Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KR 5-1 | Nýliðarnir sáu aldrei til sólar í Garðabæ Sindri Már Fannarsson skrifar 4. maí 2022 21:15 Stjarnan fagnar einu marka sinna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Stjarnan vann 5-1 stórsigur á KR í Bestu deild kvenna í kvöld. Mörk Stjörnunnar skoruðu Katrín Ásbjörnsdóttir, Gyða Kristín Gunnarsdóttir, Alma Mathisen, Arna Dís Arnþórsdóttir og Jasmín Erla Ingadóttir. Mark KR skoraði hin 15 ára Ísabella Sara Tryggvadóttir en hún er dóttir Tryggva Guðmundssonar, fyrrverandi landsliðs- og atvinnumanns. Gyða Kristín smellir boltanum í netið.Vísir/Hulda Margrét Leikurinn fór snemma af stað og eftir einungis 10 mínútna leik var Stjarnan komin 2-0 yfir eftir mörk frá Katrínu Ásbjörnsdóttur og Gyðu Kristínu. Stjörnukonur héldu svo áfram að sækja út fyrri hálfleikinn og Alma Mathisen bætti við þriðja markinu á 39. Mínútu. KR-ingar náðu að setja eitt mark rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og gengu liðin inn í stöðunni 3-1. Ef KR-ingar héldu að þeir ættu afturgengt í þessa rimmu þá voru þær vonir skotnar niður snemma í seinni hálfleik. Arna Dís skoraði á 49. mínútu og Jasmín Erla þremur mínútum síðar. Stjarnan fagnar einu fimm marka sinna.Vísir/Hulda Margrét Í stöðunni 5-1 þá minnkuðu Stjörnukonur sóknarþungann og hægðu talsvert á spilinu. Kristján Guðmundsson gerði fjórfalda skiptingu eftir um klukkutíma leik og náði að hvíla marga lykilleikmenn þar sem þessi þrjú stig voru löngu tryggð. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan stjórnaði leiknum frá A-Ö. Þær spiluðu mikið á milli varnarmanna og byggðu upp sóknir hægt á meðan þær biðu eftir færi til þess að sækja hratt á vörn KR-inga. Í stað þess að negla boltanum fram og sækja stanslaust tóku þær frekar sinn tíma í að velja rétt augnablik og það skilaði sér heldur betur á stigatöflunni. Þær héldu boltanum gríðarlega vel og gáfu hann í sífellu niður á öftustu menn til þess að byrja sóknir upp á nýtt, frekar en að hlaupa á KR-vörnina og eiga í hættu á að missa boltann. Hverjar stóðu upp úr? Hægri kantur Stjörnunnar var gríðarlega flottur. Þær Alma Mathisen og Arna Dís voru óstöðvandi og áttu báðar alveg frábæran leik og unnu vel saman. Alma Mathiesen á sprettinum.Vísir/Hulda Margrét Katrín Ásbjörnsdóttir var einnig gríðarleg ógn, sérstaklega í hornum en á tímabili var eins og hún væri með boltasegul á enninu, allar hornspyrnur rötuðu beint á hana og skilaði það sér í fyrsta marki leiksins. Ísabella Sara Tryggvadóttir átti einnig flottan leik í liði KR-inga og það er ljóst að þarna er mikið efni sem verður gaman að fylgjast með í framtíðinni. Hvað gekk illa? KR náði ekki nægum tökum á leiknum. Sóknir voru nánast alltaf skyndisóknir og KR átti gríðarlega erfitt með að byggja hægt upp líkt og Stjarnan. KR þurfti oft að grípa til þess að negla boltanum fram, en þar sem þær lágu svo neðarlega þá endaði það oftast á því að Stjarnan fékk boltann aftur til sín. Úr leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Hvað gerist næst? KR-ingar sjá fram á erfitt sumar. Mínus átta í markatölu eftir tvær umferðir og það þarf eitthvað að breytast í leik liðsins ef þær ætla ekki að verða fallbyssufóður í sumar. Næsti leikur er gegn ÍBV en KR-ingar taka á móti þeim á mánudaginn næstkomandi. Stjarnan horfir hinsvegar í niðurstöður þessarar umferðar, þar sem topplið síðustu ára, Breiðablik og Valur töpuðu bæði. Stjarnan fer á Kópavogsvöll á mánudaginn og tekur svo á móti Val á Samsungvellinum á föstudeginum. „Ákveðnar framfarir frá síðasta leik“ Jóhannes Karl og Arnar Páll, þjálfarateymi KR.Vísir/Hulda Margrét „Það er einna helst að ákveðnir leikmenn sem að eru að stíga upp og mér fannst taka góð skref frá síðasta leik. Það er ekki auðvelt að taka marga jákvæða hluti úr leik liðsins, við erum ennþá bara of hægar“ sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR eftir leik í samtali við Vísi. Jóhannes Karl segir að það sé meiri breidd á leiðinni í KR-liðið. „Það háir okkur aðeins að vera ekki með stærri hóp í þessum fyrstu leikjum en það er von á því að það lagist. Samblanda af því að fá nýja leikmenn og að ákveðnir leikmenn sem spiluðu í dag og spiluðu við Keflavík stígi eitt skref í viðbót og það setur okkur á allt annan stað.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild kvenna Stjarnan KR
Stjarnan vann 5-1 stórsigur á KR í Bestu deild kvenna í kvöld. Mörk Stjörnunnar skoruðu Katrín Ásbjörnsdóttir, Gyða Kristín Gunnarsdóttir, Alma Mathisen, Arna Dís Arnþórsdóttir og Jasmín Erla Ingadóttir. Mark KR skoraði hin 15 ára Ísabella Sara Tryggvadóttir en hún er dóttir Tryggva Guðmundssonar, fyrrverandi landsliðs- og atvinnumanns. Gyða Kristín smellir boltanum í netið.Vísir/Hulda Margrét Leikurinn fór snemma af stað og eftir einungis 10 mínútna leik var Stjarnan komin 2-0 yfir eftir mörk frá Katrínu Ásbjörnsdóttur og Gyðu Kristínu. Stjörnukonur héldu svo áfram að sækja út fyrri hálfleikinn og Alma Mathisen bætti við þriðja markinu á 39. Mínútu. KR-ingar náðu að setja eitt mark rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og gengu liðin inn í stöðunni 3-1. Ef KR-ingar héldu að þeir ættu afturgengt í þessa rimmu þá voru þær vonir skotnar niður snemma í seinni hálfleik. Arna Dís skoraði á 49. mínútu og Jasmín Erla þremur mínútum síðar. Stjarnan fagnar einu fimm marka sinna.Vísir/Hulda Margrét Í stöðunni 5-1 þá minnkuðu Stjörnukonur sóknarþungann og hægðu talsvert á spilinu. Kristján Guðmundsson gerði fjórfalda skiptingu eftir um klukkutíma leik og náði að hvíla marga lykilleikmenn þar sem þessi þrjú stig voru löngu tryggð. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan stjórnaði leiknum frá A-Ö. Þær spiluðu mikið á milli varnarmanna og byggðu upp sóknir hægt á meðan þær biðu eftir færi til þess að sækja hratt á vörn KR-inga. Í stað þess að negla boltanum fram og sækja stanslaust tóku þær frekar sinn tíma í að velja rétt augnablik og það skilaði sér heldur betur á stigatöflunni. Þær héldu boltanum gríðarlega vel og gáfu hann í sífellu niður á öftustu menn til þess að byrja sóknir upp á nýtt, frekar en að hlaupa á KR-vörnina og eiga í hættu á að missa boltann. Hverjar stóðu upp úr? Hægri kantur Stjörnunnar var gríðarlega flottur. Þær Alma Mathisen og Arna Dís voru óstöðvandi og áttu báðar alveg frábæran leik og unnu vel saman. Alma Mathiesen á sprettinum.Vísir/Hulda Margrét Katrín Ásbjörnsdóttir var einnig gríðarleg ógn, sérstaklega í hornum en á tímabili var eins og hún væri með boltasegul á enninu, allar hornspyrnur rötuðu beint á hana og skilaði það sér í fyrsta marki leiksins. Ísabella Sara Tryggvadóttir átti einnig flottan leik í liði KR-inga og það er ljóst að þarna er mikið efni sem verður gaman að fylgjast með í framtíðinni. Hvað gekk illa? KR náði ekki nægum tökum á leiknum. Sóknir voru nánast alltaf skyndisóknir og KR átti gríðarlega erfitt með að byggja hægt upp líkt og Stjarnan. KR þurfti oft að grípa til þess að negla boltanum fram, en þar sem þær lágu svo neðarlega þá endaði það oftast á því að Stjarnan fékk boltann aftur til sín. Úr leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Hvað gerist næst? KR-ingar sjá fram á erfitt sumar. Mínus átta í markatölu eftir tvær umferðir og það þarf eitthvað að breytast í leik liðsins ef þær ætla ekki að verða fallbyssufóður í sumar. Næsti leikur er gegn ÍBV en KR-ingar taka á móti þeim á mánudaginn næstkomandi. Stjarnan horfir hinsvegar í niðurstöður þessarar umferðar, þar sem topplið síðustu ára, Breiðablik og Valur töpuðu bæði. Stjarnan fer á Kópavogsvöll á mánudaginn og tekur svo á móti Val á Samsungvellinum á föstudeginum. „Ákveðnar framfarir frá síðasta leik“ Jóhannes Karl og Arnar Páll, þjálfarateymi KR.Vísir/Hulda Margrét „Það er einna helst að ákveðnir leikmenn sem að eru að stíga upp og mér fannst taka góð skref frá síðasta leik. Það er ekki auðvelt að taka marga jákvæða hluti úr leik liðsins, við erum ennþá bara of hægar“ sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR eftir leik í samtali við Vísi. Jóhannes Karl segir að það sé meiri breidd á leiðinni í KR-liðið. „Það háir okkur aðeins að vera ekki með stærri hóp í þessum fyrstu leikjum en það er von á því að það lagist. Samblanda af því að fá nýja leikmenn og að ákveðnir leikmenn sem spiluðu í dag og spiluðu við Keflavík stígi eitt skref í viðbót og það setur okkur á allt annan stað.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti