Real Madríd komið í úrslit eftir ótrúlegan viðsnúning Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. maí 2022 21:45 Karim Benzema fagnar markinu sem tryggði sæti Real í úrslitum. EPA-EFE/Rodrigo Jimenez Real Madríd er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlegan 3-1 sigur á Manchester City í framlengdum leik á Spáni í kvöld. Leikur kvöldsins var langt því frá jafn opinn og stórskemmtilegur leikur liðanna í Manchester-borg í síðustu viku. Þar höfðu heimamenn betur 4-3 en það var snemma ljóst að Pep Guardiola, þjálfari City, vildi ekki jafn opinn leik. Thibaut Courtois varði nokkrum sinnum vel í kvöld.EPA-EFE/Rodrigo Jimenez City stjórnaði leiknum frá A til Ö framan af og gekk heimamönnum illa að brjóta leikinn upp og mynda þann glundroða sem leikmenn þeirra þrífast í. Þó leikmenn á borð við Kevin De Bruyne hafi ekki átt sinn besta leik þá tókst heimamönnum lítið að ógna marki Ederson, framan af leik allavega. Thibaut Courtois átti fínan leik í marki heimamanna og varði nokkrum sinnum vel. Hann kom hins vegar engum vörnum við þegar Riyad Mahrez kom Manchester City yfir á 73. mínútu. Með því marki virtist Mahrez vera að tryggja farseðil Man City til Parísar þar sem úrslitaleikurinn fer fram. Mahrez fékk sendingu frá Bernardo Silva úti hægra megin í teig Real. Alsíringurinn kom öllum á óvart og hamraði á markið í fyrsta upp í nærhornið. Óverjandi fyrir Courtois sem kom engum vörnum við. Riyad Mahrez has now scored four goals in four Champions League semi-finals... Real Madrid, 2022 semi-finals, second leg Paris, 2021 semi-finals, second leg Paris, 2021 semi-finals, first leg #UCL pic.twitter.com/EvBrDUXNvH— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) May 4, 2022 Eftir markið gerði Carlo Ancelotti, þjálfari Real, tvöfalda skiptingu en það var Rodrygo - sem hafði komið inn á fyrir miðjumanninn Toni Kroos skömmu síðar - sem átti eftir að umturna leiknum. Í leit sinni að leið inn í leikinn galopnaðist vörn Real og voru gestirnir hársbreidd frá því að endanlega tryggja sæti sitt í úrslitum þegar Ferland Mendy bjargaði á einhvern ótrúlegan hátt á marklínu. Skömmu síðar hófst hinn fullkomni stormur, eitthvað sem leikmenn Real lifa fyrir. Eins ótrúlegt og það hljómar þá var það ekki Karim Benzema sem skoraði markið sem kveikti vonarneista í hjörtum Madrídarbúa. Benzema var hins vegar arkitektinn en sending hans rataði á varamanninn Rodrygo sem skoraði af stuttu færi á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Allt í einu þurfti Real aðeins eitt mark til að komast í framlengingu. Það mark kom innan við mínútu síðar og aftur var Rodrygo að verki. Að þessu sinni stangaði hann knöttinn í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf Marco Asensio. AASDFGHJKHJKLFDGHJKDFGHMJDFGNHMDFGNHM— Real Madrid C.F. (@realmadriden) May 4, 2022 Rodrygo skorar markið sem kom Real Madríd í framlengingu.EPA-EFE/Sergio Perez Staðan orðin 2-1 í Madríd og samanlagt 5-5. Ederson kom gestunum til bjargar en Rodrygo átti þrumuskot áður en flautan gall sem Brasilíumaðurinn varði meistaralega. Það þurfti því að framlengja. Framlengingin var aðeins fimm mínútna gömul þegar Rúben Dias braut á hinum 19 ára gamla varamanni Eduardo Camavinga innan vítateigs. Benzema fór á punktinn og renndi boltanum salírólegur niðri í hægra hornið við sturlaðan fögnuð heimamanna. Færa má góð rök fyrir því að þakið hafi ætlað að rifna af Santiago Bernabéu-vellinum í Madríd. Var þetta 15. mark Benzema í Meistaradeildinni á leiktíðinni. Most goals in a single Champions League season: 1 7 Cristiano Ronaldo (2013/14) 1 6 Cristiano Ronaldo (2015/16) 1 5 Cristiano Ronaldo (2017/18) 1 5 Robert Lewandowski (2019/20) 1 5 Karim Benzema (2021/22)#UCL pic.twitter.com/gkynKEl7Ev— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) May 4, 2022 Fernandinho af öllum mönnum fékk svo besta tækifæri gestanna til að jafna metin undir lok fyrri hálfleiks framlengingar þegar Courtois blakaði fyrirgjöf frá marki. Fernandinho var mættur á fjærstöngina en tókst ekki að stýra boltanum í netið af stuttu færi. Sama hvað gestirnir reyndu undur lok leiks þá gekk ekkert og Real Madríd er enn á ný komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Við fáum endurtekningu frá úrslitaleiknum í Kænugarði vorið 2018 þegar Real Madríd og Liverpool mættust í úrslitum. Að þessu sinni mætast þau í París þann 28. maí næstkomandi. Mennirnir bakvið magnaðan árangur Real.EPA-EFE/JUANJO MARTIN Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Spænski boltinn
Real Madríd er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlegan 3-1 sigur á Manchester City í framlengdum leik á Spáni í kvöld. Leikur kvöldsins var langt því frá jafn opinn og stórskemmtilegur leikur liðanna í Manchester-borg í síðustu viku. Þar höfðu heimamenn betur 4-3 en það var snemma ljóst að Pep Guardiola, þjálfari City, vildi ekki jafn opinn leik. Thibaut Courtois varði nokkrum sinnum vel í kvöld.EPA-EFE/Rodrigo Jimenez City stjórnaði leiknum frá A til Ö framan af og gekk heimamönnum illa að brjóta leikinn upp og mynda þann glundroða sem leikmenn þeirra þrífast í. Þó leikmenn á borð við Kevin De Bruyne hafi ekki átt sinn besta leik þá tókst heimamönnum lítið að ógna marki Ederson, framan af leik allavega. Thibaut Courtois átti fínan leik í marki heimamanna og varði nokkrum sinnum vel. Hann kom hins vegar engum vörnum við þegar Riyad Mahrez kom Manchester City yfir á 73. mínútu. Með því marki virtist Mahrez vera að tryggja farseðil Man City til Parísar þar sem úrslitaleikurinn fer fram. Mahrez fékk sendingu frá Bernardo Silva úti hægra megin í teig Real. Alsíringurinn kom öllum á óvart og hamraði á markið í fyrsta upp í nærhornið. Óverjandi fyrir Courtois sem kom engum vörnum við. Riyad Mahrez has now scored four goals in four Champions League semi-finals... Real Madrid, 2022 semi-finals, second leg Paris, 2021 semi-finals, second leg Paris, 2021 semi-finals, first leg #UCL pic.twitter.com/EvBrDUXNvH— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) May 4, 2022 Eftir markið gerði Carlo Ancelotti, þjálfari Real, tvöfalda skiptingu en það var Rodrygo - sem hafði komið inn á fyrir miðjumanninn Toni Kroos skömmu síðar - sem átti eftir að umturna leiknum. Í leit sinni að leið inn í leikinn galopnaðist vörn Real og voru gestirnir hársbreidd frá því að endanlega tryggja sæti sitt í úrslitum þegar Ferland Mendy bjargaði á einhvern ótrúlegan hátt á marklínu. Skömmu síðar hófst hinn fullkomni stormur, eitthvað sem leikmenn Real lifa fyrir. Eins ótrúlegt og það hljómar þá var það ekki Karim Benzema sem skoraði markið sem kveikti vonarneista í hjörtum Madrídarbúa. Benzema var hins vegar arkitektinn en sending hans rataði á varamanninn Rodrygo sem skoraði af stuttu færi á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Allt í einu þurfti Real aðeins eitt mark til að komast í framlengingu. Það mark kom innan við mínútu síðar og aftur var Rodrygo að verki. Að þessu sinni stangaði hann knöttinn í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf Marco Asensio. AASDFGHJKHJKLFDGHJKDFGHMJDFGNHMDFGNHM— Real Madrid C.F. (@realmadriden) May 4, 2022 Rodrygo skorar markið sem kom Real Madríd í framlengingu.EPA-EFE/Sergio Perez Staðan orðin 2-1 í Madríd og samanlagt 5-5. Ederson kom gestunum til bjargar en Rodrygo átti þrumuskot áður en flautan gall sem Brasilíumaðurinn varði meistaralega. Það þurfti því að framlengja. Framlengingin var aðeins fimm mínútna gömul þegar Rúben Dias braut á hinum 19 ára gamla varamanni Eduardo Camavinga innan vítateigs. Benzema fór á punktinn og renndi boltanum salírólegur niðri í hægra hornið við sturlaðan fögnuð heimamanna. Færa má góð rök fyrir því að þakið hafi ætlað að rifna af Santiago Bernabéu-vellinum í Madríd. Var þetta 15. mark Benzema í Meistaradeildinni á leiktíðinni. Most goals in a single Champions League season: 1 7 Cristiano Ronaldo (2013/14) 1 6 Cristiano Ronaldo (2015/16) 1 5 Cristiano Ronaldo (2017/18) 1 5 Robert Lewandowski (2019/20) 1 5 Karim Benzema (2021/22)#UCL pic.twitter.com/gkynKEl7Ev— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) May 4, 2022 Fernandinho af öllum mönnum fékk svo besta tækifæri gestanna til að jafna metin undir lok fyrri hálfleiks framlengingar þegar Courtois blakaði fyrirgjöf frá marki. Fernandinho var mættur á fjærstöngina en tókst ekki að stýra boltanum í netið af stuttu færi. Sama hvað gestirnir reyndu undur lok leiks þá gekk ekkert og Real Madríd er enn á ný komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Við fáum endurtekningu frá úrslitaleiknum í Kænugarði vorið 2018 þegar Real Madríd og Liverpool mættust í úrslitum. Að þessu sinni mætast þau í París þann 28. maí næstkomandi. Mennirnir bakvið magnaðan árangur Real.EPA-EFE/JUANJO MARTIN Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti