Fleiri valkostir í Reykjavík Einar Karl Friðriksson skrifar 29. apríl 2022 11:30 Þegar Reykjavík óx sem hraðast á seinustu öld og breyttist úr smábæ í borg trúði fólk á einkabílinn sem allsherjar samgöngulausn. Og vissulega er einkabíllinn þægilegur og gagnlegur og gerir okkur kleift að ferðast hvenær og hvert sem er. Ég á einn slíkan og nota öðru hvoru. En borgir sem taka mið af því að allir ferðist á bílum verða að borgum þar sem allir þurfa að ferðast á bílum. Og þær fyllast af bílum. Fleiri og fleiri stærri sem smærri borgir í löndum í kringum okkur hafa því unnið að því að fjölga öðrum valkostum í samgöngum og takmarka bílaumferð þar sem því verður við komið. Borgarlínan er slíkur viðbótar valkostur. Ekki bara samgöngutæki En Borgarlínan er ekki bara samgöngutæki, þægilegri strætó, heldur mjög mikilvægur þáttur í skipulagi. Þannig liggur fyrir nýtt og metnaðarfullt skipulag á fjölmennu og flottu hverfi á Ártúnshöfða sem verður beintengt við miðbæinn, og háskólana báða með Borgarlínu. Línan fer í gegnum nýja Vogahverfið og fram hjá Skeifusvæðinu sem hefur mikla möguleika til spennandi þróunar. Það mun auðvelda íbúum nýja hverfisins að ferðast með öðrum hætti en bíl og þýðir að hverfið sjálft má skipuleggja þannig að ekki þurfi jafn mikið pláss undir mannvirki tengdum bílum og bílaumferð. Þannig fæst þétt byggt en samt rólegt hverfi með grænum svæðum og vistlegum almenningsrýmum. Þaðan mun svo Borgarlínan liggja áfram til austurs upp í Keldnaholt þar sem annað nýtt hverfi mun rísa, með blandaðri byggð atvinnu- og íbúðarhúsnæðis. Þannig er tryggt strax í upphafi að Borgarlínan komist greitt beint í gegnum hin nýju hverfi og mestur þéttleiki og þjónusta höfð meðfram línunni. Hinn valkosturinn, að brjóta land í jaðri byggðar undir ný en hefðbundin úthverfi, myndi skapa mun meiri heildarumferð enda myndi byggð dreifast enn meira og ný hverfi byggjast þar sem erfitt er að bjóða nærþjónustu og góðar almenningssamgöngur. Skynsöm og fagleg nálgun Með nýrri heildarhugsun í skipulagi er fleirum gert kleift að sleppa því að eiga bíl, eða að fækka bílum á heimili og þeir sem eiga bíl geta sleppt því að nota bílinn alla daga í og úr vinnu. Þetta eru ekki öfgar, langt í frá, heldur einfaldlega skynsöm og fagleg nálgun sem skapar betri borg. Viðreisn styður Borgarlínu og hefur í borgarstjórn greitt götu þess verkefnis síðastliðið kjörtímabil með öðrum mikilvægum skipulagsverkefnum, sem meðal annars hefur skilað metfjölda fullgerðra íbúða sl. þrjú ár. Við í Viðreisn höfum á stefnuskrá okkar að tryggja á næsta kjörtímabili lóðir fyrir í það minnsta 2000 nýjar íbúðir á ári. Borgarlínan er tromp í metnaðarfullu framtíðarskipulagi borgarinnar. Þannig verður borgin áfram eftirsóttur staður fyrir næstu kynslóðir og getur þróast sem öflug, sjálfbær, falleg og skemmtileg borg. Höfundur skipar 16. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samgöngur Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Sjá meira
Þegar Reykjavík óx sem hraðast á seinustu öld og breyttist úr smábæ í borg trúði fólk á einkabílinn sem allsherjar samgöngulausn. Og vissulega er einkabíllinn þægilegur og gagnlegur og gerir okkur kleift að ferðast hvenær og hvert sem er. Ég á einn slíkan og nota öðru hvoru. En borgir sem taka mið af því að allir ferðist á bílum verða að borgum þar sem allir þurfa að ferðast á bílum. Og þær fyllast af bílum. Fleiri og fleiri stærri sem smærri borgir í löndum í kringum okkur hafa því unnið að því að fjölga öðrum valkostum í samgöngum og takmarka bílaumferð þar sem því verður við komið. Borgarlínan er slíkur viðbótar valkostur. Ekki bara samgöngutæki En Borgarlínan er ekki bara samgöngutæki, þægilegri strætó, heldur mjög mikilvægur þáttur í skipulagi. Þannig liggur fyrir nýtt og metnaðarfullt skipulag á fjölmennu og flottu hverfi á Ártúnshöfða sem verður beintengt við miðbæinn, og háskólana báða með Borgarlínu. Línan fer í gegnum nýja Vogahverfið og fram hjá Skeifusvæðinu sem hefur mikla möguleika til spennandi þróunar. Það mun auðvelda íbúum nýja hverfisins að ferðast með öðrum hætti en bíl og þýðir að hverfið sjálft má skipuleggja þannig að ekki þurfi jafn mikið pláss undir mannvirki tengdum bílum og bílaumferð. Þannig fæst þétt byggt en samt rólegt hverfi með grænum svæðum og vistlegum almenningsrýmum. Þaðan mun svo Borgarlínan liggja áfram til austurs upp í Keldnaholt þar sem annað nýtt hverfi mun rísa, með blandaðri byggð atvinnu- og íbúðarhúsnæðis. Þannig er tryggt strax í upphafi að Borgarlínan komist greitt beint í gegnum hin nýju hverfi og mestur þéttleiki og þjónusta höfð meðfram línunni. Hinn valkosturinn, að brjóta land í jaðri byggðar undir ný en hefðbundin úthverfi, myndi skapa mun meiri heildarumferð enda myndi byggð dreifast enn meira og ný hverfi byggjast þar sem erfitt er að bjóða nærþjónustu og góðar almenningssamgöngur. Skynsöm og fagleg nálgun Með nýrri heildarhugsun í skipulagi er fleirum gert kleift að sleppa því að eiga bíl, eða að fækka bílum á heimili og þeir sem eiga bíl geta sleppt því að nota bílinn alla daga í og úr vinnu. Þetta eru ekki öfgar, langt í frá, heldur einfaldlega skynsöm og fagleg nálgun sem skapar betri borg. Viðreisn styður Borgarlínu og hefur í borgarstjórn greitt götu þess verkefnis síðastliðið kjörtímabil með öðrum mikilvægum skipulagsverkefnum, sem meðal annars hefur skilað metfjölda fullgerðra íbúða sl. þrjú ár. Við í Viðreisn höfum á stefnuskrá okkar að tryggja á næsta kjörtímabili lóðir fyrir í það minnsta 2000 nýjar íbúðir á ári. Borgarlínan er tromp í metnaðarfullu framtíðarskipulagi borgarinnar. Þannig verður borgin áfram eftirsóttur staður fyrir næstu kynslóðir og getur þróast sem öflug, sjálfbær, falleg og skemmtileg borg. Höfundur skipar 16. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun