Lyftistöng fyrir íþrótta- og heilsueflandi starfsemi í Garðabæ Gunnar Einarsson skrifar 29. apríl 2022 09:45 Garðabær er heilsueflandi samfélag frá árinu 2018 en með þátttöku í því verkefni skuldbindur Garðabær sig til að leggja áherslu á að lýðheilsa íbúa sé höfð í fyrirrúmi. Miðgarður, nýtt fjölnota íþróttahús Garðbæinga er risið og æfingar hafnar en húsið er mikil lyftistöng fyrir íþrótta- og heilsueflandi starfsemi í Garðabæ. Það má með sanni segja að húsið eigi eftir að gjörbylta íþróttastarfinu í bænum, sem þó er afar metnaðarfullt fyrir. Miðgarður er staðsettur í Vetrarmýri og er hluti af þróunarsvæði sem nær m.a. yfir Hnoðraholt, Vetrarmýri, Vífilsstaði og Smalaholt. Við Miðgarð verður samfelld byggð, í Hnoðraholti norðan megin við Miðgarð er gert ráð fyrir nýrri íbúðabyggð sem bætist við þá sem fyrir er á holtinu og næst Reykjanesbraut er gert ráð fyrir verslun, þjónustu og stofnunum sem mynda þjónustukjarna þessa bæjarhluta. Austan við Miðgarð er golfvöllur GKG, skógræktarsvæði við Smalaholt og þaðan er einnig stutt í fallega náttúru okkar Garðbæinga við Vífilsstaðavatn og Heiðmörk þar sem margir íbúar höfuðborgarsvæðisins njóta útivistar á hverjum degi. Miðgarður gerir okkur kleift að fjölga þátttakendum í íþróttum í Garðabæ sem er afar mikilvægt í stækkandi bæ. Gríðarlegur vöxtur er í bænum og mikill kraftur, og við erum stolt af því að geta mætt þeim vexti með betri aðstöðu. Í húsinu er rými fyrir knattspyrnuvöll í fullri stærð og um 800 áhorfendur rúmast á svölum íþróttasalarins. Innanhúss er einnig stærsti klifurveggur landsins, góð teygju- og upphitunaraðstaða og fyrsta flokks styrktar- og þrekæfingaaðstaða ásamt tilheyrandi stoðrýmum. Í húsinu eru einnig óráðstafaðar hæðir sem vonandi nýtast undir heilsutengda starfsemi í framtíðinni. Má með sanni segja að húsið nýtist til fjölbreyttrar íþrótta- og tómstundaiðkunar fyrir fólk á öllum aldri. En hvaðan kemur nafnið Miðgarður? Garðabær efndi haustið 2021 til nafnasamkeppni um nafn á nýja fjölnota íþróttahúsinu í Garðabæ sem var öllum opin og fjölmargir íbúar tóku þátt og sendu inn tillögur að nafni. Nafn hússins, Miðgarður, var svo tilkynnt formlega í byrjun þessa árs. Samkvæmt goðafræðinni er Miðgarður miðja heimsins og sá staður þar sem mannfólkið býr. Það rímar vel við hugmyndir um fjölnota íþróttahúsið þar sem vonast er eftir lífi og fjöri á degi hverjum ásamt því að þar verður rými fyrir fjölbreytt viðfangsefni. Laugardaginn 30. apríl kl. 13-16 verður opnunarhátíð Miðgarðs, fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri í Garðabæ. Höfundur er bæjarstjóri í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Íþróttir barna Stjarnan Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Garðabær er heilsueflandi samfélag frá árinu 2018 en með þátttöku í því verkefni skuldbindur Garðabær sig til að leggja áherslu á að lýðheilsa íbúa sé höfð í fyrirrúmi. Miðgarður, nýtt fjölnota íþróttahús Garðbæinga er risið og æfingar hafnar en húsið er mikil lyftistöng fyrir íþrótta- og heilsueflandi starfsemi í Garðabæ. Það má með sanni segja að húsið eigi eftir að gjörbylta íþróttastarfinu í bænum, sem þó er afar metnaðarfullt fyrir. Miðgarður er staðsettur í Vetrarmýri og er hluti af þróunarsvæði sem nær m.a. yfir Hnoðraholt, Vetrarmýri, Vífilsstaði og Smalaholt. Við Miðgarð verður samfelld byggð, í Hnoðraholti norðan megin við Miðgarð er gert ráð fyrir nýrri íbúðabyggð sem bætist við þá sem fyrir er á holtinu og næst Reykjanesbraut er gert ráð fyrir verslun, þjónustu og stofnunum sem mynda þjónustukjarna þessa bæjarhluta. Austan við Miðgarð er golfvöllur GKG, skógræktarsvæði við Smalaholt og þaðan er einnig stutt í fallega náttúru okkar Garðbæinga við Vífilsstaðavatn og Heiðmörk þar sem margir íbúar höfuðborgarsvæðisins njóta útivistar á hverjum degi. Miðgarður gerir okkur kleift að fjölga þátttakendum í íþróttum í Garðabæ sem er afar mikilvægt í stækkandi bæ. Gríðarlegur vöxtur er í bænum og mikill kraftur, og við erum stolt af því að geta mætt þeim vexti með betri aðstöðu. Í húsinu er rými fyrir knattspyrnuvöll í fullri stærð og um 800 áhorfendur rúmast á svölum íþróttasalarins. Innanhúss er einnig stærsti klifurveggur landsins, góð teygju- og upphitunaraðstaða og fyrsta flokks styrktar- og þrekæfingaaðstaða ásamt tilheyrandi stoðrýmum. Í húsinu eru einnig óráðstafaðar hæðir sem vonandi nýtast undir heilsutengda starfsemi í framtíðinni. Má með sanni segja að húsið nýtist til fjölbreyttrar íþrótta- og tómstundaiðkunar fyrir fólk á öllum aldri. En hvaðan kemur nafnið Miðgarður? Garðabær efndi haustið 2021 til nafnasamkeppni um nafn á nýja fjölnota íþróttahúsinu í Garðabæ sem var öllum opin og fjölmargir íbúar tóku þátt og sendu inn tillögur að nafni. Nafn hússins, Miðgarður, var svo tilkynnt formlega í byrjun þessa árs. Samkvæmt goðafræðinni er Miðgarður miðja heimsins og sá staður þar sem mannfólkið býr. Það rímar vel við hugmyndir um fjölnota íþróttahúsið þar sem vonast er eftir lífi og fjöri á degi hverjum ásamt því að þar verður rými fyrir fjölbreytt viðfangsefni. Laugardaginn 30. apríl kl. 13-16 verður opnunarhátíð Miðgarðs, fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri í Garðabæ. Höfundur er bæjarstjóri í Garðabæ.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun