Lyftistöng fyrir íþrótta- og heilsueflandi starfsemi í Garðabæ Gunnar Einarsson skrifar 29. apríl 2022 09:45 Garðabær er heilsueflandi samfélag frá árinu 2018 en með þátttöku í því verkefni skuldbindur Garðabær sig til að leggja áherslu á að lýðheilsa íbúa sé höfð í fyrirrúmi. Miðgarður, nýtt fjölnota íþróttahús Garðbæinga er risið og æfingar hafnar en húsið er mikil lyftistöng fyrir íþrótta- og heilsueflandi starfsemi í Garðabæ. Það má með sanni segja að húsið eigi eftir að gjörbylta íþróttastarfinu í bænum, sem þó er afar metnaðarfullt fyrir. Miðgarður er staðsettur í Vetrarmýri og er hluti af þróunarsvæði sem nær m.a. yfir Hnoðraholt, Vetrarmýri, Vífilsstaði og Smalaholt. Við Miðgarð verður samfelld byggð, í Hnoðraholti norðan megin við Miðgarð er gert ráð fyrir nýrri íbúðabyggð sem bætist við þá sem fyrir er á holtinu og næst Reykjanesbraut er gert ráð fyrir verslun, þjónustu og stofnunum sem mynda þjónustukjarna þessa bæjarhluta. Austan við Miðgarð er golfvöllur GKG, skógræktarsvæði við Smalaholt og þaðan er einnig stutt í fallega náttúru okkar Garðbæinga við Vífilsstaðavatn og Heiðmörk þar sem margir íbúar höfuðborgarsvæðisins njóta útivistar á hverjum degi. Miðgarður gerir okkur kleift að fjölga þátttakendum í íþróttum í Garðabæ sem er afar mikilvægt í stækkandi bæ. Gríðarlegur vöxtur er í bænum og mikill kraftur, og við erum stolt af því að geta mætt þeim vexti með betri aðstöðu. Í húsinu er rými fyrir knattspyrnuvöll í fullri stærð og um 800 áhorfendur rúmast á svölum íþróttasalarins. Innanhúss er einnig stærsti klifurveggur landsins, góð teygju- og upphitunaraðstaða og fyrsta flokks styrktar- og þrekæfingaaðstaða ásamt tilheyrandi stoðrýmum. Í húsinu eru einnig óráðstafaðar hæðir sem vonandi nýtast undir heilsutengda starfsemi í framtíðinni. Má með sanni segja að húsið nýtist til fjölbreyttrar íþrótta- og tómstundaiðkunar fyrir fólk á öllum aldri. En hvaðan kemur nafnið Miðgarður? Garðabær efndi haustið 2021 til nafnasamkeppni um nafn á nýja fjölnota íþróttahúsinu í Garðabæ sem var öllum opin og fjölmargir íbúar tóku þátt og sendu inn tillögur að nafni. Nafn hússins, Miðgarður, var svo tilkynnt formlega í byrjun þessa árs. Samkvæmt goðafræðinni er Miðgarður miðja heimsins og sá staður þar sem mannfólkið býr. Það rímar vel við hugmyndir um fjölnota íþróttahúsið þar sem vonast er eftir lífi og fjöri á degi hverjum ásamt því að þar verður rými fyrir fjölbreytt viðfangsefni. Laugardaginn 30. apríl kl. 13-16 verður opnunarhátíð Miðgarðs, fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri í Garðabæ. Höfundur er bæjarstjóri í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Íþróttir barna Stjarnan Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Garðabær er heilsueflandi samfélag frá árinu 2018 en með þátttöku í því verkefni skuldbindur Garðabær sig til að leggja áherslu á að lýðheilsa íbúa sé höfð í fyrirrúmi. Miðgarður, nýtt fjölnota íþróttahús Garðbæinga er risið og æfingar hafnar en húsið er mikil lyftistöng fyrir íþrótta- og heilsueflandi starfsemi í Garðabæ. Það má með sanni segja að húsið eigi eftir að gjörbylta íþróttastarfinu í bænum, sem þó er afar metnaðarfullt fyrir. Miðgarður er staðsettur í Vetrarmýri og er hluti af þróunarsvæði sem nær m.a. yfir Hnoðraholt, Vetrarmýri, Vífilsstaði og Smalaholt. Við Miðgarð verður samfelld byggð, í Hnoðraholti norðan megin við Miðgarð er gert ráð fyrir nýrri íbúðabyggð sem bætist við þá sem fyrir er á holtinu og næst Reykjanesbraut er gert ráð fyrir verslun, þjónustu og stofnunum sem mynda þjónustukjarna þessa bæjarhluta. Austan við Miðgarð er golfvöllur GKG, skógræktarsvæði við Smalaholt og þaðan er einnig stutt í fallega náttúru okkar Garðbæinga við Vífilsstaðavatn og Heiðmörk þar sem margir íbúar höfuðborgarsvæðisins njóta útivistar á hverjum degi. Miðgarður gerir okkur kleift að fjölga þátttakendum í íþróttum í Garðabæ sem er afar mikilvægt í stækkandi bæ. Gríðarlegur vöxtur er í bænum og mikill kraftur, og við erum stolt af því að geta mætt þeim vexti með betri aðstöðu. Í húsinu er rými fyrir knattspyrnuvöll í fullri stærð og um 800 áhorfendur rúmast á svölum íþróttasalarins. Innanhúss er einnig stærsti klifurveggur landsins, góð teygju- og upphitunaraðstaða og fyrsta flokks styrktar- og þrekæfingaaðstaða ásamt tilheyrandi stoðrýmum. Í húsinu eru einnig óráðstafaðar hæðir sem vonandi nýtast undir heilsutengda starfsemi í framtíðinni. Má með sanni segja að húsið nýtist til fjölbreyttrar íþrótta- og tómstundaiðkunar fyrir fólk á öllum aldri. En hvaðan kemur nafnið Miðgarður? Garðabær efndi haustið 2021 til nafnasamkeppni um nafn á nýja fjölnota íþróttahúsinu í Garðabæ sem var öllum opin og fjölmargir íbúar tóku þátt og sendu inn tillögur að nafni. Nafn hússins, Miðgarður, var svo tilkynnt formlega í byrjun þessa árs. Samkvæmt goðafræðinni er Miðgarður miðja heimsins og sá staður þar sem mannfólkið býr. Það rímar vel við hugmyndir um fjölnota íþróttahúsið þar sem vonast er eftir lífi og fjöri á degi hverjum ásamt því að þar verður rými fyrir fjölbreytt viðfangsefni. Laugardaginn 30. apríl kl. 13-16 verður opnunarhátíð Miðgarðs, fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri í Garðabæ. Höfundur er bæjarstjóri í Garðabæ.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar