Enn ein hindrun skarðabarna og foreldra Sif Huld Albertsdóttir skrifar 4. maí 2022 14:16 Börn sem fæðast með skarð í vör, tanngarði og/eða gómi eiga að njóta sömu réttinda hvernig sem þeirra galli birtist í fæðingu. Við foreldrar eða börnin okkar búum ekki til þessi vandamál, við fáum þessi verkefni í hendurnar við fæðingu barnanna okkar. Börnin okkar eru með fæðingargalla sem með réttu utanumhaldi lækna og sérfræðinga er hægt að laga að mestu leiti, en til þess þarf vilja og ráðagerð stjórnvalda. Svona byrjaði grein mín sem birtist á Vísi fyrir rúmu ári síðan eða 18. mars 2021, og því miður á hún enn við þó svo að reglugerð hafi verið breytt til hins betra þannig að öll börn með þennan fæðingargalla falla undir. Eins og fram kom á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands um helgina, eru Sjúkratryggingar að benda á að foreldrar barna sem eru hjá ákveðnum tannlæknum vegna tannréttingameðferðar barna sinna eigi ekki að greiða það sem komið hefur til vegna endurkröfu Sjúkratrygginga Íslands. Einnig kom grein frá formanni Læknafélags Reykjavíkur, þar sem þeir fordæma vinnubrögð Sjúkratrygginga Íslands um endurkröfu. Ég hef skoðað vel hvernig stendur á því að þetta geti verið, það er að segja af hverju endurkrafa er gerð á tannréttingarsérfræðingana og lesið mér til um samning sem var gerður vegna barnatannlækninga árið 2013, þar sem öll börn eiga að njóta sömu réttinda er varða tannlækningar. Samkvæmt því sem ég kemst næst eru gjaldaliðir í þeim samning ætlaðir fyrir öll börn, sama þó þau séu með gildandi samning vegna fæðingargalla og eiga rétt á 95% niðurgreiðslu á tannréttingum, sbr. IV. kafla reglugerðar nr. 451/2013, með síðari breytingum. Það gerir það að verkum að ákveðnir gjaldaliðir sem skarðabörnin okkar þurfa, eru ekki niðurgreiddir af Sjúkratryggingum Íslands, en oft á tíðum er um mjög sérstakar meðferðir að ræða. Svo virðist sem ekki hafi verið farið eftir þessum samning um leið og hann var gerður árið 2013, því það var ekki fyrr en í lok síðasta árs að ég fékk neitun á því að SÍ myndi borga fyrir okkur myndatöku sem skarðabarn hafði áður farið í á innan við 12 mánaða tímabili. Við, foreldrarnir, þurftum því að greiða fullt verð fyrir nauðsynlega myndatöku skarðabarnsins í það skiptið. Með þessu kerfi er verið að mismuna börnunum okkar. Skarðabörn eru með fæðingargalla sem hægt er að hjálpa til með tannréttingum, en minna með almennum lækningum. Með þessu kerfi eru settar skorður við því hversu oft þau mega fá ákveðna aukahluti í munn og á tennur í hverri meðferð og hversu oft á ári myndatökur mega vera gerðar og hvaða myndatökur falla undir niðurgreiðslu. Ég sé það þannig fyrir mér að með þessu erum við komin á þann stað að fyrir hverja heimsókn til tannlæknis þurfa foreldrar að fara yfir hvað er nauðsynlegt að gera og hvað er mikilvægt að gera og samþykkja að borga þá gjaldaliði sem ekki falla undir þennan samning sem gerður var 2013 milli Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands um rafræn samskipti og aðgerðarskrá. Kostnaðurinn mun nú lenda á foreldrunum, þar sem búið er að setja þak á vissa gjaldaliði og vissir gjaldaliðir ekki inn í samning við tannlækna. Kostnaður vegna nauðsynlegra tannréttinga barna með skarð í vör og tanngarði/góm mun aukast, en líklega minnka kostnað sem Sjúkratyggingar Íslands þurfi að greiða með þessu fáu börnum sem um ræðir með þennan fæðingargalla. Skarðabörn munu því í einhverjum tilfellum ekki fá þá læknisaðstoð sem nauðsynleg er til leiðréttingar á fæðingargalla, vegna kostnaðar og mismunandi fjárhagsstöðu foreldra. Höfundur er móðir drengs með skarð í vör og tanngarði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Huld Albertsdóttir Heilbrigðismál Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Börn sem fæðast með skarð í vör, tanngarði og/eða gómi eiga að njóta sömu réttinda hvernig sem þeirra galli birtist í fæðingu. Við foreldrar eða börnin okkar búum ekki til þessi vandamál, við fáum þessi verkefni í hendurnar við fæðingu barnanna okkar. Börnin okkar eru með fæðingargalla sem með réttu utanumhaldi lækna og sérfræðinga er hægt að laga að mestu leiti, en til þess þarf vilja og ráðagerð stjórnvalda. Svona byrjaði grein mín sem birtist á Vísi fyrir rúmu ári síðan eða 18. mars 2021, og því miður á hún enn við þó svo að reglugerð hafi verið breytt til hins betra þannig að öll börn með þennan fæðingargalla falla undir. Eins og fram kom á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands um helgina, eru Sjúkratryggingar að benda á að foreldrar barna sem eru hjá ákveðnum tannlæknum vegna tannréttingameðferðar barna sinna eigi ekki að greiða það sem komið hefur til vegna endurkröfu Sjúkratrygginga Íslands. Einnig kom grein frá formanni Læknafélags Reykjavíkur, þar sem þeir fordæma vinnubrögð Sjúkratrygginga Íslands um endurkröfu. Ég hef skoðað vel hvernig stendur á því að þetta geti verið, það er að segja af hverju endurkrafa er gerð á tannréttingarsérfræðingana og lesið mér til um samning sem var gerður vegna barnatannlækninga árið 2013, þar sem öll börn eiga að njóta sömu réttinda er varða tannlækningar. Samkvæmt því sem ég kemst næst eru gjaldaliðir í þeim samning ætlaðir fyrir öll börn, sama þó þau séu með gildandi samning vegna fæðingargalla og eiga rétt á 95% niðurgreiðslu á tannréttingum, sbr. IV. kafla reglugerðar nr. 451/2013, með síðari breytingum. Það gerir það að verkum að ákveðnir gjaldaliðir sem skarðabörnin okkar þurfa, eru ekki niðurgreiddir af Sjúkratryggingum Íslands, en oft á tíðum er um mjög sérstakar meðferðir að ræða. Svo virðist sem ekki hafi verið farið eftir þessum samning um leið og hann var gerður árið 2013, því það var ekki fyrr en í lok síðasta árs að ég fékk neitun á því að SÍ myndi borga fyrir okkur myndatöku sem skarðabarn hafði áður farið í á innan við 12 mánaða tímabili. Við, foreldrarnir, þurftum því að greiða fullt verð fyrir nauðsynlega myndatöku skarðabarnsins í það skiptið. Með þessu kerfi er verið að mismuna börnunum okkar. Skarðabörn eru með fæðingargalla sem hægt er að hjálpa til með tannréttingum, en minna með almennum lækningum. Með þessu kerfi eru settar skorður við því hversu oft þau mega fá ákveðna aukahluti í munn og á tennur í hverri meðferð og hversu oft á ári myndatökur mega vera gerðar og hvaða myndatökur falla undir niðurgreiðslu. Ég sé það þannig fyrir mér að með þessu erum við komin á þann stað að fyrir hverja heimsókn til tannlæknis þurfa foreldrar að fara yfir hvað er nauðsynlegt að gera og hvað er mikilvægt að gera og samþykkja að borga þá gjaldaliði sem ekki falla undir þennan samning sem gerður var 2013 milli Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands um rafræn samskipti og aðgerðarskrá. Kostnaðurinn mun nú lenda á foreldrunum, þar sem búið er að setja þak á vissa gjaldaliði og vissir gjaldaliðir ekki inn í samning við tannlækna. Kostnaður vegna nauðsynlegra tannréttinga barna með skarð í vör og tanngarði/góm mun aukast, en líklega minnka kostnað sem Sjúkratyggingar Íslands þurfi að greiða með þessu fáu börnum sem um ræðir með þennan fæðingargalla. Skarðabörn munu því í einhverjum tilfellum ekki fá þá læknisaðstoð sem nauðsynleg er til leiðréttingar á fæðingargalla, vegna kostnaðar og mismunandi fjárhagsstöðu foreldra. Höfundur er móðir drengs með skarð í vör og tanngarði.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun