Penninn lagði VÍS í brunadeilu fyrir Hæstarétti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. apríl 2022 15:24 Mikinn reyk lagði frá húsinu sem brann til kaldra kola. Vísir/Atli Hæstiréttur hefur staðfest sigur Pennans í deilu verslunarinnar við Vátryggingafélag Íslands varðandi kröfu Pennans til greiðslu bóta úr rekstrarstöðvunartryggingu vegna bruna í Skeifunni í júlí 2014. Verslun Griffils varð eldinum að bráð í brunanum. Þann 6. júlí 2014 kom upp mikill eldur í Skeifunni 11 þar sem bókaverslunin Griffill, Rekstrarland og Efnalaugin Fönn brunnu til kaldra kola. Eldurinn kviknaði við þvottagrindur sem stóðu við strauvélar í húsnæði Fannar. Að auki náði eldurinn að læsa sér í húsnæði Tandoori og Promennt. Deilu VÍS og Pennans má rekja til bótauppgjörs vegna Griffils en bótauppgjör fór fram um ári eftir brunann. Penninn mótmælti hins vegar uppgjörinu og taldi tjónið ekki að fullu bætt. Krafði það tryggingafélagið um greiðslu eftirstöðva bóta. Málið fór fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem því var skipt í tvennt, í fyrsta lagi var tekist á um hvort krafa Pennans væri fyrnd. Héraðsdómur taldi að Penninn hefði haft allar nauðsynlegar upplýsingar um þau atvik sem grundvöllur kröfunnar byggði á þegar hún var sett fram, þann 31. desember 2014. Fyrningarfrestur hafi því byrjað að líða 1. janúar 2015 og krafan fallin niður fyrir fyrningu. Landsréttur sneri hins vegar niðurstöðu héraðsdóms við. Þótti Landsrétti ljóst að þann 1. janúar 2015 hafi það enn verið til skoðunar hvort unnt væri að endurreisa rekstur Griffils. Því hafi nauðsynlegar upplýsingar ekki verið komnar fram fyrir þann tíma. Var fyrningarfrestur kröfunnar því ekki talinn hafa byrjað að líða fyrr en í árslok 2015 og krafan því ófyrnd að mati Landsréttar. Þessu vildi VÍS ekki una og sendi málskotsbeiðni til Hæstaréttar. Taldi félagið að úrslit málsins myndu hafa verulegt almennt gildi um hvernig skýra ætti lög um vátryggingastarfsemi hvað varðaði upphafstíma fyrningu kröfu úr skaðatryggingu. Hæstiréttur tók undir þessi rök og fjallaði um málið. Dómur var kveðinn upp í dag og var niðurstaðan úr Landsrétti staðfest. Var VÍS látið bera hallann af því að ósannað væri að Penninn hefði fyrir árslok 2014 haft nauðsynlegar upplýsingar um atvik sem gátu skipt sköpum um afmörkun bótatímabilsins og voru grundvöllur kröfu hans í skilningi laga um vátryggingarsamninga. Staðfesti Hæstiréttur þar með að krafa Pennans hefði ekki verið fyrnd þegar málið var höfðað. Dómsmál Stórbruni í Skeifunni Tryggingar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Sjá meira
Þann 6. júlí 2014 kom upp mikill eldur í Skeifunni 11 þar sem bókaverslunin Griffill, Rekstrarland og Efnalaugin Fönn brunnu til kaldra kola. Eldurinn kviknaði við þvottagrindur sem stóðu við strauvélar í húsnæði Fannar. Að auki náði eldurinn að læsa sér í húsnæði Tandoori og Promennt. Deilu VÍS og Pennans má rekja til bótauppgjörs vegna Griffils en bótauppgjör fór fram um ári eftir brunann. Penninn mótmælti hins vegar uppgjörinu og taldi tjónið ekki að fullu bætt. Krafði það tryggingafélagið um greiðslu eftirstöðva bóta. Málið fór fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem því var skipt í tvennt, í fyrsta lagi var tekist á um hvort krafa Pennans væri fyrnd. Héraðsdómur taldi að Penninn hefði haft allar nauðsynlegar upplýsingar um þau atvik sem grundvöllur kröfunnar byggði á þegar hún var sett fram, þann 31. desember 2014. Fyrningarfrestur hafi því byrjað að líða 1. janúar 2015 og krafan fallin niður fyrir fyrningu. Landsréttur sneri hins vegar niðurstöðu héraðsdóms við. Þótti Landsrétti ljóst að þann 1. janúar 2015 hafi það enn verið til skoðunar hvort unnt væri að endurreisa rekstur Griffils. Því hafi nauðsynlegar upplýsingar ekki verið komnar fram fyrir þann tíma. Var fyrningarfrestur kröfunnar því ekki talinn hafa byrjað að líða fyrr en í árslok 2015 og krafan því ófyrnd að mati Landsréttar. Þessu vildi VÍS ekki una og sendi málskotsbeiðni til Hæstaréttar. Taldi félagið að úrslit málsins myndu hafa verulegt almennt gildi um hvernig skýra ætti lög um vátryggingastarfsemi hvað varðaði upphafstíma fyrningu kröfu úr skaðatryggingu. Hæstiréttur tók undir þessi rök og fjallaði um málið. Dómur var kveðinn upp í dag og var niðurstaðan úr Landsrétti staðfest. Var VÍS látið bera hallann af því að ósannað væri að Penninn hefði fyrir árslok 2014 haft nauðsynlegar upplýsingar um atvik sem gátu skipt sköpum um afmörkun bótatímabilsins og voru grundvöllur kröfu hans í skilningi laga um vátryggingarsamninga. Staðfesti Hæstiréttur þar með að krafa Pennans hefði ekki verið fyrnd þegar málið var höfðað.
Dómsmál Stórbruni í Skeifunni Tryggingar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Sjá meira