Við pössum ekki öll í sömu stærð af buxum Kristín Sævarsdóttir skrifar 28. apríl 2022 14:30 Við vitum öll að það passa ekki allir í sömu stærð af buxum og sama sniðið hentar ekki heldur öllum. Þess vegna göngum við í ýmsum gerðum af buxum, sumar þröngar, aðrar víðar, síðar eða stuttar og efni af ýmsum toga. Einhverjir geta jafnvel ekki notað flíkur sem sem fást í verslunum og þurfa að nýta sérsaum á fatnaði. Þannig er þetta líka á fjölmörgum sviðum mannslífsins og ástæðan er einföld; Við erum ekki öll eins. Samt er tilhneigingin að að reyna að troða okkur öllum í sömu ferköntuðu kassana sem búið er að hanna út frá meðaltali og miðgildi og út frá þeirri hugsun að ein stærð henti öllum. Fólk með fötlun er ekki allt eins Í málefnum Velferðarsviðs þekkjum við ýmis dæmi um að þær lausnir sem boðið er upp á virka ekki fyrir alla. Gott dæmi finnum við í málefnum fatlaðs fólks. Í reglugerð um húsnæðisúrræði fyrir fólk m.fötlun er gert ráð fyrir að þau búi almennt í sjálfstæðri búsetu, með mismiklum stuðningi. Undanfarin ár hefur verið unnið að því að útrýma herbergjasambýlum og stefnan er að fólk með fötlun búi í séríbúð og njóta verndar vegna friðhelgi einkalífs og heimilis. Stefnt er að auknu sjálfstæði einstaklinganna með þessum hætti og auðvitað er virðing fyrir fólki grundvallarhugsunin á bak við þessar breytingar. Fólk með fötlun á skilið að búa við virðingu og reisn og hafa valkost um hvernig þau haga sínu lífi. Það hefur hins vegar verið sýnt fram á að þessi lausn hentar ekki öllum. Sumum einstaklingum fer aftur í félagslegum þroska og sjálfstæði í vinnubrögðum eftir að viðkomandi er kominn í sjálfstæða búsetu. Þeir upplifa einmanaleika og draga sig inn í skelina. Munum að fólk sem býr við fötlun er, eins og aðrir, ekki eins. Þarfirnar eru mismunandi, fatlanir ólíkar, persónuleikarnir óendanlega fjölbreyttir og reynsluheimarnir margir. Það höfum við séð þegar við hönnum stuðningsþjónustu fyrir fatlað og langveikt fólk. Sumum hentar að gerður sé þjónustusamningur við sveitarfélagið sem veitir hinum fatlaða nauðsynlega umönnun og faglega þjónustu, á meðan aðrir vilja og geta verið virkir í samfélaginu og lifa sjálfstæðu lífi án aðgreiningar og fá til þess stuðning í formi „Notendastýrðar persónulegrar þjónustu“, NPA. Sú þjónusta er enn í mótun og strandar á því að ríkisvaldið leggi fram sanngjarnt framlag til að sveitarfélögin geti uppfyllt sína lagalegu skyldur með sómasamlegum hætti. Það eru sömu stjórnmálaflokkar sem setja reglugerðir í ríkisstjórn um NPA og eru í núverandi meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs og eiga að framfylgja reglugerðinni, en hafa ekki til þess nægjanlegt fjármagn. Skammtímavistun fyrir fötluð börn og sértæk úrræði Sum börn hafa stuðningsfjölskyldu, önnur þiggja félagslega liðveislu sem hefur það markmið að rjúfa félagslega einangrun og styðja börn til þátttöku. Mörg börn eiga kost á skammtímadvöl utan heimilis með reglulegum hætti. Það er mannréttindamál fyrir barnið og einnig mikilvægt fyrir forelda sem sinna krefjandi stuðningsþjónustu við barnið, auk þess sem önnur börn í fjölskyldunni hafa þörf fyrir næði og tíma með foreldrum. Kópavogsbær hefur í mörg ár fengið inni fyrir fötluð börn í skammtímadvöl í öðru sveitarfélagi en það er brýnt að strax á næsta ári taki Kópavogur fulla ábyrgð á þessum málaflokki og komi sér upp eigin úrræði. Í Kópavogi eru einnig börn með fjölþættan vanda og börn sem vegna fötlunar sinnar þurfa annars konar og meiri þjónustu en unnt er að veita á heimili fjölskyldna þeirra. Í tilfellum þessara barna þarf enn eitt úrræðið, sértæka búsetu. Þessi þjónusta er til staðar í Kópavogi en hana þarf að styrkja og koma á fagþekkingu innan bæjarins í þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Eitt sinn var Kópavogur kallaður “velferðarbærinn”. Við þurfum að endurvekja þá hugsun og leggja metnað í að byggja upp félagslega þjónustu með áherslu á sértækar leiðir þannig að fatlað fólk Í Kópavogi eigi kost á bestu þjónustu sem unnt er að veita á hverjum tíma til að koma til móts við sértækar stuðningsþarfir þess. Sú þjónusta á að vera veitt af opinberum aðilum ef þess er nokkur kostur. Velferð verður ekki einkavædd! Höfundur skipar 7. sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Sjá meira
Við vitum öll að það passa ekki allir í sömu stærð af buxum og sama sniðið hentar ekki heldur öllum. Þess vegna göngum við í ýmsum gerðum af buxum, sumar þröngar, aðrar víðar, síðar eða stuttar og efni af ýmsum toga. Einhverjir geta jafnvel ekki notað flíkur sem sem fást í verslunum og þurfa að nýta sérsaum á fatnaði. Þannig er þetta líka á fjölmörgum sviðum mannslífsins og ástæðan er einföld; Við erum ekki öll eins. Samt er tilhneigingin að að reyna að troða okkur öllum í sömu ferköntuðu kassana sem búið er að hanna út frá meðaltali og miðgildi og út frá þeirri hugsun að ein stærð henti öllum. Fólk með fötlun er ekki allt eins Í málefnum Velferðarsviðs þekkjum við ýmis dæmi um að þær lausnir sem boðið er upp á virka ekki fyrir alla. Gott dæmi finnum við í málefnum fatlaðs fólks. Í reglugerð um húsnæðisúrræði fyrir fólk m.fötlun er gert ráð fyrir að þau búi almennt í sjálfstæðri búsetu, með mismiklum stuðningi. Undanfarin ár hefur verið unnið að því að útrýma herbergjasambýlum og stefnan er að fólk með fötlun búi í séríbúð og njóta verndar vegna friðhelgi einkalífs og heimilis. Stefnt er að auknu sjálfstæði einstaklinganna með þessum hætti og auðvitað er virðing fyrir fólki grundvallarhugsunin á bak við þessar breytingar. Fólk með fötlun á skilið að búa við virðingu og reisn og hafa valkost um hvernig þau haga sínu lífi. Það hefur hins vegar verið sýnt fram á að þessi lausn hentar ekki öllum. Sumum einstaklingum fer aftur í félagslegum þroska og sjálfstæði í vinnubrögðum eftir að viðkomandi er kominn í sjálfstæða búsetu. Þeir upplifa einmanaleika og draga sig inn í skelina. Munum að fólk sem býr við fötlun er, eins og aðrir, ekki eins. Þarfirnar eru mismunandi, fatlanir ólíkar, persónuleikarnir óendanlega fjölbreyttir og reynsluheimarnir margir. Það höfum við séð þegar við hönnum stuðningsþjónustu fyrir fatlað og langveikt fólk. Sumum hentar að gerður sé þjónustusamningur við sveitarfélagið sem veitir hinum fatlaða nauðsynlega umönnun og faglega þjónustu, á meðan aðrir vilja og geta verið virkir í samfélaginu og lifa sjálfstæðu lífi án aðgreiningar og fá til þess stuðning í formi „Notendastýrðar persónulegrar þjónustu“, NPA. Sú þjónusta er enn í mótun og strandar á því að ríkisvaldið leggi fram sanngjarnt framlag til að sveitarfélögin geti uppfyllt sína lagalegu skyldur með sómasamlegum hætti. Það eru sömu stjórnmálaflokkar sem setja reglugerðir í ríkisstjórn um NPA og eru í núverandi meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs og eiga að framfylgja reglugerðinni, en hafa ekki til þess nægjanlegt fjármagn. Skammtímavistun fyrir fötluð börn og sértæk úrræði Sum börn hafa stuðningsfjölskyldu, önnur þiggja félagslega liðveislu sem hefur það markmið að rjúfa félagslega einangrun og styðja börn til þátttöku. Mörg börn eiga kost á skammtímadvöl utan heimilis með reglulegum hætti. Það er mannréttindamál fyrir barnið og einnig mikilvægt fyrir forelda sem sinna krefjandi stuðningsþjónustu við barnið, auk þess sem önnur börn í fjölskyldunni hafa þörf fyrir næði og tíma með foreldrum. Kópavogsbær hefur í mörg ár fengið inni fyrir fötluð börn í skammtímadvöl í öðru sveitarfélagi en það er brýnt að strax á næsta ári taki Kópavogur fulla ábyrgð á þessum málaflokki og komi sér upp eigin úrræði. Í Kópavogi eru einnig börn með fjölþættan vanda og börn sem vegna fötlunar sinnar þurfa annars konar og meiri þjónustu en unnt er að veita á heimili fjölskyldna þeirra. Í tilfellum þessara barna þarf enn eitt úrræðið, sértæka búsetu. Þessi þjónusta er til staðar í Kópavogi en hana þarf að styrkja og koma á fagþekkingu innan bæjarins í þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Eitt sinn var Kópavogur kallaður “velferðarbærinn”. Við þurfum að endurvekja þá hugsun og leggja metnað í að byggja upp félagslega þjónustu með áherslu á sértækar leiðir þannig að fatlað fólk Í Kópavogi eigi kost á bestu þjónustu sem unnt er að veita á hverjum tíma til að koma til móts við sértækar stuðningsþarfir þess. Sú þjónusta á að vera veitt af opinberum aðilum ef þess er nokkur kostur. Velferð verður ekki einkavædd! Höfundur skipar 7. sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun