Sjö mánaða fangelsi fyrir ítrekaðan akstur undir áhrifum vímuefna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. maí 2022 17:57 Maðurinn ók ítrekað undir áhrifum ýmissa vímuefna og rændi eitt sinn apótek til að verða sér úti um Oxycontin. Vísir/Vilhelm Karlmaður var á föstudag dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ítrekaðan akstur undir áhrifum vímuefna, fyrir vopnalagabrot, fyrir rán og fyrir að hafa stolið tveimur farsímum úr Smáralind í Kópavogi. Maðurinn var jafnframt sviptur ökurétti í þrjátíu mánuði. Dómur féll hjá Héraðsdómi Reykjaness á föstudag, 29. apríl, en maðurinn var ákærður í alls níu liðum. Hann játaði brotin fyrir dómi og var málið því tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í mars 2021 framið rán í lyfjaversluninni Farmasíu í Reykjavík þar sem hann og félagi hans gengu á bak við afgreiðsluborðið og veittust að starfsmanni með hótunum. Félaginn dró þar upp hamar og krafði starfsmanninn um að afhenda Oxycontin. Starfsmaðurinn afhenti eina slíka pakkningu, sem maðurinn tók með sér. Þá var hann ákærður fyrir umferðarlagabrot með því að hafa í júlí 2020 ekið bíl, sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni vegna áhrifa slævandi lyfja. Í blóði hans mældist alprazólam og amfetamín. Maðurinn var að aka austur Suðurlandsveg í Skaftárhreppi þar til aksturinn endaði með árekstri við bæinn Foss á Síðu. Maðurinn var þá ákærður fyrir umferðarlagabrot fyrir að hafa í janúar 2021 ekið bifreiðinni óhæfur til að stjórna henni undir áhrifum oxýkódon norður Sæbraut í Reykjavík þar til lögregla stöðvaði hann við Sæviðarsund. HAnn var einnig tekinn í febrúar 2021 fyrir akstur undir áhrifum alprazólams, oxýkódóns og zópíklón vestur Ásvallabraut og norður Ásbraut þar til lögreglan stöðvaði hann. Hann var sömuleiðis ákærður fyrir að hafa í apríl 2021 ekið bíl undir áhrifum alprazólams og oxýkódóns um bifreiðastæði í Hafnarfirði þar til lögregla stöðvaði hann. Auk þess hafi hann í janúar 2021 ekið undir áhrifum oxýkódóns og zolpidem um Ásbraut í Hafnarfirði en aksturinn endaði uppi á hringtorginu Hamratorgi þar sem maðurinn ók á umferðarskilti og hvolfdi bifreiðinni. Maðurinn flúði af vettvangi og sinnti þannig ekki skyldum sínum við umferðaróhapp. Hann var þá ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa haft í vörslum sínum hnúajárn sem fannst við leit lögreglu í bílnum sem hann hvolfdi á hringtorginu Hamratorgi. Maðurinn var í annarri ákæru ákærður fyrir að hafa í mars 2021 stollið Samsung Galaxy S21 Ultra farsíma úr verslun Símans í Smáralind og að hafa stolið samskonar síma úr sömu verslun tveimur vikum síðar. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi í júní 2020 verið dæmdur til sektargreiðslu og sviptur ökurétti í fjóra mánuði fyrir lyfjaakstur og fyrir að hafa ekki ökuskírteinni meðferðis. Þá kom fram við meðferð málsins að maðurinn hafi breytt lífi sínu til hins betra og ekki komið til sögu lögreglu síðan hann framdi brotin sem maðurinn er dæmdur fyrir núna. Dómsmál Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Sjá meira
Dómur féll hjá Héraðsdómi Reykjaness á föstudag, 29. apríl, en maðurinn var ákærður í alls níu liðum. Hann játaði brotin fyrir dómi og var málið því tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í mars 2021 framið rán í lyfjaversluninni Farmasíu í Reykjavík þar sem hann og félagi hans gengu á bak við afgreiðsluborðið og veittust að starfsmanni með hótunum. Félaginn dró þar upp hamar og krafði starfsmanninn um að afhenda Oxycontin. Starfsmaðurinn afhenti eina slíka pakkningu, sem maðurinn tók með sér. Þá var hann ákærður fyrir umferðarlagabrot með því að hafa í júlí 2020 ekið bíl, sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni vegna áhrifa slævandi lyfja. Í blóði hans mældist alprazólam og amfetamín. Maðurinn var að aka austur Suðurlandsveg í Skaftárhreppi þar til aksturinn endaði með árekstri við bæinn Foss á Síðu. Maðurinn var þá ákærður fyrir umferðarlagabrot fyrir að hafa í janúar 2021 ekið bifreiðinni óhæfur til að stjórna henni undir áhrifum oxýkódon norður Sæbraut í Reykjavík þar til lögregla stöðvaði hann við Sæviðarsund. HAnn var einnig tekinn í febrúar 2021 fyrir akstur undir áhrifum alprazólams, oxýkódóns og zópíklón vestur Ásvallabraut og norður Ásbraut þar til lögreglan stöðvaði hann. Hann var sömuleiðis ákærður fyrir að hafa í apríl 2021 ekið bíl undir áhrifum alprazólams og oxýkódóns um bifreiðastæði í Hafnarfirði þar til lögregla stöðvaði hann. Auk þess hafi hann í janúar 2021 ekið undir áhrifum oxýkódóns og zolpidem um Ásbraut í Hafnarfirði en aksturinn endaði uppi á hringtorginu Hamratorgi þar sem maðurinn ók á umferðarskilti og hvolfdi bifreiðinni. Maðurinn flúði af vettvangi og sinnti þannig ekki skyldum sínum við umferðaróhapp. Hann var þá ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa haft í vörslum sínum hnúajárn sem fannst við leit lögreglu í bílnum sem hann hvolfdi á hringtorginu Hamratorgi. Maðurinn var í annarri ákæru ákærður fyrir að hafa í mars 2021 stollið Samsung Galaxy S21 Ultra farsíma úr verslun Símans í Smáralind og að hafa stolið samskonar síma úr sömu verslun tveimur vikum síðar. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi í júní 2020 verið dæmdur til sektargreiðslu og sviptur ökurétti í fjóra mánuði fyrir lyfjaakstur og fyrir að hafa ekki ökuskírteinni meðferðis. Þá kom fram við meðferð málsins að maðurinn hafi breytt lífi sínu til hins betra og ekki komið til sögu lögreglu síðan hann framdi brotin sem maðurinn er dæmdur fyrir núna.
Dómsmál Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Sjá meira