Fegurðin að innan þykir best Geir Ólafsson og Geir Jón Grettisson skrifa 1. maí 2022 21:00 Þessi orð stórskáldsins frá Siglufirði ætti að vera einkenni okkar Miðflokksmanna til Kópavogsbúa nú þegar við stöndum á þessum tímamótum. Er staðan ekki orðin sú að Kópavogur hefur ekki lengur fleiri lóðir fram að bjóða? Við stöndum hreinlega á krossgötum. Lóðirnar uppseldar enda búið að laða mikið af eðal fólki í Kópavoginn. Miðflokksmenn spyrja hver er rétta stefnan. Borgarlína ? Þétta byggð ? Gæluverkefni að hætti Reykjavíkur? Nei við viljum staldra við og segja að áherslur geta ekki lengur miðast við útlitið. Nú verðum við að hlúa að innlitinu. Innri málefni í forgangsröðina segjum við. Leikskólamál, skólamál, öldrunarmál eða eins og við segjum – rækta okkar innri fegurð. Fegurðin að innan þykir best – hefur alltaf verið – og því má aldrei gleyma. Ættum við að dæla okkar góða skattfé í borgarlínu sem að minnir jú helst á þegar útrásarvíkingarnir spurðu hvort ekki væri tíminn til að borða gull? Já takk en nei takk segjum við. Farið hefur fé betra. Heilbrigð skynsemi segir okkur allt annað. Fegurðin kemur innan frá og nú er rétti tíminn að dæla fé í leikskólamál, skólamál öldrunarmál ! Jú búið er að fegra torgin og malbika sem er allt gott og blessað varðandi útlitið en nú er komið að innlitinu. Tími til kominn að rækta okkar innri mann. Tími til að horfa á hvert annað með okkar innri augum. Öll eigum við innri augu en við látum ytra útlitið allt of oft blinda okkur. Sum okkar eru svört, gul, rauð og hvít. Sum okkar erum aum, lítil og ljót. Sum eru með Hollywoodtennur. Við Miðflokksmennn horfum ekki á útlitið og leitumst að sjá og heyra hver er þinn innri maður. Við viljum tryggja og viðhalda gott samfélag sem hefur náðst í Kópavogi. Miðflokkurinn er rétti flokkurinn að minna á heilbrigða skynsemi. ... Í fyrsta sæti. Við verðum að hækka laun leikskólakennara og leiðbeinenda. Leikskólinn er hornsteinn samfélagsins segjum við. Sé þessi málaflokkur í ólestri hverfur hæfa, menntaða fólkið úr stéttinni og málaflokkurinn leggst í ólestur. Er það skynsamlegt ? Nei segjum við Miðflokksmenn. Rífum þennan málaflokk upp á þann stall sem hann á skilið. Foreldrar eru í krefjandi störfum og verða að geta teyst því þessi málaflokkur sé bara í toppstandi. Að börnin litlu séu við bestu aðstæður. Fá mat, leik og hvíld miðaða við bestu aðstæður sem völ er á. Það færi best á því að hefja kennslu lesturs og stærðfræði strax við þriggja ára aldurinn. Biðin eftir leikskólaplássi ætti að vera engin. Við Miðflokksmenn viljum fá umboð og ábyrgð til að koma þessum málaflokki í gott lag í eitt skipti fyrir öll. Verum ekki fávitar. Höfum þennan málaflokk í eðal ástandi. Miðflokkurinn er svarið. ... Í öðru sæti forgangsins eru skólamálin. Þegar börnin okkar – einhverra hluta vegna – ná ekki að læra að lesa skrifa og reikna þá er alvarleg staða komin upp og illa komið á fyrir okkar samfélag. Óviðunandi ástand og við Miðflokksmenn viljum ekki una þessu ástandi og munum ekki una okkur hvíldar fyrr en komið er að rót vandans sem við efumst ekki um að sé flókin. Staðan er hreint út sagt óviðunandi og okkar markmið hljóta að vera þau að hvert og einasta barn nái að læra að lesa, skrifa og reikna. Enda er það borgarlegur réttur hvers barns fyrir sig að svo sé. Við sem samfélag erum að bregðast okkar litlu skjólstæðingum og það eru svik við kjósendur sé þessi málaflokkur ekki kominnn á rétt ról. Hluti vandans liggur í því að það vantar bæði fleiri þroskaþjálfa og barnasálfræðinga inná skólana til að sinna sérvandamálum svo að aðrir fái skjól til að þroskast eðlilega og á sínum hraða. Verum fagleg og umhyggjusöm. Vilji er allt sem þarf. Miðflokkurinn hefur bæði viljann og metnaðinn að koma okkar skólamálum í toppstand ! ... Í þriðja lagi. Öldrunarmál. Það virðist gleymast allt of oft að tíminn vinnur ekki með okkur hvort sem okkur líkar það betur eða verr – að öll erum við að eldast. Sumir okkar eldumst hratt og illa. Aðrir eru sem betur fer seinþroska og eldast hægt. En öll eldumst við og í upphafi skal endirinn skoða. Við þurfum heilsugæslu, húsnæði, mat og félagskap. Ekki viljum við láta okkur leiðast. Maður er manns gaman þótt gamall sé. Samfélagið á að bera þá gæfu að uppfylla okkar þarfir – já að hafa hugmyndaflug hvernig betur megi fara að auka lífsánægju okkar eldri samborgara. Sum okkar missum andlega heilsu og getum ekki rekið okkar heimilishald lengur. Aðstandendur ættu ekki að þurfa að snúa sínu lífi á hvolf til að sinna sínum nánustu þar sem að samfélagið hefur verið úrræðalítið að taka við okkur þegar heilsan okkar og jafnvel fjárhagurinn hefur brugðist okkur. Samfélagið tapar á þessari stefnu. Hvar er metnaðurinn, manndómurinn, viljinn og vitið til að koma þessum málaflokki í mannsæmandi ástand ? Áherslan hefur verið alltof mikið við falleg torg og malbik í stað þess að gera þennan málaflokk fallegan. Miðflokksmenn vilja breyta um stefnu útlits og skorum á samfélgið að sýna meiri metnað í þennan málaflokk innlits. Hnýtum okkur gott öryggisnet og tökum vel á móti hvort öðru er ævikvöldið ber að dyrum. ... Miðflokksmenn viljum standa vörð um innlitið og segjum af einlægni. Fegurðin að innan er best. Geir Ólafs er í öðru sæti og Geir Jón Grettisson í sjötta sæti á lista Miðflokksins í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þessi orð stórskáldsins frá Siglufirði ætti að vera einkenni okkar Miðflokksmanna til Kópavogsbúa nú þegar við stöndum á þessum tímamótum. Er staðan ekki orðin sú að Kópavogur hefur ekki lengur fleiri lóðir fram að bjóða? Við stöndum hreinlega á krossgötum. Lóðirnar uppseldar enda búið að laða mikið af eðal fólki í Kópavoginn. Miðflokksmenn spyrja hver er rétta stefnan. Borgarlína ? Þétta byggð ? Gæluverkefni að hætti Reykjavíkur? Nei við viljum staldra við og segja að áherslur geta ekki lengur miðast við útlitið. Nú verðum við að hlúa að innlitinu. Innri málefni í forgangsröðina segjum við. Leikskólamál, skólamál, öldrunarmál eða eins og við segjum – rækta okkar innri fegurð. Fegurðin að innan þykir best – hefur alltaf verið – og því má aldrei gleyma. Ættum við að dæla okkar góða skattfé í borgarlínu sem að minnir jú helst á þegar útrásarvíkingarnir spurðu hvort ekki væri tíminn til að borða gull? Já takk en nei takk segjum við. Farið hefur fé betra. Heilbrigð skynsemi segir okkur allt annað. Fegurðin kemur innan frá og nú er rétti tíminn að dæla fé í leikskólamál, skólamál öldrunarmál ! Jú búið er að fegra torgin og malbika sem er allt gott og blessað varðandi útlitið en nú er komið að innlitinu. Tími til kominn að rækta okkar innri mann. Tími til að horfa á hvert annað með okkar innri augum. Öll eigum við innri augu en við látum ytra útlitið allt of oft blinda okkur. Sum okkar eru svört, gul, rauð og hvít. Sum okkar erum aum, lítil og ljót. Sum eru með Hollywoodtennur. Við Miðflokksmennn horfum ekki á útlitið og leitumst að sjá og heyra hver er þinn innri maður. Við viljum tryggja og viðhalda gott samfélag sem hefur náðst í Kópavogi. Miðflokkurinn er rétti flokkurinn að minna á heilbrigða skynsemi. ... Í fyrsta sæti. Við verðum að hækka laun leikskólakennara og leiðbeinenda. Leikskólinn er hornsteinn samfélagsins segjum við. Sé þessi málaflokkur í ólestri hverfur hæfa, menntaða fólkið úr stéttinni og málaflokkurinn leggst í ólestur. Er það skynsamlegt ? Nei segjum við Miðflokksmenn. Rífum þennan málaflokk upp á þann stall sem hann á skilið. Foreldrar eru í krefjandi störfum og verða að geta teyst því þessi málaflokkur sé bara í toppstandi. Að börnin litlu séu við bestu aðstæður. Fá mat, leik og hvíld miðaða við bestu aðstæður sem völ er á. Það færi best á því að hefja kennslu lesturs og stærðfræði strax við þriggja ára aldurinn. Biðin eftir leikskólaplássi ætti að vera engin. Við Miðflokksmenn viljum fá umboð og ábyrgð til að koma þessum málaflokki í gott lag í eitt skipti fyrir öll. Verum ekki fávitar. Höfum þennan málaflokk í eðal ástandi. Miðflokkurinn er svarið. ... Í öðru sæti forgangsins eru skólamálin. Þegar börnin okkar – einhverra hluta vegna – ná ekki að læra að lesa skrifa og reikna þá er alvarleg staða komin upp og illa komið á fyrir okkar samfélag. Óviðunandi ástand og við Miðflokksmenn viljum ekki una þessu ástandi og munum ekki una okkur hvíldar fyrr en komið er að rót vandans sem við efumst ekki um að sé flókin. Staðan er hreint út sagt óviðunandi og okkar markmið hljóta að vera þau að hvert og einasta barn nái að læra að lesa, skrifa og reikna. Enda er það borgarlegur réttur hvers barns fyrir sig að svo sé. Við sem samfélag erum að bregðast okkar litlu skjólstæðingum og það eru svik við kjósendur sé þessi málaflokkur ekki kominnn á rétt ról. Hluti vandans liggur í því að það vantar bæði fleiri þroskaþjálfa og barnasálfræðinga inná skólana til að sinna sérvandamálum svo að aðrir fái skjól til að þroskast eðlilega og á sínum hraða. Verum fagleg og umhyggjusöm. Vilji er allt sem þarf. Miðflokkurinn hefur bæði viljann og metnaðinn að koma okkar skólamálum í toppstand ! ... Í þriðja lagi. Öldrunarmál. Það virðist gleymast allt of oft að tíminn vinnur ekki með okkur hvort sem okkur líkar það betur eða verr – að öll erum við að eldast. Sumir okkar eldumst hratt og illa. Aðrir eru sem betur fer seinþroska og eldast hægt. En öll eldumst við og í upphafi skal endirinn skoða. Við þurfum heilsugæslu, húsnæði, mat og félagskap. Ekki viljum við láta okkur leiðast. Maður er manns gaman þótt gamall sé. Samfélagið á að bera þá gæfu að uppfylla okkar þarfir – já að hafa hugmyndaflug hvernig betur megi fara að auka lífsánægju okkar eldri samborgara. Sum okkar missum andlega heilsu og getum ekki rekið okkar heimilishald lengur. Aðstandendur ættu ekki að þurfa að snúa sínu lífi á hvolf til að sinna sínum nánustu þar sem að samfélagið hefur verið úrræðalítið að taka við okkur þegar heilsan okkar og jafnvel fjárhagurinn hefur brugðist okkur. Samfélagið tapar á þessari stefnu. Hvar er metnaðurinn, manndómurinn, viljinn og vitið til að koma þessum málaflokki í mannsæmandi ástand ? Áherslan hefur verið alltof mikið við falleg torg og malbik í stað þess að gera þennan málaflokk fallegan. Miðflokksmenn vilja breyta um stefnu útlits og skorum á samfélgið að sýna meiri metnað í þennan málaflokk innlits. Hnýtum okkur gott öryggisnet og tökum vel á móti hvort öðru er ævikvöldið ber að dyrum. ... Miðflokksmenn viljum standa vörð um innlitið og segjum af einlægni. Fegurðin að innan er best. Geir Ólafs er í öðru sæti og Geir Jón Grettisson í sjötta sæti á lista Miðflokksins í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun