Bein útsending: Betri borg fyrir börn – Hvernig betrum við borg? Atli Ísleifsson skrifar 5. maí 2022 13:31 Á málþinginu verður meðal annars fjallað um þjónustuhönnun sem notast sé við í umbreytingaverkefnum innan borgarinnar. Reykjavíkurborg Leikjahönnun, kúltúrhakk og pottaspjall er á meðal þeirra erinda sem flutt verða á málþingi um þjónustuhönnun í starfsemi Reykjavíkurborgar í Hörpu sem stendur frá 14 til klukkan 16. Hægt verður að fylgjast með málþinginu í spilaranum að neðan, en þar mun Dagur B. Eggertsson borgarstjóri taka þátt í pallborðsumræðum ásamt Paul Bennett, listrænum stjórnanda IDEO, og Ragnheiði H. Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra Maggar. Í tilkynningu segir að á málþinginu verði fjallað um þjónustuhönnun sem notast sé við í umbreytingaverkefnum innan borgarinnar. „Erindin sem flutt verða eru afar fjölbreytt og snerta m.a. á leikjahönnun, hvernig bregðast á við samfélagsbreytingum í opinberri þjónustu, samtali við notendur þjónustu, þjónustuhönnun bókasafns og fleira. Í lok málþingsins fara fram pallborðsumræður undir stjórn Fjólu Maríu Ágústsdóttur, breytingastjóra stafrænna umbreytinga hjá Sambandi íslenskra sveitafélaga,“ segir í tilkynningunni. Hægt verður að fylgjast með málþinginu í spilaranum að neðan. Dagskrá málþings: 1. Að spyrja og prófa. Árni Jónsson, forstöðumaður Laugardalslaugar og Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri miðlunar og nýsköpunar á Borgarbókasafninu segja örsögu um hvernig er hægt að bregðast við örum samfélagsbreytingum í opinberri þjónstu og umhverfi hennar. 2. „Mér finnst svo gott þegar þú spyrð mig hvernig mér líður í vinnunni“. Halla María Ólafsdóttir, verkefnastjóri, og Eva Jakobsdóttir, þjónustuhönnuður, unnu saman í teymi að umbreytingu á þjónustu Skóla- og frístundasviðs. Traustið og skilningurinn í samstarfinu varð til þess að brjóta niður veggi milli sviða og stuðla að nýrri sýn á þjónustu og vinnulag. Halla og Eva ræða um starfræna umbreytingu á þjónustu, hið svokallaða kúltúrhakk. 3. Spjallað í pottinum. Búi Bjartmar Aðalsteinsson, þjónustuhönnuður, skautar yfir aðferðir í viðtölum og greiningarvinnu tengda Ylströndinni ásamt því að taka snúning á nokkrum af afurðum vinnunnar. Auk þess verður spáð og spekúlerað í mikilvægi samtals við notendur og þjónustuþega. 4. „Næsasta bókasafn í lífinu!“ Þegar Borgarbókasafnið í Úlfarsárdal opnaði núna í desember þá á ungur bóksafnsgestur að hafa sagt þessi fleygu orð við félagana. En hvernig verður bókasafn næs? Unnar Geir Unnarsson, deildarstjóri Borgarbókasafnsins í Úlfarsárdal, segir frá vinnunni sem býr að baki og hvernig starfsfólk Borgarbókasafnsins nýtti sér meðal annars aðferðir þjónustuhönnunar í ferlinu. 5. Hönnuð hönnun (og Hanna nú!) Hvort er hönnunarkerfi meira stjórnarskrá, samskiptastaðall eða tvíhliða varnarsamningur milli forritunar- og hönnunarteyma? Már Örlygsson viðmótssérfræðingur ræðir hvernig kerfisbundin hönnun flýtir framkvæmd, lækkar kostnað og eykur gæði og aðgengileika rafrænnar þjónustu hjá Reykjavíkurborg. 6. Ráðgjafinn. Ráðgjafinn er ný lausn fyrir íbúa og starfsfólk í velferðarþjónustu borgarinnar. Styrmir Erlingsson, framkvæmdastjóri rafrænnar þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar, fjallar um þróun lausnarinnar, tækifærin sem felast í henni og hvaða hlutverki lausnin gegnir í stafrænni vegferð velferðarsviðs. 7. Ný sýn á hverfi Reykjavíkur. Ævar Harðarson frá Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar beina kastljósinu að Hverfasjánni: stafrænni upplýsingagátt þar sem nálgast má skilmála í hverfum sem hafa fengið hverfisskipulag. Tilgangurinn með hverfasjá er að bæta aðgengi að upplýsingum og stytta málsmeðferð skipulagsmála í Reykjavík. 8. Ferðalag Ísaks frá málþroskavanda til úrlausnar. Hvernig getur listrænn leikjahönnuður og doktor í félagssálfræði hjálpað Ísaki að fá þjónustu við hæfi? Embla Vigfúsdóttir og Gró Einarsdóttir ræða um hvernig er hægt að beita leikjavæðingu og valhönnun í stafrænni umbreytingu á skólaþjónustu fyrir börn sem þurfa á stuðningi að halda til að bæta líðan sína og finna farveg fyrir styrkleika sína. Pallborðsumræður: Dagur B. Eggertsson: er borgarstjóri í Reykjavík. Dagur er oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn og fyrrverandi varaformaður flokksins. Hann hefur gegnt embætti borgarstjóra frá árinu 2014. Dagur er læknismenntaður og er með meistaragráðu í Mannréttindum og alþjóðalögum frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Hann er fæddur í Osló en uppalinn í Árbæjarhverfi, sonur Eggerts Gunnarssonar dýralæknis og Bergþóru Jónsdóttur lífefnafræðings. Paul Bennett: er listrænn stjórnandi IDEO. Sem eigandi og einn af fimm lykilstjórnendum fyrirtækisins vinnur Paul náið með viðskiptavinum og samstarfsaðilum að þjónustumiðuðum, vinsælum og samfélagslega mikilvægum fyrirtækjum, vörum, þjónustu og upplifunum. Hann hefur borið ábyrgð á gæðakröfum IDEO og er virkur í þróun þjónustu- og hönnunarmiðaðar nýsköpunar. Ragnheiður H. Magnúsdóttir:, eða Ragga eins og hún er oftast kölluð, er lykilaðili innan íslenska nýsköpunar- og frumkvöðla geirans. Hún er framkvæmdastjóri Maggar og sérhæfir sig í stafrænni umbreytingu, nýsköpun, breytingastjórnun, stefnu, viðskiptaáætlunum og vöruþróun. Ragga hefur viðamikla reynslu í stjórnun og sérstaklega þegar kemur að stafrænni umbreytingu og breytingastjórnun. Ragga þekkir vel þá vinnu sem unnin hefur verið í stafrænni umbreytingu innan borgarinnar. Fjóla María Ágústsdóttir: mun stýra pallborðsumræðunum. Hún er breytingastjóri stafrænna umbreytinga hjá Sambandi íslenskra sveitafélaga og var áður verkefnastjóri og þjónustuhönnuður hjá Stafrænu Íslandi. Fjóla María hefur unnið að endurskipulagningu, endurhönnun, breytingum og að innleiða breytingar hjá stjórnvöldum með hönnun á betri þjónustu í gegnum samstarf sveitafélaga í stafrænni umbreytingu, starfsfólki þess og íbúa. Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Sjá meira
Hægt verður að fylgjast með málþinginu í spilaranum að neðan, en þar mun Dagur B. Eggertsson borgarstjóri taka þátt í pallborðsumræðum ásamt Paul Bennett, listrænum stjórnanda IDEO, og Ragnheiði H. Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra Maggar. Í tilkynningu segir að á málþinginu verði fjallað um þjónustuhönnun sem notast sé við í umbreytingaverkefnum innan borgarinnar. „Erindin sem flutt verða eru afar fjölbreytt og snerta m.a. á leikjahönnun, hvernig bregðast á við samfélagsbreytingum í opinberri þjónustu, samtali við notendur þjónustu, þjónustuhönnun bókasafns og fleira. Í lok málþingsins fara fram pallborðsumræður undir stjórn Fjólu Maríu Ágústsdóttur, breytingastjóra stafrænna umbreytinga hjá Sambandi íslenskra sveitafélaga,“ segir í tilkynningunni. Hægt verður að fylgjast með málþinginu í spilaranum að neðan. Dagskrá málþings: 1. Að spyrja og prófa. Árni Jónsson, forstöðumaður Laugardalslaugar og Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri miðlunar og nýsköpunar á Borgarbókasafninu segja örsögu um hvernig er hægt að bregðast við örum samfélagsbreytingum í opinberri þjónstu og umhverfi hennar. 2. „Mér finnst svo gott þegar þú spyrð mig hvernig mér líður í vinnunni“. Halla María Ólafsdóttir, verkefnastjóri, og Eva Jakobsdóttir, þjónustuhönnuður, unnu saman í teymi að umbreytingu á þjónustu Skóla- og frístundasviðs. Traustið og skilningurinn í samstarfinu varð til þess að brjóta niður veggi milli sviða og stuðla að nýrri sýn á þjónustu og vinnulag. Halla og Eva ræða um starfræna umbreytingu á þjónustu, hið svokallaða kúltúrhakk. 3. Spjallað í pottinum. Búi Bjartmar Aðalsteinsson, þjónustuhönnuður, skautar yfir aðferðir í viðtölum og greiningarvinnu tengda Ylströndinni ásamt því að taka snúning á nokkrum af afurðum vinnunnar. Auk þess verður spáð og spekúlerað í mikilvægi samtals við notendur og þjónustuþega. 4. „Næsasta bókasafn í lífinu!“ Þegar Borgarbókasafnið í Úlfarsárdal opnaði núna í desember þá á ungur bóksafnsgestur að hafa sagt þessi fleygu orð við félagana. En hvernig verður bókasafn næs? Unnar Geir Unnarsson, deildarstjóri Borgarbókasafnsins í Úlfarsárdal, segir frá vinnunni sem býr að baki og hvernig starfsfólk Borgarbókasafnsins nýtti sér meðal annars aðferðir þjónustuhönnunar í ferlinu. 5. Hönnuð hönnun (og Hanna nú!) Hvort er hönnunarkerfi meira stjórnarskrá, samskiptastaðall eða tvíhliða varnarsamningur milli forritunar- og hönnunarteyma? Már Örlygsson viðmótssérfræðingur ræðir hvernig kerfisbundin hönnun flýtir framkvæmd, lækkar kostnað og eykur gæði og aðgengileika rafrænnar þjónustu hjá Reykjavíkurborg. 6. Ráðgjafinn. Ráðgjafinn er ný lausn fyrir íbúa og starfsfólk í velferðarþjónustu borgarinnar. Styrmir Erlingsson, framkvæmdastjóri rafrænnar þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar, fjallar um þróun lausnarinnar, tækifærin sem felast í henni og hvaða hlutverki lausnin gegnir í stafrænni vegferð velferðarsviðs. 7. Ný sýn á hverfi Reykjavíkur. Ævar Harðarson frá Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar beina kastljósinu að Hverfasjánni: stafrænni upplýsingagátt þar sem nálgast má skilmála í hverfum sem hafa fengið hverfisskipulag. Tilgangurinn með hverfasjá er að bæta aðgengi að upplýsingum og stytta málsmeðferð skipulagsmála í Reykjavík. 8. Ferðalag Ísaks frá málþroskavanda til úrlausnar. Hvernig getur listrænn leikjahönnuður og doktor í félagssálfræði hjálpað Ísaki að fá þjónustu við hæfi? Embla Vigfúsdóttir og Gró Einarsdóttir ræða um hvernig er hægt að beita leikjavæðingu og valhönnun í stafrænni umbreytingu á skólaþjónustu fyrir börn sem þurfa á stuðningi að halda til að bæta líðan sína og finna farveg fyrir styrkleika sína. Pallborðsumræður: Dagur B. Eggertsson: er borgarstjóri í Reykjavík. Dagur er oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn og fyrrverandi varaformaður flokksins. Hann hefur gegnt embætti borgarstjóra frá árinu 2014. Dagur er læknismenntaður og er með meistaragráðu í Mannréttindum og alþjóðalögum frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Hann er fæddur í Osló en uppalinn í Árbæjarhverfi, sonur Eggerts Gunnarssonar dýralæknis og Bergþóru Jónsdóttur lífefnafræðings. Paul Bennett: er listrænn stjórnandi IDEO. Sem eigandi og einn af fimm lykilstjórnendum fyrirtækisins vinnur Paul náið með viðskiptavinum og samstarfsaðilum að þjónustumiðuðum, vinsælum og samfélagslega mikilvægum fyrirtækjum, vörum, þjónustu og upplifunum. Hann hefur borið ábyrgð á gæðakröfum IDEO og er virkur í þróun þjónustu- og hönnunarmiðaðar nýsköpunar. Ragnheiður H. Magnúsdóttir:, eða Ragga eins og hún er oftast kölluð, er lykilaðili innan íslenska nýsköpunar- og frumkvöðla geirans. Hún er framkvæmdastjóri Maggar og sérhæfir sig í stafrænni umbreytingu, nýsköpun, breytingastjórnun, stefnu, viðskiptaáætlunum og vöruþróun. Ragga hefur viðamikla reynslu í stjórnun og sérstaklega þegar kemur að stafrænni umbreytingu og breytingastjórnun. Ragga þekkir vel þá vinnu sem unnin hefur verið í stafrænni umbreytingu innan borgarinnar. Fjóla María Ágústsdóttir: mun stýra pallborðsumræðunum. Hún er breytingastjóri stafrænna umbreytinga hjá Sambandi íslenskra sveitafélaga og var áður verkefnastjóri og þjónustuhönnuður hjá Stafrænu Íslandi. Fjóla María hefur unnið að endurskipulagningu, endurhönnun, breytingum og að innleiða breytingar hjá stjórnvöldum með hönnun á betri þjónustu í gegnum samstarf sveitafélaga í stafrænni umbreytingu, starfsfólki þess og íbúa.
Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Sjá meira