Leiðsögumenn hjá FÍ hætta í skugga ásakana um einelti Bjarki Sigurðsson skrifar 3. maí 2022 09:00 Ferðafélag Íslands sér um rekstur á fjallaskálum um land allt, meðal annars skálann í Hvanngili við Fjallabak. Vísir/Vilhelm Tveir leiðsögumenn hafa sagt sig úr Ferðafélagi Íslands vegna eineltis sem þeir segjast hafa orðið fyrir innan félagsins. Framkvæmdastjórinn segir málið vera í ferli hjá óháðri sálfræðistofu. Í janúar á þessu ári barst stjórnendum Ferðafélags Íslands fyrst fregnir af meintu einelti innan félagsins. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri félagsins, staðfestir við fréttastofu að í kjölfarið hafi tveir einstaklingar sagt sig úr félaginu. Málið var sent til lögfræðistofu sem mat það sem svo að félagið þyrfti ekki að aðhafast í málinu. Páll segir að í kjölfar ályktunar frá lögfræðistofunni hafi hluti málsaðila lýst yfir óánægju með niðurstöðuna. Því var málið sent til sálfræðistofu sem rannsakar málið nú. Páll vildi ekki ræða málið nánar og segir að það sé í ferli. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.Ferðafélag Íslands Lygasögum um einkalíf fararstjóra dreift Aðilar innan félagsins hafa í samtali við fréttastofu lýst því að ákveðinn hópur leiðsögumanna dreifi lygasögum um aðra kollega til viðskiptavina, annarra leiðsögumanna og fararstjóra hjá Ferðafélagi Íslands. Lygasögurnar tengist einkalífi og fagmennsku leiðsögumanna. Áhrifin á umrædda fararstjóra séu þau að tekjur leiðsögumannanna minnki enda fækki í kúnnahópnum. Þá hafi myndir úr ferðum með ákveðnum leiðsögumönnum verið útilokaðar af samfélagsmiðlum félagsins. Það hafi fyrst uppgötvast þegar viðskiptavinir fóru að spyrjast fyrir hvers vegna myndir af þeim væru aldrei inni á miðlunum. Vænta má niðurstöðu úr rannsókn sálfræðistofunnar um miðjan maí. Ferðafélag Íslands er eitt stærsta félag landsins með um níu þúsund meðlimi. Félagið sér meðal annars um rekstur á fjallaskálum, merkingu gönguleiða og skipulagningu á ferðum um allt land. Leiðsögumenn og fararstjórar eru verktakar hjá félaginu. Orðspor þeirra hefur bein áhrif á tekjur enda þarf lágmarksfjölda í ferðir til að þær verði að veruleika. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
Í janúar á þessu ári barst stjórnendum Ferðafélags Íslands fyrst fregnir af meintu einelti innan félagsins. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri félagsins, staðfestir við fréttastofu að í kjölfarið hafi tveir einstaklingar sagt sig úr félaginu. Málið var sent til lögfræðistofu sem mat það sem svo að félagið þyrfti ekki að aðhafast í málinu. Páll segir að í kjölfar ályktunar frá lögfræðistofunni hafi hluti málsaðila lýst yfir óánægju með niðurstöðuna. Því var málið sent til sálfræðistofu sem rannsakar málið nú. Páll vildi ekki ræða málið nánar og segir að það sé í ferli. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.Ferðafélag Íslands Lygasögum um einkalíf fararstjóra dreift Aðilar innan félagsins hafa í samtali við fréttastofu lýst því að ákveðinn hópur leiðsögumanna dreifi lygasögum um aðra kollega til viðskiptavina, annarra leiðsögumanna og fararstjóra hjá Ferðafélagi Íslands. Lygasögurnar tengist einkalífi og fagmennsku leiðsögumanna. Áhrifin á umrædda fararstjóra séu þau að tekjur leiðsögumannanna minnki enda fækki í kúnnahópnum. Þá hafi myndir úr ferðum með ákveðnum leiðsögumönnum verið útilokaðar af samfélagsmiðlum félagsins. Það hafi fyrst uppgötvast þegar viðskiptavinir fóru að spyrjast fyrir hvers vegna myndir af þeim væru aldrei inni á miðlunum. Vænta má niðurstöðu úr rannsókn sálfræðistofunnar um miðjan maí. Ferðafélag Íslands er eitt stærsta félag landsins með um níu þúsund meðlimi. Félagið sér meðal annars um rekstur á fjallaskálum, merkingu gönguleiða og skipulagningu á ferðum um allt land. Leiðsögumenn og fararstjórar eru verktakar hjá félaginu. Orðspor þeirra hefur bein áhrif á tekjur enda þarf lágmarksfjölda í ferðir til að þær verði að veruleika.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira