Oddvitaáskorunin: Dauðir þjöppuðu sér saman til að halda á sér hita Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2022 15:00 Lóa með góðan feng. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir leiðir lista Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þórdís Lóa, sem ætíð er kölluð Lóa, er af þingeysku og sunnlensku bergi brotin. Hún er alin upp í Breiðholti, býr í Árbæ og sinnir skógrækt í Suður-Þingeyjarsýslu á sumrin. Hún hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, af hagsmunabaráttu og stjórnun stærri og minni fyrirtækja ásamt því að hafa í áratug stýrt velferðarþjónustu í Reykjavík. Lóa hefur undanfarin 4 ár verið oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Þar hefur hún lagt sig fram við að sætta ólík sjónarmið til að komast að farsælum lausnum, því framtíðin leynist í samvinnu margra flokka. Lóa hefur verið ötull talsmaður þess að sem flestir hafi áhrif á samfélagið. Hún brennur fyrir borg sem rúmar fjölbreytta flóru einstaklinga, opnu og frjálsu samfélagi sem tekur stór skref í átt að raunverulegum aðgerðum í loftslagsmálum, húsnæðismálum og skipulagsmálum. Öll hennar hugsjón miðar að endingu að lifandi og skemmtilegri borg. Þessi mál nálgast hún með jafnrétti og mannréttindi að leiðarljósi, fyrir henni er það aldrei kvöð og kostnaður fyrir samfélagið, heldur tækifæri og alvöru fjárfesting. Klippa: Oddvitaáskorun: Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þingeyjarsýslan og Mývatnssveit er alltaf uppáhalds hjá mér en hér sunnan lands er það Mælifellssandur og svæðið norðan við Mýrdalsjökul sem er ægifagurt og stórbrotið. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Já, ég myndi gjarna vilja einhenda mér í að láta skipuleggja Skeifuna og Múlana svo það sé hægt að vera þar gangandi og hjólandi. Ég sæki þangað mikið á hjóli að versla og er alltaf í lífshættu. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Skógrækt og að leggja silunganet undir ís á veturnar fyrir norðan þar sem fjölskyldan á landskika. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Ég fór sem skiptinemi til Ekvador. Þar stoppaði lögreglan mig, þar sem ég keyrði á hraðbraut og spurði mig hvort ég væri ekki örugglega með bílpróf, ég sagði jú og sýndi þeim ökuskírteini. Þeir litu hissa á skírteinið sem sýnir leyfi til að keyra bíla, rútur og vörubíla - litu á mig forviða og spurðu hvort ég mætti keyra allar þessar tegundir og ég sagði já. Þá glottu þeir og sögðu en af hverju ertu þá með ljósin á bílnum um hábjartann dag - það er bannað hér í Ekvador. Hvað færðu þér á pizzu? Alltaf Pizza Hut, láttu sjá þig. En á Pizzuna fæ ég mér pepperoni, rjómaost, döðlur og lauk. Hvaða lag peppar þig mest? Þessa dagana er það Oh My God með Adele Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? 10 þröngar í einum rikk en 30 breiðar. Allar handbolta skvísur geta gert endalausar armbeygjur, þurfum bara smá hvíld á milli. Göngutúr eða skokk? Göngutúr, hnéaðgerðir hafa séð til þess. Lóa á Pride. Uppáhalds brandari? Ég er skáti og var nokkrum sinnum á slysaæfingum með björgunarsveitinni þegar ég var unglingur. Ég var léleg í að leika slasað fólk því ég flissaði stanslaust og skemmti mér svo mikið og það truflaði æfingarnar. Þess vegna finnst mér þessi brandari alltaf svo fyndinn. Á stórslysaæfingu í hráslagalegu veðri í Keflavík heyrðist eftirfarandi skipun fara út í loftið frá stjórnendum: „Allir sem eru dauðir eru beðnir að þjappa sér saman til að halda á sér hita!“ Hvað er þitt draumafríi? Þessa dagana læt ég mig dreyma um frí á Thailandi á mínum uppáhalds stað þar sem ég slaka á, fer í jóga og að kafa. EN í sumar ætla ég að fara í fjallahjólaferð í Leirhnjúk og Kröflu. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Mér fannst 2020 verra ár, það var allt svo óvíst og erfitt. Uppáhalds tónlistarmaður? Hera Björk systir. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Þegar ég var í upptökum í Vestmannaeyjum á þáttaseríunni Frægir í Form þá vorum við þátttakendur látin klifra upp Bjarnarey í þverhníptum klettum en lentum svo í að smala kindum á leiðinni yfir eyjuna með bændum. Þá þurfti að draga féið niður klettabelti að bátunum. Þarna hékk ég í klettum á tánöglunum, með aðra höndina á kaðlinum og hina hendina til að taka í hnakkadrambið á rollunum. Svona var gert mannlegt færiband sem dró rollurnar rólega niður klettana. Ég veit ekki hver var skelkaðri ég eða rollurnar. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Helga Braga ekki spurning, leikkonan yrði að geta hlegið mikið og tekið bakföll og verið dramatísk og Helga myndi standa sig vel í því. Hefur þú verið í verbúð? Nei, en ég hef verið á vertíð á grásleppuveiðum í Öxarfirði. Áhrifamesta kvikmyndin? Jurassic Park, vegna þess að lífið finnur alltaf sína leið („life always finds its way). Áttu eftir að sakna Nágranna? Alls ekki. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Þingeyjarsveit í sveitasæluna mína. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Sigurvegari Eurovision 2007, Marija Šerifović með lagið Molitva. Þetta er geðveikt lag og flutningurinn stórkostlegur. Ég var þarna í salnum og fékk gæsahúð um allan líkama frá þeirri stundu þegar hún gekk fram, ofursvöl. Svo eru nokkur önnur Eurovision lög sem koma til greina. En þetta er lang best. Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun. Oddvitaáskorunin Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir leiðir lista Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þórdís Lóa, sem ætíð er kölluð Lóa, er af þingeysku og sunnlensku bergi brotin. Hún er alin upp í Breiðholti, býr í Árbæ og sinnir skógrækt í Suður-Þingeyjarsýslu á sumrin. Hún hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, af hagsmunabaráttu og stjórnun stærri og minni fyrirtækja ásamt því að hafa í áratug stýrt velferðarþjónustu í Reykjavík. Lóa hefur undanfarin 4 ár verið oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Þar hefur hún lagt sig fram við að sætta ólík sjónarmið til að komast að farsælum lausnum, því framtíðin leynist í samvinnu margra flokka. Lóa hefur verið ötull talsmaður þess að sem flestir hafi áhrif á samfélagið. Hún brennur fyrir borg sem rúmar fjölbreytta flóru einstaklinga, opnu og frjálsu samfélagi sem tekur stór skref í átt að raunverulegum aðgerðum í loftslagsmálum, húsnæðismálum og skipulagsmálum. Öll hennar hugsjón miðar að endingu að lifandi og skemmtilegri borg. Þessi mál nálgast hún með jafnrétti og mannréttindi að leiðarljósi, fyrir henni er það aldrei kvöð og kostnaður fyrir samfélagið, heldur tækifæri og alvöru fjárfesting. Klippa: Oddvitaáskorun: Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þingeyjarsýslan og Mývatnssveit er alltaf uppáhalds hjá mér en hér sunnan lands er það Mælifellssandur og svæðið norðan við Mýrdalsjökul sem er ægifagurt og stórbrotið. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Já, ég myndi gjarna vilja einhenda mér í að láta skipuleggja Skeifuna og Múlana svo það sé hægt að vera þar gangandi og hjólandi. Ég sæki þangað mikið á hjóli að versla og er alltaf í lífshættu. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Skógrækt og að leggja silunganet undir ís á veturnar fyrir norðan þar sem fjölskyldan á landskika. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Ég fór sem skiptinemi til Ekvador. Þar stoppaði lögreglan mig, þar sem ég keyrði á hraðbraut og spurði mig hvort ég væri ekki örugglega með bílpróf, ég sagði jú og sýndi þeim ökuskírteini. Þeir litu hissa á skírteinið sem sýnir leyfi til að keyra bíla, rútur og vörubíla - litu á mig forviða og spurðu hvort ég mætti keyra allar þessar tegundir og ég sagði já. Þá glottu þeir og sögðu en af hverju ertu þá með ljósin á bílnum um hábjartann dag - það er bannað hér í Ekvador. Hvað færðu þér á pizzu? Alltaf Pizza Hut, láttu sjá þig. En á Pizzuna fæ ég mér pepperoni, rjómaost, döðlur og lauk. Hvaða lag peppar þig mest? Þessa dagana er það Oh My God með Adele Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? 10 þröngar í einum rikk en 30 breiðar. Allar handbolta skvísur geta gert endalausar armbeygjur, þurfum bara smá hvíld á milli. Göngutúr eða skokk? Göngutúr, hnéaðgerðir hafa séð til þess. Lóa á Pride. Uppáhalds brandari? Ég er skáti og var nokkrum sinnum á slysaæfingum með björgunarsveitinni þegar ég var unglingur. Ég var léleg í að leika slasað fólk því ég flissaði stanslaust og skemmti mér svo mikið og það truflaði æfingarnar. Þess vegna finnst mér þessi brandari alltaf svo fyndinn. Á stórslysaæfingu í hráslagalegu veðri í Keflavík heyrðist eftirfarandi skipun fara út í loftið frá stjórnendum: „Allir sem eru dauðir eru beðnir að þjappa sér saman til að halda á sér hita!“ Hvað er þitt draumafríi? Þessa dagana læt ég mig dreyma um frí á Thailandi á mínum uppáhalds stað þar sem ég slaka á, fer í jóga og að kafa. EN í sumar ætla ég að fara í fjallahjólaferð í Leirhnjúk og Kröflu. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Mér fannst 2020 verra ár, það var allt svo óvíst og erfitt. Uppáhalds tónlistarmaður? Hera Björk systir. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Þegar ég var í upptökum í Vestmannaeyjum á þáttaseríunni Frægir í Form þá vorum við þátttakendur látin klifra upp Bjarnarey í þverhníptum klettum en lentum svo í að smala kindum á leiðinni yfir eyjuna með bændum. Þá þurfti að draga féið niður klettabelti að bátunum. Þarna hékk ég í klettum á tánöglunum, með aðra höndina á kaðlinum og hina hendina til að taka í hnakkadrambið á rollunum. Svona var gert mannlegt færiband sem dró rollurnar rólega niður klettana. Ég veit ekki hver var skelkaðri ég eða rollurnar. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Helga Braga ekki spurning, leikkonan yrði að geta hlegið mikið og tekið bakföll og verið dramatísk og Helga myndi standa sig vel í því. Hefur þú verið í verbúð? Nei, en ég hef verið á vertíð á grásleppuveiðum í Öxarfirði. Áhrifamesta kvikmyndin? Jurassic Park, vegna þess að lífið finnur alltaf sína leið („life always finds its way). Áttu eftir að sakna Nágranna? Alls ekki. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Þingeyjarsveit í sveitasæluna mína. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Sigurvegari Eurovision 2007, Marija Šerifović með lagið Molitva. Þetta er geðveikt lag og flutningurinn stórkostlegur. Ég var þarna í salnum og fékk gæsahúð um allan líkama frá þeirri stundu þegar hún gekk fram, ofursvöl. Svo eru nokkur önnur Eurovision lög sem koma til greina. En þetta er lang best. Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Oddvitaáskorunin Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira