Bein útsending: Viðreisn kynnir kosningaáherslur í borginni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. apríl 2022 14:30 Viðreisn í borginni kynnir stefnumál sín fyrir komandi kosningar. Viðreisn Viðreisn hefur boðað til kynningafundar á stefnu sinni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Reykjavík. Fundurinn fer fram í garðinum hjá Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur oddvita flokksins í Reykjavík og hefst klukkan 15. Fundurinn verður sýndur í beinu streymi hér á Vísi og mun Viðreisn sýna spilin fyrir komandi borgarstjórnarkosningar og kynna sín helstu stefnumál, kostnað við þau og útreikninga. Í spilaranum hér að neðan verður hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu og neðst í fréttinni má finna helstu áherslupunkta Viðreisnar í kosningunum. Her má lesa stefnu Viðreisnar í Reykjavík. Skýr sýn fyrir börnin Við viljum að 5 ára börn fái frítt í leikskóla 6 tíma á dag. Við viljum auka faglegt frelsi kennara og skóla svo ákvarðanir séu teknar næst nemendum. Við viljum að stærri vinnustaðir geti rekið eigin leikskóla. Við viljum skólakerfi sem er samkeppnishæft á alþjóðavísu. Við viljum að það verði frítt í alla grunnskóla, óháð rekstrarformi, til að fólk hafi meira val. Við viljum betri samþættingu skóla- og frístundastarfs til að bæta vinnudag barna. Skýr sýn fyrir atvinnulífið Við ætlum að lækka fasteignaskatta til að það verði ódýrara að reka fyrirtæki í Reykjavík. Við ætlum að reka borgarsjóð án halla frá miðju kjörtímabili. Við ætlum að hagræða í rekstri og styðjum fækkun ráða, nefnda og sviða. Við viljum ekki að Reykjavíkurborg standi í samkeppnisrekstri, heldur auka einkarekstur með útboðum og selja eignir. Við ætlum að halda áfram að einfalda kerfið með stafrænni þjónustu. Skýr sýn um betri hverfi Við ætlum að halda áfram þeirri metuppbyggingu sem hefur átt sér stað í Reykjavík. Við ætlum að fylgja ráðleggingum OECD og einfalda alla umgjörð byggingarmála til að það verði fljótlegra og ódýrara að byggja í Reykjavík. Við viljum áfram að þétta byggð og reisa ný hverfi í Skerjafirði, Ártúnshöfða og á Keldum. Við viljum flugvöllurinn í Vatnsmýri víki og þar komi í stað þétt, blönduð byggð. Við ætlum að hefja byggingu Borgarlínu sem mun auka val Reykvíkinga. Við ætlum að fjölga deilibílum og viljum að þeir verði aðgengilegir í öllum hverfum Reykjavíkur. Við viljum stækka göngusvæði borginni og búa til almenningsgarð á Skólavörðuholti. Við styðjum Sundabraut sem styttir leiðir fyrir alla samgöngumáta. Við viljum skrá umferðarslys á dýrum í Reykjavík. Skýr sýn um betri velferðarborg Við styðjum fjölbreytt rekstrarform í velferðarþjónustu. Við viljum fjölga sértækum búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk um 100 á kjörtímabilinu. Við viljum sjá fleiri leiktæki fyrir fötluð börn svo öll geti notið sín í borgarlandinu. Við ætlum að fjölga NPA-samningum í takt við áætlanir ríkisins. Við viljum meira valfrelsi í matarþjónustu eldra fólks. Skýr sýn um menningu og íþróttir Við ætlum að móta stefnu um næturhagkerfið og lengja opnunartíma skemmtistaða á afmörkuðum svæðum til að minnka ónæði í miðborginni. Við viljum að hinsegin félagsmiðstöðin verði fjármögnuð að fullu með samstarfi allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Við viljum jafna laun í reykvískum íþróttum. Við viljum að fleiri bókasöfn séu opin á kvöldin. Viðreisn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Sjá meira
Fundurinn verður sýndur í beinu streymi hér á Vísi og mun Viðreisn sýna spilin fyrir komandi borgarstjórnarkosningar og kynna sín helstu stefnumál, kostnað við þau og útreikninga. Í spilaranum hér að neðan verður hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu og neðst í fréttinni má finna helstu áherslupunkta Viðreisnar í kosningunum. Her má lesa stefnu Viðreisnar í Reykjavík. Skýr sýn fyrir börnin Við viljum að 5 ára börn fái frítt í leikskóla 6 tíma á dag. Við viljum auka faglegt frelsi kennara og skóla svo ákvarðanir séu teknar næst nemendum. Við viljum að stærri vinnustaðir geti rekið eigin leikskóla. Við viljum skólakerfi sem er samkeppnishæft á alþjóðavísu. Við viljum að það verði frítt í alla grunnskóla, óháð rekstrarformi, til að fólk hafi meira val. Við viljum betri samþættingu skóla- og frístundastarfs til að bæta vinnudag barna. Skýr sýn fyrir atvinnulífið Við ætlum að lækka fasteignaskatta til að það verði ódýrara að reka fyrirtæki í Reykjavík. Við ætlum að reka borgarsjóð án halla frá miðju kjörtímabili. Við ætlum að hagræða í rekstri og styðjum fækkun ráða, nefnda og sviða. Við viljum ekki að Reykjavíkurborg standi í samkeppnisrekstri, heldur auka einkarekstur með útboðum og selja eignir. Við ætlum að halda áfram að einfalda kerfið með stafrænni þjónustu. Skýr sýn um betri hverfi Við ætlum að halda áfram þeirri metuppbyggingu sem hefur átt sér stað í Reykjavík. Við ætlum að fylgja ráðleggingum OECD og einfalda alla umgjörð byggingarmála til að það verði fljótlegra og ódýrara að byggja í Reykjavík. Við viljum áfram að þétta byggð og reisa ný hverfi í Skerjafirði, Ártúnshöfða og á Keldum. Við viljum flugvöllurinn í Vatnsmýri víki og þar komi í stað þétt, blönduð byggð. Við ætlum að hefja byggingu Borgarlínu sem mun auka val Reykvíkinga. Við ætlum að fjölga deilibílum og viljum að þeir verði aðgengilegir í öllum hverfum Reykjavíkur. Við viljum stækka göngusvæði borginni og búa til almenningsgarð á Skólavörðuholti. Við styðjum Sundabraut sem styttir leiðir fyrir alla samgöngumáta. Við viljum skrá umferðarslys á dýrum í Reykjavík. Skýr sýn um betri velferðarborg Við styðjum fjölbreytt rekstrarform í velferðarþjónustu. Við viljum fjölga sértækum búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk um 100 á kjörtímabilinu. Við viljum sjá fleiri leiktæki fyrir fötluð börn svo öll geti notið sín í borgarlandinu. Við ætlum að fjölga NPA-samningum í takt við áætlanir ríkisins. Við viljum meira valfrelsi í matarþjónustu eldra fólks. Skýr sýn um menningu og íþróttir Við ætlum að móta stefnu um næturhagkerfið og lengja opnunartíma skemmtistaða á afmörkuðum svæðum til að minnka ónæði í miðborginni. Við viljum að hinsegin félagsmiðstöðin verði fjármögnuð að fullu með samstarfi allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Við viljum jafna laun í reykvískum íþróttum. Við viljum að fleiri bókasöfn séu opin á kvöldin.
Skýr sýn fyrir börnin Við viljum að 5 ára börn fái frítt í leikskóla 6 tíma á dag. Við viljum auka faglegt frelsi kennara og skóla svo ákvarðanir séu teknar næst nemendum. Við viljum að stærri vinnustaðir geti rekið eigin leikskóla. Við viljum skólakerfi sem er samkeppnishæft á alþjóðavísu. Við viljum að það verði frítt í alla grunnskóla, óháð rekstrarformi, til að fólk hafi meira val. Við viljum betri samþættingu skóla- og frístundastarfs til að bæta vinnudag barna. Skýr sýn fyrir atvinnulífið Við ætlum að lækka fasteignaskatta til að það verði ódýrara að reka fyrirtæki í Reykjavík. Við ætlum að reka borgarsjóð án halla frá miðju kjörtímabili. Við ætlum að hagræða í rekstri og styðjum fækkun ráða, nefnda og sviða. Við viljum ekki að Reykjavíkurborg standi í samkeppnisrekstri, heldur auka einkarekstur með útboðum og selja eignir. Við ætlum að halda áfram að einfalda kerfið með stafrænni þjónustu. Skýr sýn um betri hverfi Við ætlum að halda áfram þeirri metuppbyggingu sem hefur átt sér stað í Reykjavík. Við ætlum að fylgja ráðleggingum OECD og einfalda alla umgjörð byggingarmála til að það verði fljótlegra og ódýrara að byggja í Reykjavík. Við viljum áfram að þétta byggð og reisa ný hverfi í Skerjafirði, Ártúnshöfða og á Keldum. Við viljum flugvöllurinn í Vatnsmýri víki og þar komi í stað þétt, blönduð byggð. Við ætlum að hefja byggingu Borgarlínu sem mun auka val Reykvíkinga. Við ætlum að fjölga deilibílum og viljum að þeir verði aðgengilegir í öllum hverfum Reykjavíkur. Við viljum stækka göngusvæði borginni og búa til almenningsgarð á Skólavörðuholti. Við styðjum Sundabraut sem styttir leiðir fyrir alla samgöngumáta. Við viljum skrá umferðarslys á dýrum í Reykjavík. Skýr sýn um betri velferðarborg Við styðjum fjölbreytt rekstrarform í velferðarþjónustu. Við viljum fjölga sértækum búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk um 100 á kjörtímabilinu. Við viljum sjá fleiri leiktæki fyrir fötluð börn svo öll geti notið sín í borgarlandinu. Við ætlum að fjölga NPA-samningum í takt við áætlanir ríkisins. Við viljum meira valfrelsi í matarþjónustu eldra fólks. Skýr sýn um menningu og íþróttir Við ætlum að móta stefnu um næturhagkerfið og lengja opnunartíma skemmtistaða á afmörkuðum svæðum til að minnka ónæði í miðborginni. Við viljum að hinsegin félagsmiðstöðin verði fjármögnuð að fullu með samstarfi allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Við viljum jafna laun í reykvískum íþróttum. Við viljum að fleiri bókasöfn séu opin á kvöldin.
Viðreisn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Sjá meira