Við pössum ekki öll í sömu stærð af buxum Kristín Sævarsdóttir skrifar 28. apríl 2022 14:30 Við vitum öll að það passa ekki allir í sömu stærð af buxum og sama sniðið hentar ekki heldur öllum. Þess vegna göngum við í ýmsum gerðum af buxum, sumar þröngar, aðrar víðar, síðar eða stuttar og efni af ýmsum toga. Einhverjir geta jafnvel ekki notað flíkur sem sem fást í verslunum og þurfa að nýta sérsaum á fatnaði. Þannig er þetta líka á fjölmörgum sviðum mannslífsins og ástæðan er einföld; Við erum ekki öll eins. Samt er tilhneigingin að að reyna að troða okkur öllum í sömu ferköntuðu kassana sem búið er að hanna út frá meðaltali og miðgildi og út frá þeirri hugsun að ein stærð henti öllum. Fólk með fötlun er ekki allt eins Í málefnum Velferðarsviðs þekkjum við ýmis dæmi um að þær lausnir sem boðið er upp á virka ekki fyrir alla. Gott dæmi finnum við í málefnum fatlaðs fólks. Í reglugerð um húsnæðisúrræði fyrir fólk m.fötlun er gert ráð fyrir að þau búi almennt í sjálfstæðri búsetu, með mismiklum stuðningi. Undanfarin ár hefur verið unnið að því að útrýma herbergjasambýlum og stefnan er að fólk með fötlun búi í séríbúð og njóta verndar vegna friðhelgi einkalífs og heimilis. Stefnt er að auknu sjálfstæði einstaklinganna með þessum hætti og auðvitað er virðing fyrir fólki grundvallarhugsunin á bak við þessar breytingar. Fólk með fötlun á skilið að búa við virðingu og reisn og hafa valkost um hvernig þau haga sínu lífi. Það hefur hins vegar verið sýnt fram á að þessi lausn hentar ekki öllum. Sumum einstaklingum fer aftur í félagslegum þroska og sjálfstæði í vinnubrögðum eftir að viðkomandi er kominn í sjálfstæða búsetu. Þeir upplifa einmanaleika og draga sig inn í skelina. Munum að fólk sem býr við fötlun er, eins og aðrir, ekki eins. Þarfirnar eru mismunandi, fatlanir ólíkar, persónuleikarnir óendanlega fjölbreyttir og reynsluheimarnir margir. Það höfum við séð þegar við hönnum stuðningsþjónustu fyrir fatlað og langveikt fólk. Sumum hentar að gerður sé þjónustusamningur við sveitarfélagið sem veitir hinum fatlaða nauðsynlega umönnun og faglega þjónustu, á meðan aðrir vilja og geta verið virkir í samfélaginu og lifa sjálfstæðu lífi án aðgreiningar og fá til þess stuðning í formi „Notendastýrðar persónulegrar þjónustu“, NPA. Sú þjónusta er enn í mótun og strandar á því að ríkisvaldið leggi fram sanngjarnt framlag til að sveitarfélögin geti uppfyllt sína lagalegu skyldur með sómasamlegum hætti. Það eru sömu stjórnmálaflokkar sem setja reglugerðir í ríkisstjórn um NPA og eru í núverandi meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs og eiga að framfylgja reglugerðinni, en hafa ekki til þess nægjanlegt fjármagn. Skammtímavistun fyrir fötluð börn og sértæk úrræði Sum börn hafa stuðningsfjölskyldu, önnur þiggja félagslega liðveislu sem hefur það markmið að rjúfa félagslega einangrun og styðja börn til þátttöku. Mörg börn eiga kost á skammtímadvöl utan heimilis með reglulegum hætti. Það er mannréttindamál fyrir barnið og einnig mikilvægt fyrir forelda sem sinna krefjandi stuðningsþjónustu við barnið, auk þess sem önnur börn í fjölskyldunni hafa þörf fyrir næði og tíma með foreldrum. Kópavogsbær hefur í mörg ár fengið inni fyrir fötluð börn í skammtímadvöl í öðru sveitarfélagi en það er brýnt að strax á næsta ári taki Kópavogur fulla ábyrgð á þessum málaflokki og komi sér upp eigin úrræði. Í Kópavogi eru einnig börn með fjölþættan vanda og börn sem vegna fötlunar sinnar þurfa annars konar og meiri þjónustu en unnt er að veita á heimili fjölskyldna þeirra. Í tilfellum þessara barna þarf enn eitt úrræðið, sértæka búsetu. Þessi þjónusta er til staðar í Kópavogi en hana þarf að styrkja og koma á fagþekkingu innan bæjarins í þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Eitt sinn var Kópavogur kallaður “velferðarbærinn”. Við þurfum að endurvekja þá hugsun og leggja metnað í að byggja upp félagslega þjónustu með áherslu á sértækar leiðir þannig að fatlað fólk Í Kópavogi eigi kost á bestu þjónustu sem unnt er að veita á hverjum tíma til að koma til móts við sértækar stuðningsþarfir þess. Sú þjónusta á að vera veitt af opinberum aðilum ef þess er nokkur kostur. Velferð verður ekki einkavædd! Höfundur skipar 7. sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Sjá meira
Við vitum öll að það passa ekki allir í sömu stærð af buxum og sama sniðið hentar ekki heldur öllum. Þess vegna göngum við í ýmsum gerðum af buxum, sumar þröngar, aðrar víðar, síðar eða stuttar og efni af ýmsum toga. Einhverjir geta jafnvel ekki notað flíkur sem sem fást í verslunum og þurfa að nýta sérsaum á fatnaði. Þannig er þetta líka á fjölmörgum sviðum mannslífsins og ástæðan er einföld; Við erum ekki öll eins. Samt er tilhneigingin að að reyna að troða okkur öllum í sömu ferköntuðu kassana sem búið er að hanna út frá meðaltali og miðgildi og út frá þeirri hugsun að ein stærð henti öllum. Fólk með fötlun er ekki allt eins Í málefnum Velferðarsviðs þekkjum við ýmis dæmi um að þær lausnir sem boðið er upp á virka ekki fyrir alla. Gott dæmi finnum við í málefnum fatlaðs fólks. Í reglugerð um húsnæðisúrræði fyrir fólk m.fötlun er gert ráð fyrir að þau búi almennt í sjálfstæðri búsetu, með mismiklum stuðningi. Undanfarin ár hefur verið unnið að því að útrýma herbergjasambýlum og stefnan er að fólk með fötlun búi í séríbúð og njóta verndar vegna friðhelgi einkalífs og heimilis. Stefnt er að auknu sjálfstæði einstaklinganna með þessum hætti og auðvitað er virðing fyrir fólki grundvallarhugsunin á bak við þessar breytingar. Fólk með fötlun á skilið að búa við virðingu og reisn og hafa valkost um hvernig þau haga sínu lífi. Það hefur hins vegar verið sýnt fram á að þessi lausn hentar ekki öllum. Sumum einstaklingum fer aftur í félagslegum þroska og sjálfstæði í vinnubrögðum eftir að viðkomandi er kominn í sjálfstæða búsetu. Þeir upplifa einmanaleika og draga sig inn í skelina. Munum að fólk sem býr við fötlun er, eins og aðrir, ekki eins. Þarfirnar eru mismunandi, fatlanir ólíkar, persónuleikarnir óendanlega fjölbreyttir og reynsluheimarnir margir. Það höfum við séð þegar við hönnum stuðningsþjónustu fyrir fatlað og langveikt fólk. Sumum hentar að gerður sé þjónustusamningur við sveitarfélagið sem veitir hinum fatlaða nauðsynlega umönnun og faglega þjónustu, á meðan aðrir vilja og geta verið virkir í samfélaginu og lifa sjálfstæðu lífi án aðgreiningar og fá til þess stuðning í formi „Notendastýrðar persónulegrar þjónustu“, NPA. Sú þjónusta er enn í mótun og strandar á því að ríkisvaldið leggi fram sanngjarnt framlag til að sveitarfélögin geti uppfyllt sína lagalegu skyldur með sómasamlegum hætti. Það eru sömu stjórnmálaflokkar sem setja reglugerðir í ríkisstjórn um NPA og eru í núverandi meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs og eiga að framfylgja reglugerðinni, en hafa ekki til þess nægjanlegt fjármagn. Skammtímavistun fyrir fötluð börn og sértæk úrræði Sum börn hafa stuðningsfjölskyldu, önnur þiggja félagslega liðveislu sem hefur það markmið að rjúfa félagslega einangrun og styðja börn til þátttöku. Mörg börn eiga kost á skammtímadvöl utan heimilis með reglulegum hætti. Það er mannréttindamál fyrir barnið og einnig mikilvægt fyrir forelda sem sinna krefjandi stuðningsþjónustu við barnið, auk þess sem önnur börn í fjölskyldunni hafa þörf fyrir næði og tíma með foreldrum. Kópavogsbær hefur í mörg ár fengið inni fyrir fötluð börn í skammtímadvöl í öðru sveitarfélagi en það er brýnt að strax á næsta ári taki Kópavogur fulla ábyrgð á þessum málaflokki og komi sér upp eigin úrræði. Í Kópavogi eru einnig börn með fjölþættan vanda og börn sem vegna fötlunar sinnar þurfa annars konar og meiri þjónustu en unnt er að veita á heimili fjölskyldna þeirra. Í tilfellum þessara barna þarf enn eitt úrræðið, sértæka búsetu. Þessi þjónusta er til staðar í Kópavogi en hana þarf að styrkja og koma á fagþekkingu innan bæjarins í þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Eitt sinn var Kópavogur kallaður “velferðarbærinn”. Við þurfum að endurvekja þá hugsun og leggja metnað í að byggja upp félagslega þjónustu með áherslu á sértækar leiðir þannig að fatlað fólk Í Kópavogi eigi kost á bestu þjónustu sem unnt er að veita á hverjum tíma til að koma til móts við sértækar stuðningsþarfir þess. Sú þjónusta á að vera veitt af opinberum aðilum ef þess er nokkur kostur. Velferð verður ekki einkavædd! Höfundur skipar 7. sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun