Dagur gefur lítið fyrir ásakanir um óheiðarleika Jakob Bjarnar skrifar 2. maí 2022 15:17 Hart var tekist á um borgarmálin í Pallborðinu nú fyrir stundu. vísir/vilhelm Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni sótti hart að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og oddvita Samfylkingarinnar í Pallborði Vísis. Þau tvö ásamt Dóru Björt Guðjónsdóttur oddvita Pírata voru mætt í pallborðið til að takast á um málefni borgarinnar nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Sunna Sæmundsdóttir fréttamaður innti Hildi sérstaklega eftir afgerandi ummælum hennar þar sem hún talar um óforskammaðar kosningabrellur Dags. Dagur taldi þetta ekki ummæli sem vert væri að gefa gaum; slík ummæli féllu oft í kosningabaráttu hjá þeim sem ættu undir högg að sækja. Meintar bókhaldsbrellur borgarstjóra Dagur getur trútt um talað en Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn í borginni og kannanir benda til þess að meirihlutinn gæti haldið velli. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur verið á niðurleið og samkvæmt könnunum gæti flokkurinn tapað tveimur til þremur fulltrúum. Téð ummæli setti Hildur fram á Facebook-síðu sinni: „Ég get ekki orða bundist. Á aðeins örfáum dögum hefur Dagur B. Eggertsson komið fram af slíkum óheiðarleika í umræðunni að manni hreinlega misbýður.“ Og þú segir segir sjónhverfingamanninn Dag verða að komast í frí? spurði Sunna Hildi. Í hvað ertu að vísa þarna því þetta eru stór orð? „Já, þetta eru stór orð. Þetta kemur í kjölfarið á umræðu um ársreikninga Reykjavíkurborgar þar sem borgarstjóri kemur fram af svo miklum hroka að mér fannst. Og lýsir því yfir að fjárhagur borgarinnar standi traustur. Hildur segir að sér hafi brugðið þegar hún sá málflutning Dags, sem hún telur einkennast af hroka, bókhaldsbrellum og óheiðarleika.vísir/vilhelm Hann er þar að notfæra sér ákveðnar bókhaldsaðferðir sem eru mjög dregnar í efa af eftirlitsstofnun EFTA og líka sveitastjórnarráðuneytinu. Þar er verið að nota matsbreytingar á eignum félagsbústaða. Sem er bókhaldsaðferð sem er eingöngu notuð um fjárfestingaeignir. Það að bókfæra eignir félagsbústaða með þessum hætti gefur til kynna að borgarstjóri ætli annað hvort selja félagsbústaði eða rukka markaðsverð fyrir leiguna.“ Segir borgarsjóð ekki sjálfbæran Hildur var rétt að byrja. Hún sagði að ef litið væri til borgarsjóðs, sem er sá sjóður sem tekur á móti sköttum borgarbúa gegn þjónustu, þá sé það svo að hann sé rekinn með fjögurra milljarða króna halla. Og það er ekki bara hægt að kenna Covid um það, sagði Hildur og nefndi hlutabótaleið ríkisstjórnarinnar sem varð borgarsjóð fyrir tekjutapi. „Við erum að sjá það að rekstur borgarinnar er ekki sjálfbær. Hann er rekinn með halla. Og við finnum það í daglegu lífi, þjónustunni sem við fáum frá borginni eða fáum ekki. Við sjáum hvað borgin er ótrúlega skítug og óþrifaleg. Dagur var ekki brosmildur meðan á ræðu Hildar stóð.vísir/vilhelm Við sáum það á snjóruðningi í vetur, við sjáum það á leikskólavandanum, við sjáum það á mygluðu skólahúsnæði hér um alla borg … við sjáum þetta allstaðar. Þetta er bara birtingarmynd af slæmum rekstri. Og mér finnst óheiðarlegt þegar borgarstjóri kemur fram og segir reksturinn góðan,“ sagði Hildur meðal annars í mikilli ræðu sinni sem borgarstjóri sat heldur órór undir; sér hafi beinlínis brugðið þegar hún sá þessa framsetningu Dags. Þeim sem gengur illa verði gjarnan stóryrtir Dagur fékk vitaskuld tækifæri til að bregðast við og var spurður hvernig hann brygðist við ásökunum um óheiðarleika og bókhaldsbrellur: Fólki misbýður það sem þú ert að færa fram í aðdraganda kosninga? „Já, ég hef út af fyrir sig séð svona áður í aðdraganda kosninga. Ef einhverjum gengur ekki alveg eins vel og hann vill og grípur til þess að nota bara stærri og stærri orð um andstæðinginn. Ég held að fólk verði litlu nær. Þess vegna hef ég ekki verið að eltast við einstök ummæli af þessu tagi. Við auðvitað með ytri endurskoðendur, við erum með innri endurskoðun, við erum með endurskoðunarnefnd, við erum með fjölda fagfólks hjá borginni og ytri aðila sem færa ársreikninga borgarinnar í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla. Dóra Björt lýsti því yfir að Píratar ætli sér ekki að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn, hann sé einfaldlega ekki nógu heiðarlegur til þess að það sé valkostur.vísir/vilhelm Sumar þær vangaveltur sem Hildur er að vísa í hafa verið bornar undir þar til gerðar nefndir hjá ráðuneytinu sem hafa staðfest hvaða aðferðir við erum að beita og við erum að beita þeim. Það sem er að koma á daginn, eftir öll stóru orðin, er að fjárhagur borgarinnar stendur sterkt ef við berum okkur saman við nágranna okkar eða hvaða sveitafélag sem er,“ sagði Dagur meðal annars í svari sínu. Píratar ætla ekki í samstarf með Sjálfstæðisflokknum Óhætt er að segja að umræður hafi verið heitar og blaðamaður vill misnota aðstöðu sína og hvetja alla áhugamenn um stjórnmál og komandi kosningar til að horfa á umræðurnar sem finna má í heild sinni hér neðar. Meðal þess sem komið var inná voru samgöngumálin en Dóra Björt gaf ekki mikið fyrir málflutning Sjálfstæðisflokksins í þeim efnum, sagði hann „miðjumoð og sull í poka sem sýnt hefur sigað að virki ekki ef bjóða á upp á alvöru valfrelsi í samgöngumálum. Við þurfum að standa með Borgarlínu alla leið. Það væri hægt að gera þetta verr en þá nær þetta ekki markmiðum sínum.“ Hildur sagði Sjálfstæðisflokkinn styðja hágæða almenningssamgöngur en hafa áhyggjur af útfærslunni. „Við teljum að það sé hægt að fara inn í þessa vegferð og gera það af hagkvæmni og skilvirkni þannig að við vitum hvað hlutirnir kosta, á forsendum íbúa og atvinnulífs án þess að vega að öðrum kostum í samgöngum,“ sagði Hildur og vísaði til þess að hún væri ósátt með að taka eigi akreinar undir verkefnið. „Við styðjum borgarlínu í skynsamlegri útfærslu.“ Ekki í núverandi útfærslu? „Ekki í núverandi útfærslu eins og hún birtist hér í Reykjavík,“ svaraði Hildur. Dóra lýsti því jafnframt yfir að þau gengju ekki óbundin til kosninga, ekki í þeim skilningi að þau ætluðu ekki í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn; Píratar stæðu fyrir heiðarleika í stjórnmálum og það væri ekki nokkuð sem kenna mætti við Sjálfstæðisflokkinn. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Pallborðið Reykjavík Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira
Þau tvö ásamt Dóru Björt Guðjónsdóttur oddvita Pírata voru mætt í pallborðið til að takast á um málefni borgarinnar nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Sunna Sæmundsdóttir fréttamaður innti Hildi sérstaklega eftir afgerandi ummælum hennar þar sem hún talar um óforskammaðar kosningabrellur Dags. Dagur taldi þetta ekki ummæli sem vert væri að gefa gaum; slík ummæli féllu oft í kosningabaráttu hjá þeim sem ættu undir högg að sækja. Meintar bókhaldsbrellur borgarstjóra Dagur getur trútt um talað en Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn í borginni og kannanir benda til þess að meirihlutinn gæti haldið velli. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur verið á niðurleið og samkvæmt könnunum gæti flokkurinn tapað tveimur til þremur fulltrúum. Téð ummæli setti Hildur fram á Facebook-síðu sinni: „Ég get ekki orða bundist. Á aðeins örfáum dögum hefur Dagur B. Eggertsson komið fram af slíkum óheiðarleika í umræðunni að manni hreinlega misbýður.“ Og þú segir segir sjónhverfingamanninn Dag verða að komast í frí? spurði Sunna Hildi. Í hvað ertu að vísa þarna því þetta eru stór orð? „Já, þetta eru stór orð. Þetta kemur í kjölfarið á umræðu um ársreikninga Reykjavíkurborgar þar sem borgarstjóri kemur fram af svo miklum hroka að mér fannst. Og lýsir því yfir að fjárhagur borgarinnar standi traustur. Hildur segir að sér hafi brugðið þegar hún sá málflutning Dags, sem hún telur einkennast af hroka, bókhaldsbrellum og óheiðarleika.vísir/vilhelm Hann er þar að notfæra sér ákveðnar bókhaldsaðferðir sem eru mjög dregnar í efa af eftirlitsstofnun EFTA og líka sveitastjórnarráðuneytinu. Þar er verið að nota matsbreytingar á eignum félagsbústaða. Sem er bókhaldsaðferð sem er eingöngu notuð um fjárfestingaeignir. Það að bókfæra eignir félagsbústaða með þessum hætti gefur til kynna að borgarstjóri ætli annað hvort selja félagsbústaði eða rukka markaðsverð fyrir leiguna.“ Segir borgarsjóð ekki sjálfbæran Hildur var rétt að byrja. Hún sagði að ef litið væri til borgarsjóðs, sem er sá sjóður sem tekur á móti sköttum borgarbúa gegn þjónustu, þá sé það svo að hann sé rekinn með fjögurra milljarða króna halla. Og það er ekki bara hægt að kenna Covid um það, sagði Hildur og nefndi hlutabótaleið ríkisstjórnarinnar sem varð borgarsjóð fyrir tekjutapi. „Við erum að sjá það að rekstur borgarinnar er ekki sjálfbær. Hann er rekinn með halla. Og við finnum það í daglegu lífi, þjónustunni sem við fáum frá borginni eða fáum ekki. Við sjáum hvað borgin er ótrúlega skítug og óþrifaleg. Dagur var ekki brosmildur meðan á ræðu Hildar stóð.vísir/vilhelm Við sáum það á snjóruðningi í vetur, við sjáum það á leikskólavandanum, við sjáum það á mygluðu skólahúsnæði hér um alla borg … við sjáum þetta allstaðar. Þetta er bara birtingarmynd af slæmum rekstri. Og mér finnst óheiðarlegt þegar borgarstjóri kemur fram og segir reksturinn góðan,“ sagði Hildur meðal annars í mikilli ræðu sinni sem borgarstjóri sat heldur órór undir; sér hafi beinlínis brugðið þegar hún sá þessa framsetningu Dags. Þeim sem gengur illa verði gjarnan stóryrtir Dagur fékk vitaskuld tækifæri til að bregðast við og var spurður hvernig hann brygðist við ásökunum um óheiðarleika og bókhaldsbrellur: Fólki misbýður það sem þú ert að færa fram í aðdraganda kosninga? „Já, ég hef út af fyrir sig séð svona áður í aðdraganda kosninga. Ef einhverjum gengur ekki alveg eins vel og hann vill og grípur til þess að nota bara stærri og stærri orð um andstæðinginn. Ég held að fólk verði litlu nær. Þess vegna hef ég ekki verið að eltast við einstök ummæli af þessu tagi. Við auðvitað með ytri endurskoðendur, við erum með innri endurskoðun, við erum með endurskoðunarnefnd, við erum með fjölda fagfólks hjá borginni og ytri aðila sem færa ársreikninga borgarinnar í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla. Dóra Björt lýsti því yfir að Píratar ætli sér ekki að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn, hann sé einfaldlega ekki nógu heiðarlegur til þess að það sé valkostur.vísir/vilhelm Sumar þær vangaveltur sem Hildur er að vísa í hafa verið bornar undir þar til gerðar nefndir hjá ráðuneytinu sem hafa staðfest hvaða aðferðir við erum að beita og við erum að beita þeim. Það sem er að koma á daginn, eftir öll stóru orðin, er að fjárhagur borgarinnar stendur sterkt ef við berum okkur saman við nágranna okkar eða hvaða sveitafélag sem er,“ sagði Dagur meðal annars í svari sínu. Píratar ætla ekki í samstarf með Sjálfstæðisflokknum Óhætt er að segja að umræður hafi verið heitar og blaðamaður vill misnota aðstöðu sína og hvetja alla áhugamenn um stjórnmál og komandi kosningar til að horfa á umræðurnar sem finna má í heild sinni hér neðar. Meðal þess sem komið var inná voru samgöngumálin en Dóra Björt gaf ekki mikið fyrir málflutning Sjálfstæðisflokksins í þeim efnum, sagði hann „miðjumoð og sull í poka sem sýnt hefur sigað að virki ekki ef bjóða á upp á alvöru valfrelsi í samgöngumálum. Við þurfum að standa með Borgarlínu alla leið. Það væri hægt að gera þetta verr en þá nær þetta ekki markmiðum sínum.“ Hildur sagði Sjálfstæðisflokkinn styðja hágæða almenningssamgöngur en hafa áhyggjur af útfærslunni. „Við teljum að það sé hægt að fara inn í þessa vegferð og gera það af hagkvæmni og skilvirkni þannig að við vitum hvað hlutirnir kosta, á forsendum íbúa og atvinnulífs án þess að vega að öðrum kostum í samgöngum,“ sagði Hildur og vísaði til þess að hún væri ósátt með að taka eigi akreinar undir verkefnið. „Við styðjum borgarlínu í skynsamlegri útfærslu.“ Ekki í núverandi útfærslu? „Ekki í núverandi útfærslu eins og hún birtist hér í Reykjavík,“ svaraði Hildur. Dóra lýsti því jafnframt yfir að þau gengju ekki óbundin til kosninga, ekki í þeim skilningi að þau ætluðu ekki í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn; Píratar stæðu fyrir heiðarleika í stjórnmálum og það væri ekki nokkuð sem kenna mætti við Sjálfstæðisflokkinn.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Pallborðið Reykjavík Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira