Carragher skálaði í beinni og bauð LeBron á úrslitaleikinn í París Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. maí 2022 11:31 Jamie Carragher var í miklu stuði eftir að Liverpool tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í gær. Hann skálaði í beinni útsendingu og bauð körfuboltasnillingnum LeBron James á úrslitaleikinn. Carragher var reyndar ekki upplitsdjarfur í hálfleik í leiknum gegn Villarreal, enda Liverpool 2-0 undir. En brúnin lyftist í seinni hálfleik sem Rauði herinn vann, 0-3. Liverpool vann einvígið, 5-2 samanlagt og komst þar með í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í þriðja sinn á síðustu fimm árum. Carragher var sérfræðingur CBS um leikinn ásamt Thierry Henry og Micah Richards. Þeir höfðu gaman að angist Carraghers í fyrri hálfleik en hann brosti breitt á endanum og fagnaði með því opna einn bjór í myndveri. Ekki nóg með það heldur bauð Carragher einum frægasta stuðningsmanni Liverpool, sjálfum LeBron James, á úrslitaleikinn í París 28. maí. „LeBron, ef þú vilt koma til París geturðu verið með okkur í CBS-liðinu sem minn gestur. Á hliðarlínunni, ég vil hafa þig við hliðina á okkur í París. Gefðu okkur stuðninginn sem við þurfum til að vinna sjöunda Evrópumeistaratitilinn. Komdu stóri maður,“ sagði Carragher. Hey @KingJames, @carra23 has an offer for you. pic.twitter.com/JjesSngZ3S— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) May 3, 2022 LeBron, sem á hlut í Liverpool, var að sjálfsögðu ánægður með sína menn eftir sigurinn á Villarreal og deildi gleði sinni með heimsbyggðinni á Twitter. PARIS HERE WE COME!!!!!!!! @LFC — LeBron James (@KingJames) May 3, 2022 Í kvöld kemur í ljós hvort Real Madrid eða Manchester City verður andstæðingur Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í lok þessa mánaðar. City leiðir 4-3 eftir fyrri leikinn. Leikur Real Madrid og Manchester City hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn Dagskráin: Manchester United í Doc Zone, formúla og Bestu mörkin Sport Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira
Carragher var reyndar ekki upplitsdjarfur í hálfleik í leiknum gegn Villarreal, enda Liverpool 2-0 undir. En brúnin lyftist í seinni hálfleik sem Rauði herinn vann, 0-3. Liverpool vann einvígið, 5-2 samanlagt og komst þar með í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í þriðja sinn á síðustu fimm árum. Carragher var sérfræðingur CBS um leikinn ásamt Thierry Henry og Micah Richards. Þeir höfðu gaman að angist Carraghers í fyrri hálfleik en hann brosti breitt á endanum og fagnaði með því opna einn bjór í myndveri. Ekki nóg með það heldur bauð Carragher einum frægasta stuðningsmanni Liverpool, sjálfum LeBron James, á úrslitaleikinn í París 28. maí. „LeBron, ef þú vilt koma til París geturðu verið með okkur í CBS-liðinu sem minn gestur. Á hliðarlínunni, ég vil hafa þig við hliðina á okkur í París. Gefðu okkur stuðninginn sem við þurfum til að vinna sjöunda Evrópumeistaratitilinn. Komdu stóri maður,“ sagði Carragher. Hey @KingJames, @carra23 has an offer for you. pic.twitter.com/JjesSngZ3S— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) May 3, 2022 LeBron, sem á hlut í Liverpool, var að sjálfsögðu ánægður með sína menn eftir sigurinn á Villarreal og deildi gleði sinni með heimsbyggðinni á Twitter. PARIS HERE WE COME!!!!!!!! @LFC — LeBron James (@KingJames) May 3, 2022 Í kvöld kemur í ljós hvort Real Madrid eða Manchester City verður andstæðingur Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í lok þessa mánaðar. City leiðir 4-3 eftir fyrri leikinn. Leikur Real Madrid og Manchester City hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn Dagskráin: Manchester United í Doc Zone, formúla og Bestu mörkin Sport Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira