Sagði upp á bráðamóttökunni: „Ég vil ekki vera ábyrg fyrir mannslífum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. maí 2022 20:26 Hrönn segist ekki með góðri samvisku geta starfað áfram á bráðamóttöku. Vísir Hrönn Guðbjartsdóttir bráðahjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni á Landspítala hefur sagt upp störfum vegna álags. Hrönn segir að staðan á deildinni sé svo slæm að hún sjái sér ekki fært að tryggja öryggi þeirra sjúklinga sem hún sé í hvert sinn ábyrg fyrir. Hrönn birti á laugardag uppsagnarbréf sitt á Facebook, sem vakið hefur talsverða athygli. Hún sagðist gera það í von um að vekja athygli á ástandinu og að ráðamenn bregðist við versnandi stöðu. Hrönn segist í samtali við fréttastofu ekki eini hjúkrunarfræðingurinn sem sagt hefur upp störfum á bráðamóttökunni undanfarnar vikur. Þær hafi verið tvær sem sögðu upp 30. apríl og nokkrir hafi sagt upp 1. mars, þó hún viti ekki ástæðuna að baki uppsögnum hinna hjúkrunarfræðinganna. Hjúkrunarfræðinga vanti þó í mörg stöðugildi á bráðamóttökunni núna. „Á [bráðamóttökunni] eru hjúkrunarfræðingar ábyrgir fyrir inniliggjandi sjúklingum sem allir þurfa á hjúkrun að halda samtímis sem það koma nýir sjúklingar sem þurfa á bráðri hjúkrun og læknisskoðun að halda,“ skrifar Hrönn í Facebook-færslunni. Vegna fjölda inniliggjandi sjúklinga og stöðugs flæðis nýrra sjúklinga þurfi að forgangsraða verkefnum og það komi niður á öryggi sjúklinganna. „Eftir að hafa unnið í mörg ár á bráðamóttöku er ég vön því að forgangsraða en ástandið á BMT er, eins og staðan er núna, að mínu mati óásættanlegt og ég tel að sú forgangsröðun sem þar þarf að gera stefni sjúklingunum í hættu.“ Hún segist meðvituð um að þessar fréttir séu ekkert nýtt fyrir mögrum og Íslendingar hafi lengi barist fyrir bættu ástandi. „Ég sé mér þó ekki annað fært en að hætta störfum á BMT þar sem ég vil ekki vera ábyrg fyrir mannslífum þegar ég hef ekki möguleika á að gera það sem þarf fyrir mína sjúklinga. Að gera mitt besta í ómögulegum aðstæðum nægir ekki,“ skrifar Hrönn. „Ég vil geta nýtt kunnáttu mína og hæfni sem ég hef eftir áralangt starf á bráðamóttöku og framhaldsnám í bráðahjúkrun en sé ekki hvernig ég á að geta það eins og staðan er.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lausnir fyrir bráðamóttökuna Það vantar hjúkrunarfræðinga í tuttugu stöðugildi á stærstu bráðamóttöku landsins. Við erum að horfa upp á það að bráðamóttakan getur ekki sinnt því hlutverki sem hún á að sinna í þjóðfélaginu vegna álags á hjúkrunarfræðinga. 12. apríl 2022 14:30 Sjúklingar þurft að bíða á börum inni í sjúkrabílum Mjög alvarleg staða er á bráðamóttöku Landspítalans, sem að stórum hluta má rekja til hinnar gríðarlegu útbreiðslu Covid á landinu nú, að sögn yfirlæknis. Sjúklingar hafa neyðst til að bíða í sjúkrabílum eftir þjónustu og þá er mörgum sinnt á göngum spítalans, sem yfirlæknir segir algjörlega óásættanlegt. 11. mars 2022 13:49 Segir óviðunandi aðstæður á geðdeild Landspítala Aðstæður á bráðageðdeild eru algjörlega óviðunandi og nauðsynlegt er að byggja upp nýtt geðsjúkrahús, að mati forstöðumanns geðþjónustu Landspítala. Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku geðsviðs undanfarnar vikur. 7. apríl 2022 23:19 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Sjá meira
Hrönn birti á laugardag uppsagnarbréf sitt á Facebook, sem vakið hefur talsverða athygli. Hún sagðist gera það í von um að vekja athygli á ástandinu og að ráðamenn bregðist við versnandi stöðu. Hrönn segist í samtali við fréttastofu ekki eini hjúkrunarfræðingurinn sem sagt hefur upp störfum á bráðamóttökunni undanfarnar vikur. Þær hafi verið tvær sem sögðu upp 30. apríl og nokkrir hafi sagt upp 1. mars, þó hún viti ekki ástæðuna að baki uppsögnum hinna hjúkrunarfræðinganna. Hjúkrunarfræðinga vanti þó í mörg stöðugildi á bráðamóttökunni núna. „Á [bráðamóttökunni] eru hjúkrunarfræðingar ábyrgir fyrir inniliggjandi sjúklingum sem allir þurfa á hjúkrun að halda samtímis sem það koma nýir sjúklingar sem þurfa á bráðri hjúkrun og læknisskoðun að halda,“ skrifar Hrönn í Facebook-færslunni. Vegna fjölda inniliggjandi sjúklinga og stöðugs flæðis nýrra sjúklinga þurfi að forgangsraða verkefnum og það komi niður á öryggi sjúklinganna. „Eftir að hafa unnið í mörg ár á bráðamóttöku er ég vön því að forgangsraða en ástandið á BMT er, eins og staðan er núna, að mínu mati óásættanlegt og ég tel að sú forgangsröðun sem þar þarf að gera stefni sjúklingunum í hættu.“ Hún segist meðvituð um að þessar fréttir séu ekkert nýtt fyrir mögrum og Íslendingar hafi lengi barist fyrir bættu ástandi. „Ég sé mér þó ekki annað fært en að hætta störfum á BMT þar sem ég vil ekki vera ábyrg fyrir mannslífum þegar ég hef ekki möguleika á að gera það sem þarf fyrir mína sjúklinga. Að gera mitt besta í ómögulegum aðstæðum nægir ekki,“ skrifar Hrönn. „Ég vil geta nýtt kunnáttu mína og hæfni sem ég hef eftir áralangt starf á bráðamóttöku og framhaldsnám í bráðahjúkrun en sé ekki hvernig ég á að geta það eins og staðan er.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lausnir fyrir bráðamóttökuna Það vantar hjúkrunarfræðinga í tuttugu stöðugildi á stærstu bráðamóttöku landsins. Við erum að horfa upp á það að bráðamóttakan getur ekki sinnt því hlutverki sem hún á að sinna í þjóðfélaginu vegna álags á hjúkrunarfræðinga. 12. apríl 2022 14:30 Sjúklingar þurft að bíða á börum inni í sjúkrabílum Mjög alvarleg staða er á bráðamóttöku Landspítalans, sem að stórum hluta má rekja til hinnar gríðarlegu útbreiðslu Covid á landinu nú, að sögn yfirlæknis. Sjúklingar hafa neyðst til að bíða í sjúkrabílum eftir þjónustu og þá er mörgum sinnt á göngum spítalans, sem yfirlæknir segir algjörlega óásættanlegt. 11. mars 2022 13:49 Segir óviðunandi aðstæður á geðdeild Landspítala Aðstæður á bráðageðdeild eru algjörlega óviðunandi og nauðsynlegt er að byggja upp nýtt geðsjúkrahús, að mati forstöðumanns geðþjónustu Landspítala. Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku geðsviðs undanfarnar vikur. 7. apríl 2022 23:19 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Sjá meira
Lausnir fyrir bráðamóttökuna Það vantar hjúkrunarfræðinga í tuttugu stöðugildi á stærstu bráðamóttöku landsins. Við erum að horfa upp á það að bráðamóttakan getur ekki sinnt því hlutverki sem hún á að sinna í þjóðfélaginu vegna álags á hjúkrunarfræðinga. 12. apríl 2022 14:30
Sjúklingar þurft að bíða á börum inni í sjúkrabílum Mjög alvarleg staða er á bráðamóttöku Landspítalans, sem að stórum hluta má rekja til hinnar gríðarlegu útbreiðslu Covid á landinu nú, að sögn yfirlæknis. Sjúklingar hafa neyðst til að bíða í sjúkrabílum eftir þjónustu og þá er mörgum sinnt á göngum spítalans, sem yfirlæknir segir algjörlega óásættanlegt. 11. mars 2022 13:49
Segir óviðunandi aðstæður á geðdeild Landspítala Aðstæður á bráðageðdeild eru algjörlega óviðunandi og nauðsynlegt er að byggja upp nýtt geðsjúkrahús, að mati forstöðumanns geðþjónustu Landspítala. Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku geðsviðs undanfarnar vikur. 7. apríl 2022 23:19