Fjárfestum í framtíðinni Íris Andrésdóttir skrifar 4. maí 2022 13:30 Þegar áhrif Covid-19 voru sem mest kom berlega í ljós hvaða stofnanir gegndu lykilhlutverki í samfélaginu okkar; heilbrigðis- og menntastofnanir. Framhaldsskólar lokuðu en hægt var að halda úti fjarkennslu. Grunn- og leikskólar héldust hins vegar opnir og reynt var eftir fremsta megni, að skerða sem minnst þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Stjórnendur og starfsfólk í grunn- og leikskólum lögðust í miklar endurskipulagningar á óvissutímum og sífellt þurfti að bregðast við hinum ýmsum takmörkunum sem í gildi voru hverju sinni. Stjórnendum og starfsfólki grunn- og leikskóla var raðað í forystusveit og unnu þrekvirki í að halda uppi faglegu starfi. Skólasamfélagið er einn stærsti einstaki málaflokkur borgarinnar og það kostar vissulega sitt að reka skóla. En á sama tíma má spyrja sig: Setjum við verðmiða á velferð, menntun og framtíð barnanna okkar? Eiga ekki öll börn, óháð uppruna, efnahagslegri stöðu og líkamlegu- og andlegu atgervi, rétt á að sækja skóla og njóta til þess stuðnings sem styrkir þau í námi og leik? Fjölgum sérfræðimenntuðu fagfólki Á yfirstandandi skólaári eru rúmlega 15000 nemendur í grunnskólum í Reykjavík og leikskóla í Reykjavík sækja rúmlega 6000 börn. Börn eru ólík eins og þau eru mörg og þarfir þeirra jafn ólíkar. Krafan um aukinn stuðning við börn og kennara fer vaxandi frá ári til árs í skólum borgarinnar. Bið eftir sálfræðiþjónustu lengist sífellt og dæmi eru um að börn og fjölskyldur þeirra þurfi að bíða allt upp í 18 mánuði og jafnvel lengur eftir þjónustu talmeinafræðings. Þá er ótalin þörfin fyrir aukna aðkomu þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, sálfræðinga, talmeinafræðinga og hjúkrunarfræðinga að daglegu starfi í skólum í formi ráðgjafar og stuðnings við börn og starfsfólk. Það er skýr stefna Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs að fjölga sérfræðimenntuðu fagfólki í grunn- og leikskólum og styrkja þannig gott gangverk skólasamfélagsins svo öll börn fái notið sín í leik og starfi. Afnám gjaldtöku Árið 2018 var stigið stórt skref í Reykjavík í áttina að minnka kostnaðarþátttöku foreldra/forráðamanna í grunnskólum þegar ritfangakostnaður var aflagður. Með þátttöku í meirihlutasamstarfi hafa Vinstri græn einnig barist fyrir lægri leikskólagjöldum í Reykjavík og lægri greiðsluþátttöku foreldra/forráðamanna í skólamáltíðum. Lykilþáttur í heilbrigði barna er góð næring. Vinstri græn vilja stíga næstu skref og tryggja öllum börnum í grunnskólum Reykjavíkur heilnæman og vistvænan hádegismat með endurgjaldslausum skólamáltíðum. Einnig viljum við afnema leikskólagjöld í leikskólum borgarinnar og tryggja þannig öllum börnum á leikskólaaldri sömu tækifæri til náms og leiks, óháð efnahag og félagslegum aðstæðum. Þegar kemur að málefnum barna og skólasamfélagsins eru áherslur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fyrir komandi sveitastjórnarkosningar skýrar. Setjum ekki verðmiða á menntun og velferð barnanna okkar, fjárfestum í framtíðinni. Höfundur er grunnskólakennari og skipar 4.sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Vinstri græn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Sjá meira
Þegar áhrif Covid-19 voru sem mest kom berlega í ljós hvaða stofnanir gegndu lykilhlutverki í samfélaginu okkar; heilbrigðis- og menntastofnanir. Framhaldsskólar lokuðu en hægt var að halda úti fjarkennslu. Grunn- og leikskólar héldust hins vegar opnir og reynt var eftir fremsta megni, að skerða sem minnst þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Stjórnendur og starfsfólk í grunn- og leikskólum lögðust í miklar endurskipulagningar á óvissutímum og sífellt þurfti að bregðast við hinum ýmsum takmörkunum sem í gildi voru hverju sinni. Stjórnendum og starfsfólki grunn- og leikskóla var raðað í forystusveit og unnu þrekvirki í að halda uppi faglegu starfi. Skólasamfélagið er einn stærsti einstaki málaflokkur borgarinnar og það kostar vissulega sitt að reka skóla. En á sama tíma má spyrja sig: Setjum við verðmiða á velferð, menntun og framtíð barnanna okkar? Eiga ekki öll börn, óháð uppruna, efnahagslegri stöðu og líkamlegu- og andlegu atgervi, rétt á að sækja skóla og njóta til þess stuðnings sem styrkir þau í námi og leik? Fjölgum sérfræðimenntuðu fagfólki Á yfirstandandi skólaári eru rúmlega 15000 nemendur í grunnskólum í Reykjavík og leikskóla í Reykjavík sækja rúmlega 6000 börn. Börn eru ólík eins og þau eru mörg og þarfir þeirra jafn ólíkar. Krafan um aukinn stuðning við börn og kennara fer vaxandi frá ári til árs í skólum borgarinnar. Bið eftir sálfræðiþjónustu lengist sífellt og dæmi eru um að börn og fjölskyldur þeirra þurfi að bíða allt upp í 18 mánuði og jafnvel lengur eftir þjónustu talmeinafræðings. Þá er ótalin þörfin fyrir aukna aðkomu þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, sálfræðinga, talmeinafræðinga og hjúkrunarfræðinga að daglegu starfi í skólum í formi ráðgjafar og stuðnings við börn og starfsfólk. Það er skýr stefna Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs að fjölga sérfræðimenntuðu fagfólki í grunn- og leikskólum og styrkja þannig gott gangverk skólasamfélagsins svo öll börn fái notið sín í leik og starfi. Afnám gjaldtöku Árið 2018 var stigið stórt skref í Reykjavík í áttina að minnka kostnaðarþátttöku foreldra/forráðamanna í grunnskólum þegar ritfangakostnaður var aflagður. Með þátttöku í meirihlutasamstarfi hafa Vinstri græn einnig barist fyrir lægri leikskólagjöldum í Reykjavík og lægri greiðsluþátttöku foreldra/forráðamanna í skólamáltíðum. Lykilþáttur í heilbrigði barna er góð næring. Vinstri græn vilja stíga næstu skref og tryggja öllum börnum í grunnskólum Reykjavíkur heilnæman og vistvænan hádegismat með endurgjaldslausum skólamáltíðum. Einnig viljum við afnema leikskólagjöld í leikskólum borgarinnar og tryggja þannig öllum börnum á leikskólaaldri sömu tækifæri til náms og leiks, óháð efnahag og félagslegum aðstæðum. Þegar kemur að málefnum barna og skólasamfélagsins eru áherslur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fyrir komandi sveitastjórnarkosningar skýrar. Setjum ekki verðmiða á menntun og velferð barnanna okkar, fjárfestum í framtíðinni. Höfundur er grunnskólakennari og skipar 4.sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun