir brotið. Það sem við eigum hinsvegar ákaflega erfitt með að sætta okkur við er að Kristján Ríkharðsson taki skellinn af brotinu. Fyrir það fyrsta er Kristján hvorki stjórnarmaður né starfsmaður hjá félaginu og getur því seint talist ábyrgur fyrir ákvörðunum sem teknar eru á meðal stjórnenda félagsins. Þá var hann ekki meðvitaður um að skýrslan væri ekki sett fram á réttan hátt. Allt þetta kom fram í gögnum sem við skiluðum til KSÍ en dómstóllinn metur það "ótrúverðugt" að sjálfboðaliði hafi ekki vitað um ólöglegan leikmann á skýrslu. Kristján hefur verið einhver öflugasti sjálfboðliði Víkings Ó. í fjöldamörg ár og hefur óflekkað mannorð innan hreyfingarinnar. Forysta knattspyrnusambandsins þykist vera fullmeðvituð um hversu erfitt það er að fá öfluga sjálfboðaliða til starfa. Þess vegna finnst okkur sambandið vera að senda mjög léleg skilaboð með því að refsa öflugum sjálfboðaliðum í málum sem þeir höfðu ekkert með að gera. Þetta teljum við algerlega óásættanlegt enda ætti KSÍ að hvetja og verðlauna sjálfboðaliða frekar en að refsa þeim með þessum hætti. Að þessu sögðu höfum við þegar áfrýjað banninu með stuðningi ÍR og förum við fram á að banninu verði aflétt.
Víkingur Ólafsvík Snæfellsbær Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira