Rekinn og um leið öruggur um laun næstu tvö ár Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2022 16:32 Walter Mazzarri skildi við Cagliari í mikilli fallhættu. Getty/Emanuele Perrone Walter Mazzarri hefur verið rekinn úr starfi þjálfara ítalska knattspyrnufélagsins Cagliari. Þessi sextugi þjálfari, sem á sínum tíma var orðaður við Liverpool, var með óvenjulega klásúlu í samningi sínum. Samkvæmt Sportitalia framlengdist samningur Mazzarri við Cagliari sjálfkrafa til ársins 2024 við það að félagið skyldi reka hann þrátt fyrir að liðið væri ekki í fallsæti. Cagliari er tveimur stigum frá fallsæti og samkvæmt klásúlunni dugar það því til að tryggja Mazzarri laun næstu tvö árin þrátt fyrir að hann hafi nú verið rekinn. CAGLIARI, ESONERO E RINNOVO PER MAZZARRI Il #Cagliari esonera #Mazzarri ma nel paradosso del mercato gli prolunga il contratto fino al 2024. Con l'esonero e la squadra non nelle ultime tre posizioni si attiva il rinnovo. Per la panchina, l'unica soluzione è #Agostini— Sportitalia (@tvdellosport) May 2, 2022 Alessandro Agostini mun stýra Cagliari í síðustu þremur umferðunum í ítölsku A-deildinni Mazzarri tók við Cagliari í september í fyrra en hann hefur fallið í áliti á undanförnum árum eftir að hafa getið sér gott orð sem þjálfari Napoli sem hann gerði til að mynda að bikarmeistara árið 2012. Hann stýrði Inter 2013-2014 og Mazzarri var svo orðaður við Liverpool árið 2015, og af veðbönkum talinn þriðji líklegastur til að fá starfið, á eftir Carlo Ancelotti og Jürgen Klopp sem var svo ráðinn. Þrátt fyrir að tala ekki ensku komst Mazzarri hins vegar að í ensku úrvalsdeildinni þegar hann var ráðinn knattspyrnustjóri Watford sumarið 2016. Hann var þó látinn fara eftir eina leiktíð, eftir að Watford endaði í 17. sæti. Mazzarri stýrði svo Torino frá janúar 2018 og fram í febrúar 2020 en var rekinn í kjölfar 7-0 taps gegn Atalanta og 4-0 taps gegn Lecce, og tíminn hjá Cagliari varð eins og fyrr segir ekki langur. Ítalski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Samkvæmt Sportitalia framlengdist samningur Mazzarri við Cagliari sjálfkrafa til ársins 2024 við það að félagið skyldi reka hann þrátt fyrir að liðið væri ekki í fallsæti. Cagliari er tveimur stigum frá fallsæti og samkvæmt klásúlunni dugar það því til að tryggja Mazzarri laun næstu tvö árin þrátt fyrir að hann hafi nú verið rekinn. CAGLIARI, ESONERO E RINNOVO PER MAZZARRI Il #Cagliari esonera #Mazzarri ma nel paradosso del mercato gli prolunga il contratto fino al 2024. Con l'esonero e la squadra non nelle ultime tre posizioni si attiva il rinnovo. Per la panchina, l'unica soluzione è #Agostini— Sportitalia (@tvdellosport) May 2, 2022 Alessandro Agostini mun stýra Cagliari í síðustu þremur umferðunum í ítölsku A-deildinni Mazzarri tók við Cagliari í september í fyrra en hann hefur fallið í áliti á undanförnum árum eftir að hafa getið sér gott orð sem þjálfari Napoli sem hann gerði til að mynda að bikarmeistara árið 2012. Hann stýrði Inter 2013-2014 og Mazzarri var svo orðaður við Liverpool árið 2015, og af veðbönkum talinn þriðji líklegastur til að fá starfið, á eftir Carlo Ancelotti og Jürgen Klopp sem var svo ráðinn. Þrátt fyrir að tala ekki ensku komst Mazzarri hins vegar að í ensku úrvalsdeildinni þegar hann var ráðinn knattspyrnustjóri Watford sumarið 2016. Hann var þó látinn fara eftir eina leiktíð, eftir að Watford endaði í 17. sæti. Mazzarri stýrði svo Torino frá janúar 2018 og fram í febrúar 2020 en var rekinn í kjölfar 7-0 taps gegn Atalanta og 4-0 taps gegn Lecce, og tíminn hjá Cagliari varð eins og fyrr segir ekki langur.
Ítalski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira