Fréttir

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Árni Sæberg skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins hefur áhyggjur af hækkandi verðbólgu í landinu þar sem hún bitnar helst á láglaunafólki. Stjórnvöld hafi misst tökin á húsnæðismarkaðinum og mikilvægt sé að þau bregðist við. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum.

Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir stjórnkerfið hafa tapað trausti og trúverðugleika vegna aðferðarfræðinnar við söluna á Íslandsbanka. Afar mikilvægt sé að upplýsa hvernig fjárfestarnir voru valdir til að kaupa í bankanum á afslætti.

Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands kannast ekki við að aukin harka sé komin í eftirlit stofnunarinnar með veitendum heilbrigðisþjónustu

Stofnandi Sólsetursins grunar ákveðinn hóp um að hafa reist níðstöng með hestahaus við Skrauthóla á föstudag en hún kveðst ekki ætla tilkynna lögreglu um það. Hún segir nágranna sína ekki eiga neinn þátt í málinu og að það tengist ekki deilum þeirra á milli. Hún bindur vonir við að hægt sé að leysa málið án aðkomu lögreglu.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×