Sjö mánaða fangelsi fyrir ítrekaðan akstur undir áhrifum vímuefna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. maí 2022 17:57 Maðurinn ók ítrekað undir áhrifum ýmissa vímuefna og rændi eitt sinn apótek til að verða sér úti um Oxycontin. Vísir/Vilhelm Karlmaður var á föstudag dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ítrekaðan akstur undir áhrifum vímuefna, fyrir vopnalagabrot, fyrir rán og fyrir að hafa stolið tveimur farsímum úr Smáralind í Kópavogi. Maðurinn var jafnframt sviptur ökurétti í þrjátíu mánuði. Dómur féll hjá Héraðsdómi Reykjaness á föstudag, 29. apríl, en maðurinn var ákærður í alls níu liðum. Hann játaði brotin fyrir dómi og var málið því tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í mars 2021 framið rán í lyfjaversluninni Farmasíu í Reykjavík þar sem hann og félagi hans gengu á bak við afgreiðsluborðið og veittust að starfsmanni með hótunum. Félaginn dró þar upp hamar og krafði starfsmanninn um að afhenda Oxycontin. Starfsmaðurinn afhenti eina slíka pakkningu, sem maðurinn tók með sér. Þá var hann ákærður fyrir umferðarlagabrot með því að hafa í júlí 2020 ekið bíl, sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni vegna áhrifa slævandi lyfja. Í blóði hans mældist alprazólam og amfetamín. Maðurinn var að aka austur Suðurlandsveg í Skaftárhreppi þar til aksturinn endaði með árekstri við bæinn Foss á Síðu. Maðurinn var þá ákærður fyrir umferðarlagabrot fyrir að hafa í janúar 2021 ekið bifreiðinni óhæfur til að stjórna henni undir áhrifum oxýkódon norður Sæbraut í Reykjavík þar til lögregla stöðvaði hann við Sæviðarsund. HAnn var einnig tekinn í febrúar 2021 fyrir akstur undir áhrifum alprazólams, oxýkódóns og zópíklón vestur Ásvallabraut og norður Ásbraut þar til lögreglan stöðvaði hann. Hann var sömuleiðis ákærður fyrir að hafa í apríl 2021 ekið bíl undir áhrifum alprazólams og oxýkódóns um bifreiðastæði í Hafnarfirði þar til lögregla stöðvaði hann. Auk þess hafi hann í janúar 2021 ekið undir áhrifum oxýkódóns og zolpidem um Ásbraut í Hafnarfirði en aksturinn endaði uppi á hringtorginu Hamratorgi þar sem maðurinn ók á umferðarskilti og hvolfdi bifreiðinni. Maðurinn flúði af vettvangi og sinnti þannig ekki skyldum sínum við umferðaróhapp. Hann var þá ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa haft í vörslum sínum hnúajárn sem fannst við leit lögreglu í bílnum sem hann hvolfdi á hringtorginu Hamratorgi. Maðurinn var í annarri ákæru ákærður fyrir að hafa í mars 2021 stollið Samsung Galaxy S21 Ultra farsíma úr verslun Símans í Smáralind og að hafa stolið samskonar síma úr sömu verslun tveimur vikum síðar. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi í júní 2020 verið dæmdur til sektargreiðslu og sviptur ökurétti í fjóra mánuði fyrir lyfjaakstur og fyrir að hafa ekki ökuskírteinni meðferðis. Þá kom fram við meðferð málsins að maðurinn hafi breytt lífi sínu til hins betra og ekki komið til sögu lögreglu síðan hann framdi brotin sem maðurinn er dæmdur fyrir núna. Dómsmál Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Sjá meira
Dómur féll hjá Héraðsdómi Reykjaness á föstudag, 29. apríl, en maðurinn var ákærður í alls níu liðum. Hann játaði brotin fyrir dómi og var málið því tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í mars 2021 framið rán í lyfjaversluninni Farmasíu í Reykjavík þar sem hann og félagi hans gengu á bak við afgreiðsluborðið og veittust að starfsmanni með hótunum. Félaginn dró þar upp hamar og krafði starfsmanninn um að afhenda Oxycontin. Starfsmaðurinn afhenti eina slíka pakkningu, sem maðurinn tók með sér. Þá var hann ákærður fyrir umferðarlagabrot með því að hafa í júlí 2020 ekið bíl, sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni vegna áhrifa slævandi lyfja. Í blóði hans mældist alprazólam og amfetamín. Maðurinn var að aka austur Suðurlandsveg í Skaftárhreppi þar til aksturinn endaði með árekstri við bæinn Foss á Síðu. Maðurinn var þá ákærður fyrir umferðarlagabrot fyrir að hafa í janúar 2021 ekið bifreiðinni óhæfur til að stjórna henni undir áhrifum oxýkódon norður Sæbraut í Reykjavík þar til lögregla stöðvaði hann við Sæviðarsund. HAnn var einnig tekinn í febrúar 2021 fyrir akstur undir áhrifum alprazólams, oxýkódóns og zópíklón vestur Ásvallabraut og norður Ásbraut þar til lögreglan stöðvaði hann. Hann var sömuleiðis ákærður fyrir að hafa í apríl 2021 ekið bíl undir áhrifum alprazólams og oxýkódóns um bifreiðastæði í Hafnarfirði þar til lögregla stöðvaði hann. Auk þess hafi hann í janúar 2021 ekið undir áhrifum oxýkódóns og zolpidem um Ásbraut í Hafnarfirði en aksturinn endaði uppi á hringtorginu Hamratorgi þar sem maðurinn ók á umferðarskilti og hvolfdi bifreiðinni. Maðurinn flúði af vettvangi og sinnti þannig ekki skyldum sínum við umferðaróhapp. Hann var þá ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa haft í vörslum sínum hnúajárn sem fannst við leit lögreglu í bílnum sem hann hvolfdi á hringtorginu Hamratorgi. Maðurinn var í annarri ákæru ákærður fyrir að hafa í mars 2021 stollið Samsung Galaxy S21 Ultra farsíma úr verslun Símans í Smáralind og að hafa stolið samskonar síma úr sömu verslun tveimur vikum síðar. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi í júní 2020 verið dæmdur til sektargreiðslu og sviptur ökurétti í fjóra mánuði fyrir lyfjaakstur og fyrir að hafa ekki ökuskírteinni meðferðis. Þá kom fram við meðferð málsins að maðurinn hafi breytt lífi sínu til hins betra og ekki komið til sögu lögreglu síðan hann framdi brotin sem maðurinn er dæmdur fyrir núna.
Dómsmál Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent