Vaktin: Útlit fyrir að þungunarrof verði bannað víða í Bandaríkjunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. maí 2022 08:06 Mótmælendur streymdu að Hæstarétti í gærkvöldi og nótt til að mótmæla meirihlutaálitinu. AP/Alex Brandon Fjölmiðlar vestanhafs greina nú frá því að hæstiréttur landsins hyggist ógilda niðurstöðuna í málinu Roe gegn Wade, sem tryggði konum réttinn til þungunarrofs. Fréttirnar byggja á áliti meirihlutans, sem virðist hafa verið lekið, en þar kemur fram að dómstóllinn vilji færa ákvörðunarvaldið um þungunarrof aftur til löggjafans. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar mun fylgjast með þróun mála fram eftir degi. Helstu tíðindi: Miðillinn Politico greindi frá því í gær að hann hefði undir höndum meirihlutaálit hæstaréttar í málinu Dobbs gegn Jackson Women's Health Organization, þar sem umfjöllunarefnið er löggjöf í Mississippi sem bannar þungunarrof eftir 15. viku meðgöngu. Í álitinu segir að það sé tímabært að snúa niðurstöðunni í málinu Roe gegn Wade. Svo virðist sem meirihlutaálitinu hafi verið leikið, sem er fordæmalaust í sögu dómstólsins. Fréttirnar hafa vakið bæði reiði og fögnuð vestanhafs, þar sem þungunarrof eru meðal þeirra mála sem hafa klofið bandarísku þjóðina í áratugi. Meirihlut Bandaríkjamanna er þó fylgjandi því að konur eigi að hafa rétt til að ráða yfir eigin líkama og velja að gangast undir þungunarrof. Ríkisstjórar í sextán ríkjum hafa heitið því að tryggja áfram aðgengi kvenna að þungunarrofi en ráðamenn úr röðum repúblikana lofa því að leggja blátt bann við þungunarrofi. Ef meirihlutaálitið stendur er ljóst að þungunarrof verða bönnuð víða í Bandaríkjunum. Boðað hefur verið til mótmæla um allt land.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar mun fylgjast með þróun mála fram eftir degi. Helstu tíðindi: Miðillinn Politico greindi frá því í gær að hann hefði undir höndum meirihlutaálit hæstaréttar í málinu Dobbs gegn Jackson Women's Health Organization, þar sem umfjöllunarefnið er löggjöf í Mississippi sem bannar þungunarrof eftir 15. viku meðgöngu. Í álitinu segir að það sé tímabært að snúa niðurstöðunni í málinu Roe gegn Wade. Svo virðist sem meirihlutaálitinu hafi verið leikið, sem er fordæmalaust í sögu dómstólsins. Fréttirnar hafa vakið bæði reiði og fögnuð vestanhafs, þar sem þungunarrof eru meðal þeirra mála sem hafa klofið bandarísku þjóðina í áratugi. Meirihlut Bandaríkjamanna er þó fylgjandi því að konur eigi að hafa rétt til að ráða yfir eigin líkama og velja að gangast undir þungunarrof. Ríkisstjórar í sextán ríkjum hafa heitið því að tryggja áfram aðgengi kvenna að þungunarrofi en ráðamenn úr röðum repúblikana lofa því að leggja blátt bann við þungunarrofi. Ef meirihlutaálitið stendur er ljóst að þungunarrof verða bönnuð víða í Bandaríkjunum. Boðað hefur verið til mótmæla um allt land.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mannréttindi Þungunarrof Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira