Lyftistöng fyrir íþrótta- og heilsueflandi starfsemi í Garðabæ Gunnar Einarsson skrifar 29. apríl 2022 09:45 Garðabær er heilsueflandi samfélag frá árinu 2018 en með þátttöku í því verkefni skuldbindur Garðabær sig til að leggja áherslu á að lýðheilsa íbúa sé höfð í fyrirrúmi. Miðgarður, nýtt fjölnota íþróttahús Garðbæinga er risið og æfingar hafnar en húsið er mikil lyftistöng fyrir íþrótta- og heilsueflandi starfsemi í Garðabæ. Það má með sanni segja að húsið eigi eftir að gjörbylta íþróttastarfinu í bænum, sem þó er afar metnaðarfullt fyrir. Miðgarður er staðsettur í Vetrarmýri og er hluti af þróunarsvæði sem nær m.a. yfir Hnoðraholt, Vetrarmýri, Vífilsstaði og Smalaholt. Við Miðgarð verður samfelld byggð, í Hnoðraholti norðan megin við Miðgarð er gert ráð fyrir nýrri íbúðabyggð sem bætist við þá sem fyrir er á holtinu og næst Reykjanesbraut er gert ráð fyrir verslun, þjónustu og stofnunum sem mynda þjónustukjarna þessa bæjarhluta. Austan við Miðgarð er golfvöllur GKG, skógræktarsvæði við Smalaholt og þaðan er einnig stutt í fallega náttúru okkar Garðbæinga við Vífilsstaðavatn og Heiðmörk þar sem margir íbúar höfuðborgarsvæðisins njóta útivistar á hverjum degi. Miðgarður gerir okkur kleift að fjölga þátttakendum í íþróttum í Garðabæ sem er afar mikilvægt í stækkandi bæ. Gríðarlegur vöxtur er í bænum og mikill kraftur, og við erum stolt af því að geta mætt þeim vexti með betri aðstöðu. Í húsinu er rými fyrir knattspyrnuvöll í fullri stærð og um 800 áhorfendur rúmast á svölum íþróttasalarins. Innanhúss er einnig stærsti klifurveggur landsins, góð teygju- og upphitunaraðstaða og fyrsta flokks styrktar- og þrekæfingaaðstaða ásamt tilheyrandi stoðrýmum. Í húsinu eru einnig óráðstafaðar hæðir sem vonandi nýtast undir heilsutengda starfsemi í framtíðinni. Má með sanni segja að húsið nýtist til fjölbreyttrar íþrótta- og tómstundaiðkunar fyrir fólk á öllum aldri. En hvaðan kemur nafnið Miðgarður? Garðabær efndi haustið 2021 til nafnasamkeppni um nafn á nýja fjölnota íþróttahúsinu í Garðabæ sem var öllum opin og fjölmargir íbúar tóku þátt og sendu inn tillögur að nafni. Nafn hússins, Miðgarður, var svo tilkynnt formlega í byrjun þessa árs. Samkvæmt goðafræðinni er Miðgarður miðja heimsins og sá staður þar sem mannfólkið býr. Það rímar vel við hugmyndir um fjölnota íþróttahúsið þar sem vonast er eftir lífi og fjöri á degi hverjum ásamt því að þar verður rými fyrir fjölbreytt viðfangsefni. Laugardaginn 30. apríl kl. 13-16 verður opnunarhátíð Miðgarðs, fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri í Garðabæ. Höfundur er bæjarstjóri í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Íþróttir barna Stjarnan Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Garðabær er heilsueflandi samfélag frá árinu 2018 en með þátttöku í því verkefni skuldbindur Garðabær sig til að leggja áherslu á að lýðheilsa íbúa sé höfð í fyrirrúmi. Miðgarður, nýtt fjölnota íþróttahús Garðbæinga er risið og æfingar hafnar en húsið er mikil lyftistöng fyrir íþrótta- og heilsueflandi starfsemi í Garðabæ. Það má með sanni segja að húsið eigi eftir að gjörbylta íþróttastarfinu í bænum, sem þó er afar metnaðarfullt fyrir. Miðgarður er staðsettur í Vetrarmýri og er hluti af þróunarsvæði sem nær m.a. yfir Hnoðraholt, Vetrarmýri, Vífilsstaði og Smalaholt. Við Miðgarð verður samfelld byggð, í Hnoðraholti norðan megin við Miðgarð er gert ráð fyrir nýrri íbúðabyggð sem bætist við þá sem fyrir er á holtinu og næst Reykjanesbraut er gert ráð fyrir verslun, þjónustu og stofnunum sem mynda þjónustukjarna þessa bæjarhluta. Austan við Miðgarð er golfvöllur GKG, skógræktarsvæði við Smalaholt og þaðan er einnig stutt í fallega náttúru okkar Garðbæinga við Vífilsstaðavatn og Heiðmörk þar sem margir íbúar höfuðborgarsvæðisins njóta útivistar á hverjum degi. Miðgarður gerir okkur kleift að fjölga þátttakendum í íþróttum í Garðabæ sem er afar mikilvægt í stækkandi bæ. Gríðarlegur vöxtur er í bænum og mikill kraftur, og við erum stolt af því að geta mætt þeim vexti með betri aðstöðu. Í húsinu er rými fyrir knattspyrnuvöll í fullri stærð og um 800 áhorfendur rúmast á svölum íþróttasalarins. Innanhúss er einnig stærsti klifurveggur landsins, góð teygju- og upphitunaraðstaða og fyrsta flokks styrktar- og þrekæfingaaðstaða ásamt tilheyrandi stoðrýmum. Í húsinu eru einnig óráðstafaðar hæðir sem vonandi nýtast undir heilsutengda starfsemi í framtíðinni. Má með sanni segja að húsið nýtist til fjölbreyttrar íþrótta- og tómstundaiðkunar fyrir fólk á öllum aldri. En hvaðan kemur nafnið Miðgarður? Garðabær efndi haustið 2021 til nafnasamkeppni um nafn á nýja fjölnota íþróttahúsinu í Garðabæ sem var öllum opin og fjölmargir íbúar tóku þátt og sendu inn tillögur að nafni. Nafn hússins, Miðgarður, var svo tilkynnt formlega í byrjun þessa árs. Samkvæmt goðafræðinni er Miðgarður miðja heimsins og sá staður þar sem mannfólkið býr. Það rímar vel við hugmyndir um fjölnota íþróttahúsið þar sem vonast er eftir lífi og fjöri á degi hverjum ásamt því að þar verður rými fyrir fjölbreytt viðfangsefni. Laugardaginn 30. apríl kl. 13-16 verður opnunarhátíð Miðgarðs, fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri í Garðabæ. Höfundur er bæjarstjóri í Garðabæ.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun