Ísland getur ekki fallið úr Þjóðadeildinni og Portúgal fær EM-sæti Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2022 16:59 Íslenska karlalandsliðið í fótbolta dróst í riðil með Rússlandi sem hefur verið bannað frá keppni. Getty/Mario Hommes UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur tilkynnt um nokkrar ákvarðanir varðandi landslið Rússa vegna innrásarinnar í Úkraínu. Ein af ákvörðunum snertir Ísland með beinum hætti því Rússland og Ísland drógust saman í riðil í B-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta karla og áttu að mætast þar í sumar. UEFA hafði áður gefið út að Rússum yrði bannað að spila leiki í alþjóðlegum keppnum, bæði félagsliða og landsliða. Samkvæmt ákvörðun dagsins er svo orðið endanlega ljóst núna að Rússar munu því enda í 4. og neðsta sæti riðilsins sem Ísland er í í Þjóðadeildinni. Það þýðir jafnframt að Arnar Þór Viðarsson og lærisveinar hans þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af hættu á að falla niður í C-deild. Það verður hlutskipti Rússa. Ísland mun hins vegar spila við Ísrael og Albaníu, og það lið sem endar efst í riðlinum kemst upp í A-deild, þar sem Ísland spilaði á fyrstu tveimur leiktíðunum í Þjóðadeildinni ásamt bestu landsliðum Evrópu. Portúgal á EM í stað Rússlands UEFA tilkynnti einnig að Portúgal kæmi inn á EM kvenna í Englandi í sumar, í C-riðilinn, í stað Rússlands. Komist Ísland upp úr sínum riðli, D-riðli, mætir Ísland liði úr C-riðli í 8-liða úrslitum og nú er ljóst að það yrði þá eitthvert þessara liða; Holland, Svíþjóð, Sviss eða Portúgal. Þá hefur verið ákveðið að ógilda úrslit Rússlands í undankeppni HM kvenna og EM U21-landsliða karla. Rússnesk félagslið fá ekki að leika í Evrópukeppnum á næstu leiktíð. Þetta þýðir til að mynda að Skotlandsmeistarar þessa árs, sennilega Celtic, fara beint í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í haust. Þá hefur Rússum formlega verið bannað að halda EM 2028 eða 2032 en rússneska knattspyrnusambandið sótti um að fá að halda mótin. Þjóðadeild UEFA Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Sjá meira
Ein af ákvörðunum snertir Ísland með beinum hætti því Rússland og Ísland drógust saman í riðil í B-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta karla og áttu að mætast þar í sumar. UEFA hafði áður gefið út að Rússum yrði bannað að spila leiki í alþjóðlegum keppnum, bæði félagsliða og landsliða. Samkvæmt ákvörðun dagsins er svo orðið endanlega ljóst núna að Rússar munu því enda í 4. og neðsta sæti riðilsins sem Ísland er í í Þjóðadeildinni. Það þýðir jafnframt að Arnar Þór Viðarsson og lærisveinar hans þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af hættu á að falla niður í C-deild. Það verður hlutskipti Rússa. Ísland mun hins vegar spila við Ísrael og Albaníu, og það lið sem endar efst í riðlinum kemst upp í A-deild, þar sem Ísland spilaði á fyrstu tveimur leiktíðunum í Þjóðadeildinni ásamt bestu landsliðum Evrópu. Portúgal á EM í stað Rússlands UEFA tilkynnti einnig að Portúgal kæmi inn á EM kvenna í Englandi í sumar, í C-riðilinn, í stað Rússlands. Komist Ísland upp úr sínum riðli, D-riðli, mætir Ísland liði úr C-riðli í 8-liða úrslitum og nú er ljóst að það yrði þá eitthvert þessara liða; Holland, Svíþjóð, Sviss eða Portúgal. Þá hefur verið ákveðið að ógilda úrslit Rússlands í undankeppni HM kvenna og EM U21-landsliða karla. Rússnesk félagslið fá ekki að leika í Evrópukeppnum á næstu leiktíð. Þetta þýðir til að mynda að Skotlandsmeistarar þessa árs, sennilega Celtic, fara beint í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í haust. Þá hefur Rússum formlega verið bannað að halda EM 2028 eða 2032 en rússneska knattspyrnusambandið sótti um að fá að halda mótin.
Þjóðadeild UEFA Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Sjá meira