Notalega flugfélagið Reynir Heiðar Antonsson skrifar 2. maí 2022 11:30 Fimmtudaginn 2.júní verður stór dagur í samgöngumálum Akureyringa og raunar landsbyggðarinnar allrar, en þá hefur sig til flugs vél fyrsta millilandaflugfélagsins á Íslandi með höfuðstöðvar utan suðvesturhornsins. Fyrsta flug hins notalega Niceair flugfélags verður til Kaupmannahafnar og er það dáldið skemmtileg tilviljun að gamli höfuðstaðurinn skuli verða fyrir valinu. Því Akureyri hefur löngum verið talinn dálítið danskur bær og þarf ekki nema að nema nefna Ráðhústorgið sem dæmi. Jafnvel eru til kenningar um það að sjálft nafnið Akureyri sé af dönskum uppruna. Upphaf þessa millilandaflugs héðan frá Akureyri mun án efa hafa mikil og góð áhrif fyrir bæinn og raunar norðuland allt. Hér mun væntanlega fjölga ferðamönnum sem kallar á meiri innviðauppbyggingu t.d Hótel og gististaði en þetta mun einnig breyta miklu fyrir fólkið á svæðinu. Líklegt er að Reykjavík muni nú fá samkeppni bæði frá London og Kaupmannahöfn hvað varðar hvers konar þjónustu og verslun. Það er ekki dýrara að skreppa til London eða Köben en til Reykjavíkur og ólíklegt að fargjöldin suður munu lækka í kjölfarið meðan þeir sem sjá um innanlandsflugið í dag gera það. Einnig er hugsanlegt að hægt væri að sækja aukna heilbrigðisþjónustu til þessara borga en að vísu fylgir sá böggull skammrifi að Sjúkratryggingar Íslands eru vægast sagt tregar til að greiða fyrir heilbrigðisþjónustu erlendis þó slíkt myndi án efa létta á biðlistum hér. Hér kæmi aðild að Evrópusambandinu sér vel. Þá munu möguleikarnir til að halda ráðstefnur, tónleika og aðra menningarviðburði hér aukast af því gefnu að einhverjir innviðir verði uppbyggðir t.d. stærri tónleikahús líkt og Atli Örvars hefur sagt að þetta beina flug muni breyta miklu fyrir hans starfssemi. Við höfum þegar misst af viðburðum vegna skorts á gistirými og má nefna nýlegt heimsmeistaramót í íshokkí sem líklega hefur ekki verið haldið á Akureyri vegna skorts á aðstöðu. Þetta nýja millilandaflug er mjög í anda þess að Akureyri verði sú græna svæðisborg sem vilji er til að hún verði því greiðar samgöngur eru alltaf lykillinn að sjálfstæðri tilveru. Höfundur er stjórnmálafræðingur og skipar 16. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Samgöngur Niceair Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Fimmtudaginn 2.júní verður stór dagur í samgöngumálum Akureyringa og raunar landsbyggðarinnar allrar, en þá hefur sig til flugs vél fyrsta millilandaflugfélagsins á Íslandi með höfuðstöðvar utan suðvesturhornsins. Fyrsta flug hins notalega Niceair flugfélags verður til Kaupmannahafnar og er það dáldið skemmtileg tilviljun að gamli höfuðstaðurinn skuli verða fyrir valinu. Því Akureyri hefur löngum verið talinn dálítið danskur bær og þarf ekki nema að nema nefna Ráðhústorgið sem dæmi. Jafnvel eru til kenningar um það að sjálft nafnið Akureyri sé af dönskum uppruna. Upphaf þessa millilandaflugs héðan frá Akureyri mun án efa hafa mikil og góð áhrif fyrir bæinn og raunar norðuland allt. Hér mun væntanlega fjölga ferðamönnum sem kallar á meiri innviðauppbyggingu t.d Hótel og gististaði en þetta mun einnig breyta miklu fyrir fólkið á svæðinu. Líklegt er að Reykjavík muni nú fá samkeppni bæði frá London og Kaupmannahöfn hvað varðar hvers konar þjónustu og verslun. Það er ekki dýrara að skreppa til London eða Köben en til Reykjavíkur og ólíklegt að fargjöldin suður munu lækka í kjölfarið meðan þeir sem sjá um innanlandsflugið í dag gera það. Einnig er hugsanlegt að hægt væri að sækja aukna heilbrigðisþjónustu til þessara borga en að vísu fylgir sá böggull skammrifi að Sjúkratryggingar Íslands eru vægast sagt tregar til að greiða fyrir heilbrigðisþjónustu erlendis þó slíkt myndi án efa létta á biðlistum hér. Hér kæmi aðild að Evrópusambandinu sér vel. Þá munu möguleikarnir til að halda ráðstefnur, tónleika og aðra menningarviðburði hér aukast af því gefnu að einhverjir innviðir verði uppbyggðir t.d. stærri tónleikahús líkt og Atli Örvars hefur sagt að þetta beina flug muni breyta miklu fyrir hans starfssemi. Við höfum þegar misst af viðburðum vegna skorts á gistirými og má nefna nýlegt heimsmeistaramót í íshokkí sem líklega hefur ekki verið haldið á Akureyri vegna skorts á aðstöðu. Þetta nýja millilandaflug er mjög í anda þess að Akureyri verði sú græna svæðisborg sem vilji er til að hún verði því greiðar samgöngur eru alltaf lykillinn að sjálfstæðri tilveru. Höfundur er stjórnmálafræðingur og skipar 16. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar