Oddvitaáskorunin: Féll fyrir Scrapbooking myndaalbúmagerð sem varð að kortagerð Samúel Karl Ólason skrifar 4. maí 2022 15:01 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir leiðir lista Framsóknar í Hveragerði í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, ég á þrjá syni, er skrifstofustjóri Framsóknar og bæjarfulltrúi í Hveragerði. Ég er guðfræðingur með kennsluréttindi og hef lokið námi í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun. Ég er fædd og uppalin á Selfossi á uppvaxtarárunum var ég í barna- unglingakór Selfosskirkju og tók þátt í starfi Leikfélags Selfoss. Ég æfði sund frá táningsaldri enda alltaf verið mikið fyrir sundferðir. Ég gekk í Fjölbrautaskóla Suðurlands og útskrifaðist þaðan sem stúdent. Ég á margar góðar minningar úr þeim skóla, félagslífið var öflugt og tók ég bæði þátt í leikfélagi skólans og söngvarakeppninni. Í eitt ár var ég söngkona hljómsveitarinnar Á móti sól og náði því í skottið á sveitaballabransanum. Ég hef búið í Hveragerði frá árinu 2007 og hér líkar mér vel. Í Hveragerði eru öflugir skólar og fjölbreytt íþróttalíf og hér er því gott að ala upp börn. Falleg náttúra í og við Hveragerði er ein af þeim fjölmörgu ástæðum þess að ég valdi að búa hér. Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á samfélaginu og verið virk í félagsstarfi ýmissa félaga. Framundan er spennandi tími í kosningabaráttunni. Listi Framsóknar í Hveragerði er skipaður frábærum hópi sem tilbúinn er til að leggja sitt af mörgum fyrir samfélagið sitt. Við höfum kynnt málefnaskrá okkar og leggjum áherslu á málefni fjölskyldunnar, lýðheilsu, atvinnu og skipulagsmál. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það eru svo margir fallegir staðir á Íslandi og hver staður hefur sinn sjarma, ég ætla að segja Þórsmörk en þar er alveg hægt að gleyma sér í fegurðinni. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Ég læt hlutina yfirleitt ekki fara í taugarnar á mér en við getum t.d bætt aðstöðuna á útivistarsvæðum sveitarfélagsins. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Árið 2005 féll ég fyrir Scrapbooking myndaalbúmagerð sem í seinni tíð hefur þróast yfir í kortagerð. Ef ég á stund þá þykir mér mjög róandi og gott að fá útrás fyrir sköpun við það að búa til kort. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Hraðasekt Borgarneslögrelgunnar eftir fótboltamót á Akureyri. Hvað færðu þér á pizzu? Skinku, ananas, sveppi og piparost eða Hráskinku, og rucola. Hvaða lag peppar þig mest? Fatboy Slim – Rockafeller Skank. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Ekki hugmynd. Göngutúr eða skokk? Það eru ótal fallegar göngu- og hlaupaleiðir í og um Hveragerði. Það fer bara algjörlega eftir stuði og stemningu hvort ég fari í göngu eða út að skokka. Uppáhalds brandari? Bara allir brandararnir hans Ara Eldjárn. Hvað er þitt draumafríi? Mig dreymir um frí á Ítalíu og Grikklandi, menning, sól, gómsætur matur í góðum félagsskap. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Þau voru bæði krefjandi en lærdómsrík. Uppáhalds tónlistarmaður? Ég er algjör alæta á tónlist og á því mjög erfitt með að gera upp á milli. Allt frá sálmum yfir í rokk og því tónlistafólkið eftir því. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Þetta er ekki beint skrýtið en það var sérstök tilfinning að standa á sviði á þjóðhátíð og syngja fyrir 5000 manns. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Kate Winslet. Hefur þú verið í verbúð? Nei ekki reynslu af því. Áhrifamesta kvikmyndin? The Shawshank Redemption. Áttu eftir að sakna Nágranna? Það eru þó nokkuð mörg ár síðan ég hætti að horfa á Nágranna svo nei ég mun ekki sakna þeirra. Það kemur alltaf „maður í manns stað”. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Mín nánasta fjölskylda býr í Árborg svo kannski færi ég þangað eða prufa að búa í borginni. Annars líður mér mjög vel í Hveragerði. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) SexyBack með Justin Timberlake. Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun. Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hveragerði Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin: „Löggimann fann mig og kom mér til mömmu og ömmu“ Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 3. maí 2022 21:01 Oddvitaáskorunin: Dauðir þjöppuðu sér saman til að halda á sér hita Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 3. maí 2022 15:00 Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir leiðir lista Framsóknar í Hveragerði í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, ég á þrjá syni, er skrifstofustjóri Framsóknar og bæjarfulltrúi í Hveragerði. Ég er guðfræðingur með kennsluréttindi og hef lokið námi í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun. Ég er fædd og uppalin á Selfossi á uppvaxtarárunum var ég í barna- unglingakór Selfosskirkju og tók þátt í starfi Leikfélags Selfoss. Ég æfði sund frá táningsaldri enda alltaf verið mikið fyrir sundferðir. Ég gekk í Fjölbrautaskóla Suðurlands og útskrifaðist þaðan sem stúdent. Ég á margar góðar minningar úr þeim skóla, félagslífið var öflugt og tók ég bæði þátt í leikfélagi skólans og söngvarakeppninni. Í eitt ár var ég söngkona hljómsveitarinnar Á móti sól og náði því í skottið á sveitaballabransanum. Ég hef búið í Hveragerði frá árinu 2007 og hér líkar mér vel. Í Hveragerði eru öflugir skólar og fjölbreytt íþróttalíf og hér er því gott að ala upp börn. Falleg náttúra í og við Hveragerði er ein af þeim fjölmörgu ástæðum þess að ég valdi að búa hér. Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á samfélaginu og verið virk í félagsstarfi ýmissa félaga. Framundan er spennandi tími í kosningabaráttunni. Listi Framsóknar í Hveragerði er skipaður frábærum hópi sem tilbúinn er til að leggja sitt af mörgum fyrir samfélagið sitt. Við höfum kynnt málefnaskrá okkar og leggjum áherslu á málefni fjölskyldunnar, lýðheilsu, atvinnu og skipulagsmál. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það eru svo margir fallegir staðir á Íslandi og hver staður hefur sinn sjarma, ég ætla að segja Þórsmörk en þar er alveg hægt að gleyma sér í fegurðinni. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Ég læt hlutina yfirleitt ekki fara í taugarnar á mér en við getum t.d bætt aðstöðuna á útivistarsvæðum sveitarfélagsins. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Árið 2005 féll ég fyrir Scrapbooking myndaalbúmagerð sem í seinni tíð hefur þróast yfir í kortagerð. Ef ég á stund þá þykir mér mjög róandi og gott að fá útrás fyrir sköpun við það að búa til kort. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Hraðasekt Borgarneslögrelgunnar eftir fótboltamót á Akureyri. Hvað færðu þér á pizzu? Skinku, ananas, sveppi og piparost eða Hráskinku, og rucola. Hvaða lag peppar þig mest? Fatboy Slim – Rockafeller Skank. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Ekki hugmynd. Göngutúr eða skokk? Það eru ótal fallegar göngu- og hlaupaleiðir í og um Hveragerði. Það fer bara algjörlega eftir stuði og stemningu hvort ég fari í göngu eða út að skokka. Uppáhalds brandari? Bara allir brandararnir hans Ara Eldjárn. Hvað er þitt draumafríi? Mig dreymir um frí á Ítalíu og Grikklandi, menning, sól, gómsætur matur í góðum félagsskap. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Þau voru bæði krefjandi en lærdómsrík. Uppáhalds tónlistarmaður? Ég er algjör alæta á tónlist og á því mjög erfitt með að gera upp á milli. Allt frá sálmum yfir í rokk og því tónlistafólkið eftir því. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Þetta er ekki beint skrýtið en það var sérstök tilfinning að standa á sviði á þjóðhátíð og syngja fyrir 5000 manns. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Kate Winslet. Hefur þú verið í verbúð? Nei ekki reynslu af því. Áhrifamesta kvikmyndin? The Shawshank Redemption. Áttu eftir að sakna Nágranna? Það eru þó nokkuð mörg ár síðan ég hætti að horfa á Nágranna svo nei ég mun ekki sakna þeirra. Það kemur alltaf „maður í manns stað”. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Mín nánasta fjölskylda býr í Árborg svo kannski færi ég þangað eða prufa að búa í borginni. Annars líður mér mjög vel í Hveragerði. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) SexyBack með Justin Timberlake. Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hveragerði Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin: „Löggimann fann mig og kom mér til mömmu og ömmu“ Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 3. maí 2022 21:01 Oddvitaáskorunin: Dauðir þjöppuðu sér saman til að halda á sér hita Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 3. maí 2022 15:00 Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
Oddvitaáskorunin: „Löggimann fann mig og kom mér til mömmu og ömmu“ Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 3. maí 2022 21:01
Oddvitaáskorunin: Dauðir þjöppuðu sér saman til að halda á sér hita Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 3. maí 2022 15:00
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“