Ljúka breikkun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur Kristján Már Unnarsson skrifar 27. apríl 2022 22:22 Kaflinn sem núna á að tvöfalda er 5,6 kílómetra langur milli Straumsvíkur og Hvassahrauns. Vilhelm Gunnarsson Langþráð breikkun Reykjanesbrautar milli Straumsvíkur og Hvassahrauns er á leið í útboð og stefnt að því að fimm milljarða króna framkvæmdir hefjist um mitt sumar. Með verkinu lýkur tvöföldun leiðarinnar milli Reykjavíkur og Suðurnesja. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Kaflinn er 5,6 kílómetra langur og sá síðasti með aðeins einni akrein í hvora átt á leiðinni milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur. „Þarna erum við að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautarinnar, sem lengi hefur staðið til, og margir kallað eftir,“ segir Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. Óskar Örn Jónsson er forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.Rúnar Vilberg Hjaltason Kaflinn þykir það varasamur að þar er aðeins leyfður 80 kílómetra hraði, meðan 90 kílómetra hraði er leyfður á öðrum köflum þar sem umferðareyja og vegrið skilja að akstursstefnur. „Að sjálfsögðu mun þetta gjörbreyta öryggismálum fyrir vegfarendur.“ Þetta verður með stærri verkum í vegagerð hérlendis næstu árin. „Heildarfjárheimildin er ríflega fimm milljarðar,“ segir Óskar. Þegar framkvæmdum lýkur sumarið 2025 verður öll Reykjanesbrautin milli Reykjavíkur og Suðurnesja orðin tvöföld með aðskildum akstursstefnum.Egill Aðalsteinsson Nýjar akreinar verða sem fyrr lagðar sunnan núverandi vegar. Stefnt er að því að verkið verði unnið í tveimur áföngum þannig að unnt verði að taka vestari hlutann í notkun fyrr. Það flækti undirbúning að Hafnarfjarðarbær hafði fyrir um tuttugu árum selt álverinu í Straumsvík land við veginn þegar áform voru um stækkun ÍSAL en þá stóð til að færa veginn ofar í hraunið. Þegar fallið var frá nýrri veglínu fyrir tveimur árum þurfti að breyta skipulagi og kaupa landið til baka. „Þessari vinnu er allri lokið með farsælum hætti,“ segir Óskar. Frá Reykjanesbraut við Straumsvík.Egill Aðalsteinsson Eftirlitsþátturinn var boðinn út í síðasta mánuði en Óskar segir verkið sjálft verða auglýst núna í júní. Framkvæmdir gætu farið á fullt um mitt sumar. „Um leið og undirskrift hefur átt sér stað um miðjan júní þá er verktaka heimilt að hefja framkvæmdir og koma sér fyrir, í þessa framkvæmd sem tekur um þrjú ár.“ Og það er komin dagsetning um verklok: 30. júní 2025. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Samgöngur Hafnarfjörður Umferðaröryggi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Breikkun Reykjanesbrautar fer um svæði á náttúruminjaskrá Umhverfismat er hafið vegna breikkunar Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns. Tvöfalda á 5,6 kílómetra kafla, úr tveimur akreinum í fjórar, en þetta er eini kaflinn á Reykjanesbrautinni milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur sem ekki hefur verið breikkaður. 6. október 2020 16:05 Breikkun Reykjanesbrautar lokið á næstu fimm árum Tvöföldun Reykjanesbrautar meðfram álverinu í Straumsvík og út í Hvassahraun verður flýtt eftir viðræður Hafnarfjarðarbæjar og Rio Tinto um að hætta við nýja veglínu fjær álverinu. 28. janúar 2020 23:15 Reyna að finna millileið fyrir Reykjanesbraut við Straumsvík Óvissa ríkir um framhald á breikkun Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík vegna skipulagsbreytingar, sem gerð var fyrir fimmtán árum, þegar til stóð að stækka ÍSAL. 9. júlí 2019 21:07 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Kaflinn er 5,6 kílómetra langur og sá síðasti með aðeins einni akrein í hvora átt á leiðinni milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur. „Þarna erum við að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautarinnar, sem lengi hefur staðið til, og margir kallað eftir,“ segir Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. Óskar Örn Jónsson er forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.Rúnar Vilberg Hjaltason Kaflinn þykir það varasamur að þar er aðeins leyfður 80 kílómetra hraði, meðan 90 kílómetra hraði er leyfður á öðrum köflum þar sem umferðareyja og vegrið skilja að akstursstefnur. „Að sjálfsögðu mun þetta gjörbreyta öryggismálum fyrir vegfarendur.“ Þetta verður með stærri verkum í vegagerð hérlendis næstu árin. „Heildarfjárheimildin er ríflega fimm milljarðar,“ segir Óskar. Þegar framkvæmdum lýkur sumarið 2025 verður öll Reykjanesbrautin milli Reykjavíkur og Suðurnesja orðin tvöföld með aðskildum akstursstefnum.Egill Aðalsteinsson Nýjar akreinar verða sem fyrr lagðar sunnan núverandi vegar. Stefnt er að því að verkið verði unnið í tveimur áföngum þannig að unnt verði að taka vestari hlutann í notkun fyrr. Það flækti undirbúning að Hafnarfjarðarbær hafði fyrir um tuttugu árum selt álverinu í Straumsvík land við veginn þegar áform voru um stækkun ÍSAL en þá stóð til að færa veginn ofar í hraunið. Þegar fallið var frá nýrri veglínu fyrir tveimur árum þurfti að breyta skipulagi og kaupa landið til baka. „Þessari vinnu er allri lokið með farsælum hætti,“ segir Óskar. Frá Reykjanesbraut við Straumsvík.Egill Aðalsteinsson Eftirlitsþátturinn var boðinn út í síðasta mánuði en Óskar segir verkið sjálft verða auglýst núna í júní. Framkvæmdir gætu farið á fullt um mitt sumar. „Um leið og undirskrift hefur átt sér stað um miðjan júní þá er verktaka heimilt að hefja framkvæmdir og koma sér fyrir, í þessa framkvæmd sem tekur um þrjú ár.“ Og það er komin dagsetning um verklok: 30. júní 2025. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Samgöngur Hafnarfjörður Umferðaröryggi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Breikkun Reykjanesbrautar fer um svæði á náttúruminjaskrá Umhverfismat er hafið vegna breikkunar Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns. Tvöfalda á 5,6 kílómetra kafla, úr tveimur akreinum í fjórar, en þetta er eini kaflinn á Reykjanesbrautinni milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur sem ekki hefur verið breikkaður. 6. október 2020 16:05 Breikkun Reykjanesbrautar lokið á næstu fimm árum Tvöföldun Reykjanesbrautar meðfram álverinu í Straumsvík og út í Hvassahraun verður flýtt eftir viðræður Hafnarfjarðarbæjar og Rio Tinto um að hætta við nýja veglínu fjær álverinu. 28. janúar 2020 23:15 Reyna að finna millileið fyrir Reykjanesbraut við Straumsvík Óvissa ríkir um framhald á breikkun Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík vegna skipulagsbreytingar, sem gerð var fyrir fimmtán árum, þegar til stóð að stækka ÍSAL. 9. júlí 2019 21:07 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Breikkun Reykjanesbrautar fer um svæði á náttúruminjaskrá Umhverfismat er hafið vegna breikkunar Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns. Tvöfalda á 5,6 kílómetra kafla, úr tveimur akreinum í fjórar, en þetta er eini kaflinn á Reykjanesbrautinni milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur sem ekki hefur verið breikkaður. 6. október 2020 16:05
Breikkun Reykjanesbrautar lokið á næstu fimm árum Tvöföldun Reykjanesbrautar meðfram álverinu í Straumsvík og út í Hvassahraun verður flýtt eftir viðræður Hafnarfjarðarbæjar og Rio Tinto um að hætta við nýja veglínu fjær álverinu. 28. janúar 2020 23:15
Reyna að finna millileið fyrir Reykjanesbraut við Straumsvík Óvissa ríkir um framhald á breikkun Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík vegna skipulagsbreytingar, sem gerð var fyrir fimmtán árum, þegar til stóð að stækka ÍSAL. 9. júlí 2019 21:07