VG gengur lengra í strandveiðum Helgi Hlynur Ásgrímsson og Svandís Svavarsdóttir skrifa 4. maí 2022 16:47 Það var ánægjulegt að undirrita á dögunum reglugerð um strandveiðar sem boðar stærri pott fyrir sumarið. Alls verða því 10.000 tonn af þorski í strandveiðipottinum á þessu tímabili, þar af 1.500 tonn sem skiluðu sér af skiptimörkuðum á útmánuðum og ákveðið var að bæta í strandveiðipottinn.Hlutfall strandveiða af leyfilegum heildarafla þorsks nemur því 4,5% og hefur ekki hefur svo stórum hluta aflans áður verið úthlutað til strandveiða. Strandveiðar skipta máli Þessi ákvörðun miðar að því að festa strandveiðar enn betur í sessi líkt og stefna Vinstri grænna boðar. Strandveiðar skipta mörg byggðalög miklu máli þar sem allmargar fjölskyldur í minni sjávarbyggðum fá hluta sinna heimilistekna af strandveiðum. Strandveiðar eru stundaðar frá maí til ágúst og brátt hefst fjórtánda strandveiðisumarið frá því strandveiðum var komið á. Grunnhugsunin að baki strandveiðum er að stunda megi veiðar með ströndinni á sjálfbæran og ábyrgan hátt en jafnframt opna möguleika fyrir þau sem ekki hafa yfir aflamarki að ráða á að reyna fyrir sér í sjávarútvegi og stuðla þannig að nýliðun í greininni. Tryggjum hvata til orkuskipta á strandveiðum Til að auka enn frekar á sjálfbærni strandveiða þarf að tryggja hvata í kerfinu í átt til orkuskipta. Þegar eru komin af stað verkefni á Íslandi sem miða að orkuskiptum í smábátum og lofa góðu. Orkuskipti í sjávarútvegi eru mikilvægt loftslagsmál sem og mikilvægt fæðuöryggismál. Með þeim hætti gætu strandveiðar, sem nú þegar eru með létt kolefnisspor, verið enn loftslagsvænni. Markmið strandveiða er göfugt og vilji VG til að efla þær er skýr. Á sama tíma og við leitum leiða til að festa atvinnugreinina betur í sessi er mikilvægt að rýna í það hverju þær raunverulega skila og hvort og hvar þá, vannýtt sóknarfæri liggja. Þegar nálega tuttugasti hver þorskur sem dregin er að landi er úr strandveiðikerfinu þarf að gera ríkar kröfur um að þessi verðmæti verði sem mest. Einnig er mikilvægt að greina samhengi við aðra þætti byggða- og atvinnutengdra potta. Undirbúningur að þessari vinnu er farin af stað í ráðuneytinu. Mikilvægt er að strandveiðar verði áfram tryggðar í þágu byggða, sjálfbærni og fæðuöryggis. Helgi Hlynur Ásgrímsson er oddviti VG í Múlaþingi. Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Vinstri græn Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Það var ánægjulegt að undirrita á dögunum reglugerð um strandveiðar sem boðar stærri pott fyrir sumarið. Alls verða því 10.000 tonn af þorski í strandveiðipottinum á þessu tímabili, þar af 1.500 tonn sem skiluðu sér af skiptimörkuðum á útmánuðum og ákveðið var að bæta í strandveiðipottinn.Hlutfall strandveiða af leyfilegum heildarafla þorsks nemur því 4,5% og hefur ekki hefur svo stórum hluta aflans áður verið úthlutað til strandveiða. Strandveiðar skipta máli Þessi ákvörðun miðar að því að festa strandveiðar enn betur í sessi líkt og stefna Vinstri grænna boðar. Strandveiðar skipta mörg byggðalög miklu máli þar sem allmargar fjölskyldur í minni sjávarbyggðum fá hluta sinna heimilistekna af strandveiðum. Strandveiðar eru stundaðar frá maí til ágúst og brátt hefst fjórtánda strandveiðisumarið frá því strandveiðum var komið á. Grunnhugsunin að baki strandveiðum er að stunda megi veiðar með ströndinni á sjálfbæran og ábyrgan hátt en jafnframt opna möguleika fyrir þau sem ekki hafa yfir aflamarki að ráða á að reyna fyrir sér í sjávarútvegi og stuðla þannig að nýliðun í greininni. Tryggjum hvata til orkuskipta á strandveiðum Til að auka enn frekar á sjálfbærni strandveiða þarf að tryggja hvata í kerfinu í átt til orkuskipta. Þegar eru komin af stað verkefni á Íslandi sem miða að orkuskiptum í smábátum og lofa góðu. Orkuskipti í sjávarútvegi eru mikilvægt loftslagsmál sem og mikilvægt fæðuöryggismál. Með þeim hætti gætu strandveiðar, sem nú þegar eru með létt kolefnisspor, verið enn loftslagsvænni. Markmið strandveiða er göfugt og vilji VG til að efla þær er skýr. Á sama tíma og við leitum leiða til að festa atvinnugreinina betur í sessi er mikilvægt að rýna í það hverju þær raunverulega skila og hvort og hvar þá, vannýtt sóknarfæri liggja. Þegar nálega tuttugasti hver þorskur sem dregin er að landi er úr strandveiðikerfinu þarf að gera ríkar kröfur um að þessi verðmæti verði sem mest. Einnig er mikilvægt að greina samhengi við aðra þætti byggða- og atvinnutengdra potta. Undirbúningur að þessari vinnu er farin af stað í ráðuneytinu. Mikilvægt er að strandveiðar verði áfram tryggðar í þágu byggða, sjálfbærni og fæðuöryggis. Helgi Hlynur Ásgrímsson er oddviti VG í Múlaþingi. Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun