DiCaprio fjárfestir í fyrirtæki Ingvars Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. maí 2022 21:10 Stórleikarinn Leonardo DiCaprio hefur gengið til liðs við fyrirtækið Vitrolabs, sem fatahönnuðurinn Ingvar Helgason stofnaði og stjórnar, sem fjárfestir. Vísir/Getty Stórleikarinn og loftslagsaðgerðasinninn Leonardo DiCaprio hefur gengið til liðs við Líftækni og hönnunarfyrirtækið Vitrolabs, sem fatahönnuðurinn Ingvar Helgason stofnaði og stýrir, sem fjárfestir. DiCaprio tilkynnti þetta á Twitter í dag. Hann skrifaði í tilkynningunni að starfsemi Vitrolabs bjóði upp á spennandi möguleika. „Það gleður mig að ganga til liðs við fyrirtækið sem fjárfestir,“ skrifar DiCaprio í tístinu. .@VitroLabsInc’s cell cultivated leather rivals the qualities of animal leather while having a positive impact on climate change. The level of research and refinement done to bring this product to life makes this an exciting industry moment. I’m pleased to join as an investor.— Leonardo DiCaprio (@LeoDiCaprio) May 4, 2022 Vitrolabs var stofnað af fatahönnuðinum Ingvari Helgasyni og var það samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins um það í nóvember metið á um 11 milljarða íslenskra króna, eftir þá nýjustu fjármögnunarumferð félagsins. Vitrolabs stefnir á að gera fataframleiðendum kleift að þróa fatnað úr leðri án þess að að deyða dýr og hefur undanfarin ár gert tilraunir í von um að rækta kúaleður á rannsóknarstofu með stofnfrumutækni. Fyrirtækið hefur meðal annars fengið umfjöllun hjá tískutímarirtinu Vogue, sem er það virtasta í sínum geira. Fram kemur í grein Vogue, sem birtist í dag og fjallaði meðal annars um aðkomu DiCaprio, að velgengni fyrirtækisins varpi ljósi á vöxtinn í þróun leðurlíkja. Undanfarin ár hafa ýmis leðurlíki komið á markað, til dæmis pleður sem er leðurlíki gert úr plasti. Framleiðsla Vitrolabs er þó annars konar, þar sem framleiða á alvöru dýraleður en án þess að það komi af dýrum, sem þurfi í leiðinni að deyða. „Það sem við viljum gera er að breyta því hvaðan þú færð leðrið,“ segir Ingvar í samtali við Vogue. „Það sem er svo magnað við leður er hvað hægt er að nýta það í margt og listin og hugmyndaflugið ráða því hver lokaútkoma leðursins er eftir vinnslu. Það er mjög spennandi fyrir okkur að fá að vinna með reyndum samstarfsmönnum á þessum vettvangi, sem mun draga fram það besta í leðrinu okkar.“ Fram kemur í umfjöllun Viðskiptablaðsins frá því í nóvember að framleiðsla Vitrolabs er sögð mun umhverfisvænni en framleiðsla á hefðbundnu leðri. Alla jafna nýtist um 80 prósent af húð dýranna, auk þess sé dýrahald auðlindafrekt og um fimmtíu milljónir dýra séu drepnar á hverju ári fyrir leður og tískugeirann. Ekki náðist í Ingvar við vinnslu fréttarinnar. Tíska og hönnun Íslendingar erlendis Umhverfismál Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
DiCaprio tilkynnti þetta á Twitter í dag. Hann skrifaði í tilkynningunni að starfsemi Vitrolabs bjóði upp á spennandi möguleika. „Það gleður mig að ganga til liðs við fyrirtækið sem fjárfestir,“ skrifar DiCaprio í tístinu. .@VitroLabsInc’s cell cultivated leather rivals the qualities of animal leather while having a positive impact on climate change. The level of research and refinement done to bring this product to life makes this an exciting industry moment. I’m pleased to join as an investor.— Leonardo DiCaprio (@LeoDiCaprio) May 4, 2022 Vitrolabs var stofnað af fatahönnuðinum Ingvari Helgasyni og var það samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins um það í nóvember metið á um 11 milljarða íslenskra króna, eftir þá nýjustu fjármögnunarumferð félagsins. Vitrolabs stefnir á að gera fataframleiðendum kleift að þróa fatnað úr leðri án þess að að deyða dýr og hefur undanfarin ár gert tilraunir í von um að rækta kúaleður á rannsóknarstofu með stofnfrumutækni. Fyrirtækið hefur meðal annars fengið umfjöllun hjá tískutímarirtinu Vogue, sem er það virtasta í sínum geira. Fram kemur í grein Vogue, sem birtist í dag og fjallaði meðal annars um aðkomu DiCaprio, að velgengni fyrirtækisins varpi ljósi á vöxtinn í þróun leðurlíkja. Undanfarin ár hafa ýmis leðurlíki komið á markað, til dæmis pleður sem er leðurlíki gert úr plasti. Framleiðsla Vitrolabs er þó annars konar, þar sem framleiða á alvöru dýraleður en án þess að það komi af dýrum, sem þurfi í leiðinni að deyða. „Það sem við viljum gera er að breyta því hvaðan þú færð leðrið,“ segir Ingvar í samtali við Vogue. „Það sem er svo magnað við leður er hvað hægt er að nýta það í margt og listin og hugmyndaflugið ráða því hver lokaútkoma leðursins er eftir vinnslu. Það er mjög spennandi fyrir okkur að fá að vinna með reyndum samstarfsmönnum á þessum vettvangi, sem mun draga fram það besta í leðrinu okkar.“ Fram kemur í umfjöllun Viðskiptablaðsins frá því í nóvember að framleiðsla Vitrolabs er sögð mun umhverfisvænni en framleiðsla á hefðbundnu leðri. Alla jafna nýtist um 80 prósent af húð dýranna, auk þess sé dýrahald auðlindafrekt og um fimmtíu milljónir dýra séu drepnar á hverju ári fyrir leður og tískugeirann. Ekki náðist í Ingvar við vinnslu fréttarinnar.
Tíska og hönnun Íslendingar erlendis Umhverfismál Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira