Leiðsögumenn hjá FÍ hætta í skugga ásakana um einelti Bjarki Sigurðsson skrifar 3. maí 2022 09:00 Ferðafélag Íslands sér um rekstur á fjallaskálum um land allt, meðal annars skálann í Hvanngili við Fjallabak. Vísir/Vilhelm Tveir leiðsögumenn hafa sagt sig úr Ferðafélagi Íslands vegna eineltis sem þeir segjast hafa orðið fyrir innan félagsins. Framkvæmdastjórinn segir málið vera í ferli hjá óháðri sálfræðistofu. Í janúar á þessu ári barst stjórnendum Ferðafélags Íslands fyrst fregnir af meintu einelti innan félagsins. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri félagsins, staðfestir við fréttastofu að í kjölfarið hafi tveir einstaklingar sagt sig úr félaginu. Málið var sent til lögfræðistofu sem mat það sem svo að félagið þyrfti ekki að aðhafast í málinu. Páll segir að í kjölfar ályktunar frá lögfræðistofunni hafi hluti málsaðila lýst yfir óánægju með niðurstöðuna. Því var málið sent til sálfræðistofu sem rannsakar málið nú. Páll vildi ekki ræða málið nánar og segir að það sé í ferli. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.Ferðafélag Íslands Lygasögum um einkalíf fararstjóra dreift Aðilar innan félagsins hafa í samtali við fréttastofu lýst því að ákveðinn hópur leiðsögumanna dreifi lygasögum um aðra kollega til viðskiptavina, annarra leiðsögumanna og fararstjóra hjá Ferðafélagi Íslands. Lygasögurnar tengist einkalífi og fagmennsku leiðsögumanna. Áhrifin á umrædda fararstjóra séu þau að tekjur leiðsögumannanna minnki enda fækki í kúnnahópnum. Þá hafi myndir úr ferðum með ákveðnum leiðsögumönnum verið útilokaðar af samfélagsmiðlum félagsins. Það hafi fyrst uppgötvast þegar viðskiptavinir fóru að spyrjast fyrir hvers vegna myndir af þeim væru aldrei inni á miðlunum. Vænta má niðurstöðu úr rannsókn sálfræðistofunnar um miðjan maí. Ferðafélag Íslands er eitt stærsta félag landsins með um níu þúsund meðlimi. Félagið sér meðal annars um rekstur á fjallaskálum, merkingu gönguleiða og skipulagningu á ferðum um allt land. Leiðsögumenn og fararstjórar eru verktakar hjá félaginu. Orðspor þeirra hefur bein áhrif á tekjur enda þarf lágmarksfjölda í ferðir til að þær verði að veruleika. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Í janúar á þessu ári barst stjórnendum Ferðafélags Íslands fyrst fregnir af meintu einelti innan félagsins. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri félagsins, staðfestir við fréttastofu að í kjölfarið hafi tveir einstaklingar sagt sig úr félaginu. Málið var sent til lögfræðistofu sem mat það sem svo að félagið þyrfti ekki að aðhafast í málinu. Páll segir að í kjölfar ályktunar frá lögfræðistofunni hafi hluti málsaðila lýst yfir óánægju með niðurstöðuna. Því var málið sent til sálfræðistofu sem rannsakar málið nú. Páll vildi ekki ræða málið nánar og segir að það sé í ferli. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.Ferðafélag Íslands Lygasögum um einkalíf fararstjóra dreift Aðilar innan félagsins hafa í samtali við fréttastofu lýst því að ákveðinn hópur leiðsögumanna dreifi lygasögum um aðra kollega til viðskiptavina, annarra leiðsögumanna og fararstjóra hjá Ferðafélagi Íslands. Lygasögurnar tengist einkalífi og fagmennsku leiðsögumanna. Áhrifin á umrædda fararstjóra séu þau að tekjur leiðsögumannanna minnki enda fækki í kúnnahópnum. Þá hafi myndir úr ferðum með ákveðnum leiðsögumönnum verið útilokaðar af samfélagsmiðlum félagsins. Það hafi fyrst uppgötvast þegar viðskiptavinir fóru að spyrjast fyrir hvers vegna myndir af þeim væru aldrei inni á miðlunum. Vænta má niðurstöðu úr rannsókn sálfræðistofunnar um miðjan maí. Ferðafélag Íslands er eitt stærsta félag landsins með um níu þúsund meðlimi. Félagið sér meðal annars um rekstur á fjallaskálum, merkingu gönguleiða og skipulagningu á ferðum um allt land. Leiðsögumenn og fararstjórar eru verktakar hjá félaginu. Orðspor þeirra hefur bein áhrif á tekjur enda þarf lágmarksfjölda í ferðir til að þær verði að veruleika.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira