Eldri íbúar, eldri Ár-borgarar! Helga Lind Pálsdóttir skrifar 4. maí 2022 11:31 Þegar einstaklingur fagnar 67 aldursárum telst hann formlega til hóps ,,eldri borgara.” Eldri borgarar eru fjölbreyttur hópur og það er langt frá því að einstaklingur falli sjálfkrafa inn í einsleitan hóp sem allir hafa sömu þarfir bara við það eitt að verða 67 ára. Samfélagsleg umræða um aldraða snýst þó gjarnan og oft að mestu leyti um þá eldri borgara sem standa frammi fyrir félagslegum og/eða heilsufarslegum vanda og því úrræðaleysi sem við blasir við íslensku samfélagi. Raunin er sú að margir sem fagnað hafa 67 ára afmælisdegi sínum eru fullfrískir, með fulla vinnugetu, lifa sama lífsstíl og áður, stunda heilsurækt og útivist. Þessi hópur heldur áfram að lifa sínu lífi líkt og það gerði fyrir 67 ára afmælisdaginn sinn. Þjónusta og tækifæri við hæfi fyrir eldri íbúa sveitarfélagsins Við sem samfélag eigum að styðja við eldri íbúa sem hafa heilsu og getu með fjölbreyttum félagslegum og heilsueflandi tækifærum, nýta mannauðin, þekkinguna og viskuna sem býr með þessum hóp. Við eigum jafnframt að veita öldruðum sem þurfa á þjónustu að halda góða heilbrigðis- og félagsþjónustu sem stuðlar að því að viðkomandi geti búið við eðlilegt heimilislíf svo lengi sem hægt er auk þess að tryggja nauðsynlega stofnanaþjónustu ef og þegar þess er þörf. Hvað ætlar D - listinn að gera fyrir okkar eldri íbúa? Við viljum samfélag þar sem eldri íbúar geta notið lífsins á eigin forsendum. D - listinn ætlar að beita sér fyrir góðri þjónustu til eldri borgara. Við munum tryggja fjölbreytta búsetukosti fyrir aldraða og vinna ötullega að betri samþættingu heimahjúkrunar og stuðningsþjónustu sveitarfélagsins. Við viljum auka samráð við eldri íbúa, styðja við öldunagaráð og halda reglulega fundi með félögum eldri borgara í sveitarfélaginu allt kjörtímabilið. Þá munum við í D- listanum fjölga valkostum og tækifærum til heilsueflingar í öllum þéttbýliskjörnum Árborgar. Með þessu viljum við tryggja að það sé gott að eldast í Árborg okkar allra. Höfundur er félagsráðgjafi og í 6. sæti á lista D- listans í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Árborg Eldri borgarar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar einstaklingur fagnar 67 aldursárum telst hann formlega til hóps ,,eldri borgara.” Eldri borgarar eru fjölbreyttur hópur og það er langt frá því að einstaklingur falli sjálfkrafa inn í einsleitan hóp sem allir hafa sömu þarfir bara við það eitt að verða 67 ára. Samfélagsleg umræða um aldraða snýst þó gjarnan og oft að mestu leyti um þá eldri borgara sem standa frammi fyrir félagslegum og/eða heilsufarslegum vanda og því úrræðaleysi sem við blasir við íslensku samfélagi. Raunin er sú að margir sem fagnað hafa 67 ára afmælisdegi sínum eru fullfrískir, með fulla vinnugetu, lifa sama lífsstíl og áður, stunda heilsurækt og útivist. Þessi hópur heldur áfram að lifa sínu lífi líkt og það gerði fyrir 67 ára afmælisdaginn sinn. Þjónusta og tækifæri við hæfi fyrir eldri íbúa sveitarfélagsins Við sem samfélag eigum að styðja við eldri íbúa sem hafa heilsu og getu með fjölbreyttum félagslegum og heilsueflandi tækifærum, nýta mannauðin, þekkinguna og viskuna sem býr með þessum hóp. Við eigum jafnframt að veita öldruðum sem þurfa á þjónustu að halda góða heilbrigðis- og félagsþjónustu sem stuðlar að því að viðkomandi geti búið við eðlilegt heimilislíf svo lengi sem hægt er auk þess að tryggja nauðsynlega stofnanaþjónustu ef og þegar þess er þörf. Hvað ætlar D - listinn að gera fyrir okkar eldri íbúa? Við viljum samfélag þar sem eldri íbúar geta notið lífsins á eigin forsendum. D - listinn ætlar að beita sér fyrir góðri þjónustu til eldri borgara. Við munum tryggja fjölbreytta búsetukosti fyrir aldraða og vinna ötullega að betri samþættingu heimahjúkrunar og stuðningsþjónustu sveitarfélagsins. Við viljum auka samráð við eldri íbúa, styðja við öldunagaráð og halda reglulega fundi með félögum eldri borgara í sveitarfélaginu allt kjörtímabilið. Þá munum við í D- listanum fjölga valkostum og tækifærum til heilsueflingar í öllum þéttbýliskjörnum Árborgar. Með þessu viljum við tryggja að það sé gott að eldast í Árborg okkar allra. Höfundur er félagsráðgjafi og í 6. sæti á lista D- listans í Árborg.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar