Rekinn og um leið öruggur um laun næstu tvö ár Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2022 16:32 Walter Mazzarri skildi við Cagliari í mikilli fallhættu. Getty/Emanuele Perrone Walter Mazzarri hefur verið rekinn úr starfi þjálfara ítalska knattspyrnufélagsins Cagliari. Þessi sextugi þjálfari, sem á sínum tíma var orðaður við Liverpool, var með óvenjulega klásúlu í samningi sínum. Samkvæmt Sportitalia framlengdist samningur Mazzarri við Cagliari sjálfkrafa til ársins 2024 við það að félagið skyldi reka hann þrátt fyrir að liðið væri ekki í fallsæti. Cagliari er tveimur stigum frá fallsæti og samkvæmt klásúlunni dugar það því til að tryggja Mazzarri laun næstu tvö árin þrátt fyrir að hann hafi nú verið rekinn. CAGLIARI, ESONERO E RINNOVO PER MAZZARRI Il #Cagliari esonera #Mazzarri ma nel paradosso del mercato gli prolunga il contratto fino al 2024. Con l'esonero e la squadra non nelle ultime tre posizioni si attiva il rinnovo. Per la panchina, l'unica soluzione è #Agostini— Sportitalia (@tvdellosport) May 2, 2022 Alessandro Agostini mun stýra Cagliari í síðustu þremur umferðunum í ítölsku A-deildinni Mazzarri tók við Cagliari í september í fyrra en hann hefur fallið í áliti á undanförnum árum eftir að hafa getið sér gott orð sem þjálfari Napoli sem hann gerði til að mynda að bikarmeistara árið 2012. Hann stýrði Inter 2013-2014 og Mazzarri var svo orðaður við Liverpool árið 2015, og af veðbönkum talinn þriðji líklegastur til að fá starfið, á eftir Carlo Ancelotti og Jürgen Klopp sem var svo ráðinn. Þrátt fyrir að tala ekki ensku komst Mazzarri hins vegar að í ensku úrvalsdeildinni þegar hann var ráðinn knattspyrnustjóri Watford sumarið 2016. Hann var þó látinn fara eftir eina leiktíð, eftir að Watford endaði í 17. sæti. Mazzarri stýrði svo Torino frá janúar 2018 og fram í febrúar 2020 en var rekinn í kjölfar 7-0 taps gegn Atalanta og 4-0 taps gegn Lecce, og tíminn hjá Cagliari varð eins og fyrr segir ekki langur. Ítalski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Samkvæmt Sportitalia framlengdist samningur Mazzarri við Cagliari sjálfkrafa til ársins 2024 við það að félagið skyldi reka hann þrátt fyrir að liðið væri ekki í fallsæti. Cagliari er tveimur stigum frá fallsæti og samkvæmt klásúlunni dugar það því til að tryggja Mazzarri laun næstu tvö árin þrátt fyrir að hann hafi nú verið rekinn. CAGLIARI, ESONERO E RINNOVO PER MAZZARRI Il #Cagliari esonera #Mazzarri ma nel paradosso del mercato gli prolunga il contratto fino al 2024. Con l'esonero e la squadra non nelle ultime tre posizioni si attiva il rinnovo. Per la panchina, l'unica soluzione è #Agostini— Sportitalia (@tvdellosport) May 2, 2022 Alessandro Agostini mun stýra Cagliari í síðustu þremur umferðunum í ítölsku A-deildinni Mazzarri tók við Cagliari í september í fyrra en hann hefur fallið í áliti á undanförnum árum eftir að hafa getið sér gott orð sem þjálfari Napoli sem hann gerði til að mynda að bikarmeistara árið 2012. Hann stýrði Inter 2013-2014 og Mazzarri var svo orðaður við Liverpool árið 2015, og af veðbönkum talinn þriðji líklegastur til að fá starfið, á eftir Carlo Ancelotti og Jürgen Klopp sem var svo ráðinn. Þrátt fyrir að tala ekki ensku komst Mazzarri hins vegar að í ensku úrvalsdeildinni þegar hann var ráðinn knattspyrnustjóri Watford sumarið 2016. Hann var þó látinn fara eftir eina leiktíð, eftir að Watford endaði í 17. sæti. Mazzarri stýrði svo Torino frá janúar 2018 og fram í febrúar 2020 en var rekinn í kjölfar 7-0 taps gegn Atalanta og 4-0 taps gegn Lecce, og tíminn hjá Cagliari varð eins og fyrr segir ekki langur.
Ítalski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira