Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Haukar 51-60 | Haukakonur tryggðu sér oddaleik Atli Arason skrifar 28. apríl 2022 23:02 Haukar fagna körfu Bríetar í leiknum í kvöld. Vilhelm Haukar og Njarðvík munu mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna eftir níu stiga sigur Haukakvenna í Ljónagryfjunni í kvöld, 51-60. Haukar byrja betur, fyrstu fjögur stig voru gestanna. Haukar leiddu fyrsta leikhlutan frá upphafi til enda og komust mest í átta stiga forystu áður en Aliyah Collier gerði síðustu tvö stigin fyrir Njarðvík í fyrsta leikhluta sem Haukar unnu, 8-14. Njarðvíkingar komu af krafti inn í annan leikhluta en framan af tókst Haukum að halda heimakonum í olboga fjarlægð þangað til í lok fjórðungsins þegar níu stiga áhlaup Njarðvíkur kom þeim yfir í fyrsta skipti í leiknum í stöðunni 32-29. Síðustu þrjú stig leikhlutans eru þó Hauka og liðin fóru jöfn inn til búningsherbergja í hálfleik í stöðunni 32-32. Þriðji leikhluti varð Njarðvíkingum að falli. Öflugur varnarleikur Hauka þvingaði heimakonur í erfið skot og marga tapaða bolta. Fimm tapaðir boltar og aðeins 2 skot af 18 utan af velli fóru ofan í körfuna. Haukar juku við forskot sitt hinu meginn á vellinum og unnu þriðja fjórðunginn sannfærandi, 5-17. Þrátt fyrir að vera 12 stigum undir fyrir loka leikhlutan þá voru Njaðvíkingar ekki tilbúnar að gefast upp. Njarðvík tókst að minnka muninn minnst niður í 5 þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af leiknum í stöðunni 51-56. Haukar gerðu þó næstu fjögur stig áður en allt fer í háaloft undir lok leiksins þegar allt stefndi í slagsmál eftir að Helena Sverris ýtir í Collier. Dómaratríóið skoðaði atvikið nánar og alls voru dæmdar tvær tæknivillur og tvær óíþróttamannslegar villur á sömu sekúndinni. Mikill hiti undir lok leiks sem verður leikmönnum sennilega ofarlega í huga fyrir oddaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn á sunnudaginn. Afhverju vann Haukar? Haukar komu með nýjar áherlsur í varnarleikinn sinn í kvöld sem var þéttur eins og vel steyptur veggur. Njarðvík hitti aðeins úr 16 af 61 skoti og tapaði alls 25 boltum. Hverjar stóðu upp úr? Aliyah Collier gerði rúmlega helming allra stiga Njarðvíkur en hún tók líka tæplega helming allra skota liðsins. Collier var með 27 stig og tók 20 fráköst í leiknum og var framlagshæst með 20 framlagspunkta. Eva Margrét var stigahæst hjá Haukum með 15 stig en hún tók líka 7 fráköst og var með flesta framlagspunkta hjá gestunum, alls 17 punkta. Hvað gekk illa? Njarðvík vantaði sárlega framlag frá öðrum leikmönnum en Collier. Hvað gerist næst? Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn á sunnudag í Ólafssal. „Þakklátur fyrir alla sem mættu“ Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, í einu af leikhléum sínum í leiknum í kvöld.Vilhelm Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var ánægður með leik sinna leikmanna í þessum hörku leik gegn Njarðvík. „Þessi var rosalegur. Ég er svo ánægður með orkuna í stelpunum og stuðninginn á pöllunum. Við ætluðum okkur að koma þessu í fimmta leik í Ólafssal og það er draumur okkar eins og þeirra í Njarðvík að ná í þennan titill. Við ætlum að gera það í Ólafssal og ná í fyrsta titilinn í þessu frábæra húsi,“ sagði Bjarni Magnússon í viðtali eftir leik. Stemningin í Ljónagryfjunni var ærandi á köflum. Lætin í báðum stuðningsmannahópum var ótrúleg sem stóðu og sungu allan leikinn. „Geggjaður stuðningur. Ég er þakklátur fyrir alla sem mættu og ég vil fá enn þá fleiri Hauka á sunnudaginn en mér finnst stelpurnar eiga það skilið. Við hefðum þurft að fá fleiri á heimavöllinn okkar. Þessir sem mættu voru geggjaðir,“ svaraði Bjarni aðspurður út í lætin í stúkunni. „Mér fannst þær vera að taka aðeins of mörg sóknarfráköst í fyrri hálfleik miðað við fá skot. Við breyttum aðeins til í varnarleiknum okkar í seinni hálfleik og mér fannst við framkvæma það mjög vel. Sóknin okkar hefði geta verið smurðari inn á milli en þetta eru tvö hörku lið sem bæði vilja spila fast. Við náðum baráttunni í kvöld en stóra baráttan er næsta sunnudag.“ Framundan er oddaleikur í Ólafssal en Haukar ætlar að bjóða upp á eitthvað nýtt í úrslitaleiknum. „Við ætlum að fá að fagna þessu í kvöld og svo hittumst við aftur á morgun og förum vel yfir leikinn. Við komum með aðeins öðruvísi vörn í þennan leik og mér fannst þær ekki ná að leysa það. Þær fá núna tvo daga til að skoða það en við komum kannski með eitthvað nýtt á sunnudaginn,“ sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka. „Ég lofa því að ég skal finna lausn við þessu á sunnudaginn“ Rúnar Ingi Erlingsson er þjálfari Njarðvíkur.Vilhelm „Við ætlum að mæta í Ólafssal og vinna á sunnudaginn,“ voru fyrstu viðbrögð Rúnars Inga Erlingssonar, þjálfara Njarðvíkur, í viðtali við Vísi eftir leik. Haukar komu með breyttar áherslur á sínum leik í viðureigninni í kvöld. Rúnar tekur það á sig að hafa ekki miðlað nógu góðum lausnum við leik Hauka en lofar því að vera með réttu svörin í oddaleiknum á sunnudag. „Það voru rosa margir litlir hlutir sem fóru úrskeiðis. Við náum okkur aldrei á strik sóknarlega. Við fáum ágætis tækifæri í fyrsta leikhluta en svo erum við að láta það sem þær gera á bolta hindrunum trufla okkur rosa mikið. Við töluðum um það hvernig við vildum bregðast við því en náum ekki að framkvæma það nógu vel. Við erum alltof staðar, þær eru að koma mjög aggresívar á okkur og við bregðumst við því með meira drippli en boltahreyfingu, sem væri annars lykilinn. Ég tek þetta bara á mig, við þurfum að finna betri lausnir. Við höfðum 35 mínútur í dag til að bregðast við því en það gekk ekki. Ég lofa því að ég skal finna lausn við þessu á sunnudaginn,“ bætti Rúnar við. Njarðvíkingar byrjuðu leikinn ekki nógu vel og voru að elta leikinn allan fyrsta leikhluta. Leikurinn var vissulega stór fyrir nýliða í deildinni að spila um Íslandsmeistaratitilinn á sínu fyrsta tímabili í efstu deild. „Við töluðum um það fyrir leik og vorum alveg hreinskilin. Þetta er stórt stund fyrir okkar leikmenn og okkar klúbb að vera komin í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn. Mér fannst krafturinn í mínum leikmönnum vera góður fyrir leik. Geggjuð mæting hérna í Ljónagryfjuna og svaka stemning. Þetta er bara hluti af lærdómnum. Þessar stelpur voru margar hverjar að spila í fyrstu deild fyrir framan 15 áhorfendur fyrir bara nokkrum mánuðum síðan. Það voru nokkrar, m.a. atvinnumennirnir okkar sem bara mættu ekki til leiks í dag. Við í þjálfarateyminu og allir í kringum liðinu þurfum núna að hlúa að leikmönnunum. Að hjálpa þeim að takast á við þessar andlegu áskoranir. Þetta verður geggjað á sunnudaginn. Ég veit að mínir leikmenn eru miklir töffarar. Þær mæta tilbúnar og munu selja sig dýrt á sunnudaginn til að ná í þennan titill,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Haukar
Haukar og Njarðvík munu mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna eftir níu stiga sigur Haukakvenna í Ljónagryfjunni í kvöld, 51-60. Haukar byrja betur, fyrstu fjögur stig voru gestanna. Haukar leiddu fyrsta leikhlutan frá upphafi til enda og komust mest í átta stiga forystu áður en Aliyah Collier gerði síðustu tvö stigin fyrir Njarðvík í fyrsta leikhluta sem Haukar unnu, 8-14. Njarðvíkingar komu af krafti inn í annan leikhluta en framan af tókst Haukum að halda heimakonum í olboga fjarlægð þangað til í lok fjórðungsins þegar níu stiga áhlaup Njarðvíkur kom þeim yfir í fyrsta skipti í leiknum í stöðunni 32-29. Síðustu þrjú stig leikhlutans eru þó Hauka og liðin fóru jöfn inn til búningsherbergja í hálfleik í stöðunni 32-32. Þriðji leikhluti varð Njarðvíkingum að falli. Öflugur varnarleikur Hauka þvingaði heimakonur í erfið skot og marga tapaða bolta. Fimm tapaðir boltar og aðeins 2 skot af 18 utan af velli fóru ofan í körfuna. Haukar juku við forskot sitt hinu meginn á vellinum og unnu þriðja fjórðunginn sannfærandi, 5-17. Þrátt fyrir að vera 12 stigum undir fyrir loka leikhlutan þá voru Njaðvíkingar ekki tilbúnar að gefast upp. Njarðvík tókst að minnka muninn minnst niður í 5 þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af leiknum í stöðunni 51-56. Haukar gerðu þó næstu fjögur stig áður en allt fer í háaloft undir lok leiksins þegar allt stefndi í slagsmál eftir að Helena Sverris ýtir í Collier. Dómaratríóið skoðaði atvikið nánar og alls voru dæmdar tvær tæknivillur og tvær óíþróttamannslegar villur á sömu sekúndinni. Mikill hiti undir lok leiks sem verður leikmönnum sennilega ofarlega í huga fyrir oddaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn á sunnudaginn. Afhverju vann Haukar? Haukar komu með nýjar áherlsur í varnarleikinn sinn í kvöld sem var þéttur eins og vel steyptur veggur. Njarðvík hitti aðeins úr 16 af 61 skoti og tapaði alls 25 boltum. Hverjar stóðu upp úr? Aliyah Collier gerði rúmlega helming allra stiga Njarðvíkur en hún tók líka tæplega helming allra skota liðsins. Collier var með 27 stig og tók 20 fráköst í leiknum og var framlagshæst með 20 framlagspunkta. Eva Margrét var stigahæst hjá Haukum með 15 stig en hún tók líka 7 fráköst og var með flesta framlagspunkta hjá gestunum, alls 17 punkta. Hvað gekk illa? Njarðvík vantaði sárlega framlag frá öðrum leikmönnum en Collier. Hvað gerist næst? Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn á sunnudag í Ólafssal. „Þakklátur fyrir alla sem mættu“ Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, í einu af leikhléum sínum í leiknum í kvöld.Vilhelm Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var ánægður með leik sinna leikmanna í þessum hörku leik gegn Njarðvík. „Þessi var rosalegur. Ég er svo ánægður með orkuna í stelpunum og stuðninginn á pöllunum. Við ætluðum okkur að koma þessu í fimmta leik í Ólafssal og það er draumur okkar eins og þeirra í Njarðvík að ná í þennan titill. Við ætlum að gera það í Ólafssal og ná í fyrsta titilinn í þessu frábæra húsi,“ sagði Bjarni Magnússon í viðtali eftir leik. Stemningin í Ljónagryfjunni var ærandi á köflum. Lætin í báðum stuðningsmannahópum var ótrúleg sem stóðu og sungu allan leikinn. „Geggjaður stuðningur. Ég er þakklátur fyrir alla sem mættu og ég vil fá enn þá fleiri Hauka á sunnudaginn en mér finnst stelpurnar eiga það skilið. Við hefðum þurft að fá fleiri á heimavöllinn okkar. Þessir sem mættu voru geggjaðir,“ svaraði Bjarni aðspurður út í lætin í stúkunni. „Mér fannst þær vera að taka aðeins of mörg sóknarfráköst í fyrri hálfleik miðað við fá skot. Við breyttum aðeins til í varnarleiknum okkar í seinni hálfleik og mér fannst við framkvæma það mjög vel. Sóknin okkar hefði geta verið smurðari inn á milli en þetta eru tvö hörku lið sem bæði vilja spila fast. Við náðum baráttunni í kvöld en stóra baráttan er næsta sunnudag.“ Framundan er oddaleikur í Ólafssal en Haukar ætlar að bjóða upp á eitthvað nýtt í úrslitaleiknum. „Við ætlum að fá að fagna þessu í kvöld og svo hittumst við aftur á morgun og förum vel yfir leikinn. Við komum með aðeins öðruvísi vörn í þennan leik og mér fannst þær ekki ná að leysa það. Þær fá núna tvo daga til að skoða það en við komum kannski með eitthvað nýtt á sunnudaginn,“ sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka. „Ég lofa því að ég skal finna lausn við þessu á sunnudaginn“ Rúnar Ingi Erlingsson er þjálfari Njarðvíkur.Vilhelm „Við ætlum að mæta í Ólafssal og vinna á sunnudaginn,“ voru fyrstu viðbrögð Rúnars Inga Erlingssonar, þjálfara Njarðvíkur, í viðtali við Vísi eftir leik. Haukar komu með breyttar áherslur á sínum leik í viðureigninni í kvöld. Rúnar tekur það á sig að hafa ekki miðlað nógu góðum lausnum við leik Hauka en lofar því að vera með réttu svörin í oddaleiknum á sunnudag. „Það voru rosa margir litlir hlutir sem fóru úrskeiðis. Við náum okkur aldrei á strik sóknarlega. Við fáum ágætis tækifæri í fyrsta leikhluta en svo erum við að láta það sem þær gera á bolta hindrunum trufla okkur rosa mikið. Við töluðum um það hvernig við vildum bregðast við því en náum ekki að framkvæma það nógu vel. Við erum alltof staðar, þær eru að koma mjög aggresívar á okkur og við bregðumst við því með meira drippli en boltahreyfingu, sem væri annars lykilinn. Ég tek þetta bara á mig, við þurfum að finna betri lausnir. Við höfðum 35 mínútur í dag til að bregðast við því en það gekk ekki. Ég lofa því að ég skal finna lausn við þessu á sunnudaginn,“ bætti Rúnar við. Njarðvíkingar byrjuðu leikinn ekki nógu vel og voru að elta leikinn allan fyrsta leikhluta. Leikurinn var vissulega stór fyrir nýliða í deildinni að spila um Íslandsmeistaratitilinn á sínu fyrsta tímabili í efstu deild. „Við töluðum um það fyrir leik og vorum alveg hreinskilin. Þetta er stórt stund fyrir okkar leikmenn og okkar klúbb að vera komin í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn. Mér fannst krafturinn í mínum leikmönnum vera góður fyrir leik. Geggjuð mæting hérna í Ljónagryfjuna og svaka stemning. Þetta er bara hluti af lærdómnum. Þessar stelpur voru margar hverjar að spila í fyrstu deild fyrir framan 15 áhorfendur fyrir bara nokkrum mánuðum síðan. Það voru nokkrar, m.a. atvinnumennirnir okkar sem bara mættu ekki til leiks í dag. Við í þjálfarateyminu og allir í kringum liðinu þurfum núna að hlúa að leikmönnunum. Að hjálpa þeim að takast á við þessar andlegu áskoranir. Þetta verður geggjað á sunnudaginn. Ég veit að mínir leikmenn eru miklir töffarar. Þær mæta tilbúnar og munu selja sig dýrt á sunnudaginn til að ná í þennan titill,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti