Það er nægt byggingaland í Hafnarfirði Arnhildur Ásdís Kolbeins skrifar 28. apríl 2022 11:30 Allir þurfa þak yfir höfuðið. Ungu hjónin sem eru að hefja búskap með eða án barna, námsmaðurinn sem vill standa á eigin fótum, einstæðu foreldrarnir, einstaklingar á öllum aldri, farandverkafólk, miðaldra hjónin þar sem ungarnir eru flognir úr hreiðrinu, aldraðir, öryrkjar og hinar ýmsu fjölskyldugerðir. Þarfirnar eru mismunandi þar sem ólík íbúðaform henta ólíkum einstaklingum og fjölskyldum. Því er mikilvægt að fjölbreytt framboð húsnæðis sé fyrir hendi bæði til eignar og leigu. Viðvarandi skortur hefur verið á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár. Hann stafar meðal annars af því hversu þunglamalegt skipulagsferlið er og af tregðu ráðandi meirihluta til að viðhalda nægu lóðaframboði. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins setur bæjarfélögum vissar skorður hvað varðar uppbyggingu nýrra svæða og er í núverandi svæðisskipulagi mikil áhersla lögð á þéttingu byggðar. Hafnarfjörður hefur því takmarkaða möguleika innan gildandi skipulags til að bæta við nýbyggingarsvæðum. Nægt landrými er hins vegar fyrir hendi og því allir möguleikar á því að mæta hinni miklu lóðaþörf . Þótt þéttingarreitir séu mikilvægir, þá er ljóst að byggingamagn á slíkum reitum verður alltaf takmarkað, auk þess sem mun dýrara er að byggja þéttingarreiti heldur en ný óbyggð svæði og húsnæði á slíkum svæðum hentar því ekki efnaminni fjölskyldum. Því er mikilvægt að endurskoða svæðisskipulagið strax að loknum kosningum til að lyfta þeim klafa sem er á skipulagsmálum bæjarins í dag. Á kjörtímabilinu sem nú er að renna sitt skeið, eða frá 1. janúar 2018 til 1. janúar 2022, hefur íbúum Hafnarfjarðar samkvæmt tölum Hagstofu einungis fjölgað um 1% eða um 351 íbúa á sama tíma og íbúafjölgun annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu var miklu meiri eða allt að 23%. Hér er um algera stöðnun að ræða í Hafnarfirði sem að mestu leyti má rekja til heimatilbúins skorts á lóðaframboði. Það ófremdarástand sem ríkt hefur á húsnæðismarkaðnum hefur m.a. leitt til þeirrar óásættanlegu stöðu að atvinnuhúsnæði hefur í auknum mæli verið nýtt sem íbúðarhúsnæði en í nýrri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um búsetu í atvinnuhúsnæði kemur fram að slík búseta sé hlutfallslega langmest í Hafnarfirði eða 1,6% íbúa. Brunavörnum, öryggi og aðbúnaði íbúa er iðulega ábótavant í slíku húsnæði enda ekki ætlað til búsetu. Miðflokkurinn og óháðir í Hafnarfirði ætla að breyta byggðamörkum í svæðisskipulagi og tryggja aukið og fjölbreytt lóðaframboð fyrir íbúða- og atvinnuhúsnæði, auk þess að lækka lóðagjöld svo unnt sé að byggja hagkvæmari íbúðir. M-listinn vinnur fyrir þig! Höfundur skipar 2. sætið á M-lista Miðflokksins og óháðra í Hafnarfirði í komandi sveitarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Miðflokkurinn Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Sjá meira
Allir þurfa þak yfir höfuðið. Ungu hjónin sem eru að hefja búskap með eða án barna, námsmaðurinn sem vill standa á eigin fótum, einstæðu foreldrarnir, einstaklingar á öllum aldri, farandverkafólk, miðaldra hjónin þar sem ungarnir eru flognir úr hreiðrinu, aldraðir, öryrkjar og hinar ýmsu fjölskyldugerðir. Þarfirnar eru mismunandi þar sem ólík íbúðaform henta ólíkum einstaklingum og fjölskyldum. Því er mikilvægt að fjölbreytt framboð húsnæðis sé fyrir hendi bæði til eignar og leigu. Viðvarandi skortur hefur verið á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár. Hann stafar meðal annars af því hversu þunglamalegt skipulagsferlið er og af tregðu ráðandi meirihluta til að viðhalda nægu lóðaframboði. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins setur bæjarfélögum vissar skorður hvað varðar uppbyggingu nýrra svæða og er í núverandi svæðisskipulagi mikil áhersla lögð á þéttingu byggðar. Hafnarfjörður hefur því takmarkaða möguleika innan gildandi skipulags til að bæta við nýbyggingarsvæðum. Nægt landrými er hins vegar fyrir hendi og því allir möguleikar á því að mæta hinni miklu lóðaþörf . Þótt þéttingarreitir séu mikilvægir, þá er ljóst að byggingamagn á slíkum reitum verður alltaf takmarkað, auk þess sem mun dýrara er að byggja þéttingarreiti heldur en ný óbyggð svæði og húsnæði á slíkum svæðum hentar því ekki efnaminni fjölskyldum. Því er mikilvægt að endurskoða svæðisskipulagið strax að loknum kosningum til að lyfta þeim klafa sem er á skipulagsmálum bæjarins í dag. Á kjörtímabilinu sem nú er að renna sitt skeið, eða frá 1. janúar 2018 til 1. janúar 2022, hefur íbúum Hafnarfjarðar samkvæmt tölum Hagstofu einungis fjölgað um 1% eða um 351 íbúa á sama tíma og íbúafjölgun annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu var miklu meiri eða allt að 23%. Hér er um algera stöðnun að ræða í Hafnarfirði sem að mestu leyti má rekja til heimatilbúins skorts á lóðaframboði. Það ófremdarástand sem ríkt hefur á húsnæðismarkaðnum hefur m.a. leitt til þeirrar óásættanlegu stöðu að atvinnuhúsnæði hefur í auknum mæli verið nýtt sem íbúðarhúsnæði en í nýrri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um búsetu í atvinnuhúsnæði kemur fram að slík búseta sé hlutfallslega langmest í Hafnarfirði eða 1,6% íbúa. Brunavörnum, öryggi og aðbúnaði íbúa er iðulega ábótavant í slíku húsnæði enda ekki ætlað til búsetu. Miðflokkurinn og óháðir í Hafnarfirði ætla að breyta byggðamörkum í svæðisskipulagi og tryggja aukið og fjölbreytt lóðaframboð fyrir íbúða- og atvinnuhúsnæði, auk þess að lækka lóðagjöld svo unnt sé að byggja hagkvæmari íbúðir. M-listinn vinnur fyrir þig! Höfundur skipar 2. sætið á M-lista Miðflokksins og óháðra í Hafnarfirði í komandi sveitarstjórnarkosningum.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun