Fundað hjá Flokki fólksins vegna skilaboða Tómasar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. apríl 2022 16:11 Guðmundur Ingi Kristinsson í pontu Alþingis á dögunum. vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður þingflokks Flokks fólksins, segist hafa rætt við Tómas A. Tómasson, þingmann flokksins, um skilaboð sem hann sendi árið 2014 þar sem Tómas lýsti kynlífi sínu með yngri konum í Taílandi. Vísir greindi frá skilaboðunum fyrir hádegi í dag. Þau eru frá 2014 og segir Tómas, þá nýlentur í höfuðborginni Bangkok, meðal annars: „Ein dásamleg 26 ára ca. 45 kg var að yfirgefa herbergið smokklaust. En byrjaði á nuddkonunni fyrr í dag, kvöldið er ungt, 20.21.“ Í framhaldinu segist hann ætla að láta kunningja sinn vita þegar hann „tek eina fyrir thig“. Tómas sagði í samtali við fréttastofu ekki líta svo á að hann hefði greitt fyrir kynlíf í Taílandi. „Hann er fullorðinn einstaklingur“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur ekki svarað símtölum fréttastofu í dag. Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður þingflokksins, segir málið til skoðunar hjá flokknum. „Þetta gerðist áður en hann kom í flokkinn. Hann er fullorðinn einstaklingur, ber auðvitað ábyrgð á sjálfum sér,“ segir Guðmundur Ingi. „Við skoðum þetta og veltum fyrir okkur öllu í þessu máli, og tökum síðan ákvörðun,“ bætir hann við. Spurður hvernig málið slær hann segir Guðmundur Ingi: „Þetta er ekki gott en þetta er verst fyrir hann.“ „Að mörgu leyti sorgarmál“ Guðmundur Ingi segir skoðun málsins ekki langt komna. „Við ætlum að gefa okkur góðan tíma til að skoða þetta mál,“ segir Guðmundur Ingi. Tómas A. Tómasson hefur verið kjörinn fulltrúi frá síðasta hausti. Hann átti samkvæmt smáskilaboðum kynferðisleg samskipti við taílenska konu árið 2014 og segist ekki hafa greitt fyrir þau.Vísir „Við skoðum þetta og veltum fyrir okkur öllu í þessu máli, og tökum síðan ákvörðun.“ Ekkert liggi fyrir um hvort Tómasi verði vikið úr flokknum. „Við ætlum að fara í gegnum þetta og skoða þetta. Þetta er að mörgu leyti sorgarmál, við verðum að skoða það, ræða það og svo kemur niðurstaða,“ segir Guðmundur Ingi. Ekkert heyrst í Ingu Sæland Hann viti ekkert hvenær niðurstaða liggi fyrir. Málið verði að fá sinn tíma. Hann hafi þegar hitt Tómas og muni gera það áfram. Guðmundur Ingi segir Ingu Sæland formann flokksins í veikindaleyfi sem sé að líkindum ástæða þess að ekkert hafi heyrst frá henni varðandi málið. Inga hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu í dag. Inga var þó í viðtali á Bylgjunni í gær um blóðmerahald. Guðmundur segir þau Ingu hafa rætt saman en það hafi verið tveggja manna tal. Aðspurður um hvað formanninum finnist um málið segir Guðmundur Ingi: „Þið verðið að spyrja hana um það.“ Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Tómas lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi Tómas A. Tómasson þingmaður lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi sem vísað er til í smáskilaboðum sem hann sendi til kunningja síns árið 2014. 28. apríl 2022 11:24 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Vísir greindi frá skilaboðunum fyrir hádegi í dag. Þau eru frá 2014 og segir Tómas, þá nýlentur í höfuðborginni Bangkok, meðal annars: „Ein dásamleg 26 ára ca. 45 kg var að yfirgefa herbergið smokklaust. En byrjaði á nuddkonunni fyrr í dag, kvöldið er ungt, 20.21.“ Í framhaldinu segist hann ætla að láta kunningja sinn vita þegar hann „tek eina fyrir thig“. Tómas sagði í samtali við fréttastofu ekki líta svo á að hann hefði greitt fyrir kynlíf í Taílandi. „Hann er fullorðinn einstaklingur“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur ekki svarað símtölum fréttastofu í dag. Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður þingflokksins, segir málið til skoðunar hjá flokknum. „Þetta gerðist áður en hann kom í flokkinn. Hann er fullorðinn einstaklingur, ber auðvitað ábyrgð á sjálfum sér,“ segir Guðmundur Ingi. „Við skoðum þetta og veltum fyrir okkur öllu í þessu máli, og tökum síðan ákvörðun,“ bætir hann við. Spurður hvernig málið slær hann segir Guðmundur Ingi: „Þetta er ekki gott en þetta er verst fyrir hann.“ „Að mörgu leyti sorgarmál“ Guðmundur Ingi segir skoðun málsins ekki langt komna. „Við ætlum að gefa okkur góðan tíma til að skoða þetta mál,“ segir Guðmundur Ingi. Tómas A. Tómasson hefur verið kjörinn fulltrúi frá síðasta hausti. Hann átti samkvæmt smáskilaboðum kynferðisleg samskipti við taílenska konu árið 2014 og segist ekki hafa greitt fyrir þau.Vísir „Við skoðum þetta og veltum fyrir okkur öllu í þessu máli, og tökum síðan ákvörðun.“ Ekkert liggi fyrir um hvort Tómasi verði vikið úr flokknum. „Við ætlum að fara í gegnum þetta og skoða þetta. Þetta er að mörgu leyti sorgarmál, við verðum að skoða það, ræða það og svo kemur niðurstaða,“ segir Guðmundur Ingi. Ekkert heyrst í Ingu Sæland Hann viti ekkert hvenær niðurstaða liggi fyrir. Málið verði að fá sinn tíma. Hann hafi þegar hitt Tómas og muni gera það áfram. Guðmundur Ingi segir Ingu Sæland formann flokksins í veikindaleyfi sem sé að líkindum ástæða þess að ekkert hafi heyrst frá henni varðandi málið. Inga hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu í dag. Inga var þó í viðtali á Bylgjunni í gær um blóðmerahald. Guðmundur segir þau Ingu hafa rætt saman en það hafi verið tveggja manna tal. Aðspurður um hvað formanninum finnist um málið segir Guðmundur Ingi: „Þið verðið að spyrja hana um það.“
Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Tómas lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi Tómas A. Tómasson þingmaður lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi sem vísað er til í smáskilaboðum sem hann sendi til kunningja síns árið 2014. 28. apríl 2022 11:24 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Tómas lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi Tómas A. Tómasson þingmaður lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi sem vísað er til í smáskilaboðum sem hann sendi til kunningja síns árið 2014. 28. apríl 2022 11:24