Þjóðverjum ekki hlátur í hug yfir lestarsögu Glódísar Sindri Sverrisson skrifar 27. apríl 2022 15:01 Gleðin var við völd í spjalli Íslendingatríósins við fulltrúa Bayern München. skjáskot/fcbayern.com Íslendingarnir þrír í liði Bayern München voru í stórskemmtilegu viðtali við heimasíðu félagsins þar sem þær ræddu um lífið í þýsku stórborginni, þá merkilegu staðreynd að í liðinu séu þrír Íslendingar, og hvers þær söknuðu frá Íslandi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru allar leikmenn Bayern sem er eitt af bestu félagsliðum Evrópu. Þær mættu saman í viðtal hjá Bayern sem sjá má hér, og höfðu húmorinn í lagi þegar þær svöruðu spurningunum. Þær voru meðal annars spurðar um muninn á Íslendingum og Þjóðverjum. Cecilía útskýrði að Þjóðverjar væru talsvert „rúðustrikaðri“ en Íslendingar og Karólína bætti við að Þjóðverjar færu meira eftir leiðbeiningum á meðan að Íslendingar lifðu eftir „þetta reddast“-mottóinu. Glódís tók svo dæmi um muninn á þjóðunum: „Við vorum að keyra í mat með liðinu. Ég var við stýrið og stundum fer maður ranga leið, og fyrir slysni ók ég bílnum út á lestarteina. Við Íslendingarnir hlógum að þessu og fannst þetta þvílíkt fyndið en Mala [Grohs, þýskur leikmaður Bayern] var svo að segja stelpunum í liðinu frá þessu og þær voru bara: „Ha? Ókuð þið út á lestarteina?!“ Grafalvarlegar. Við reyndum að útskýra að þetta væri bara fyndið. Lestin þurfti að stoppa og hann [lestarstjórinn] var að segja okkur að snúa við og fara til baka,“ sagði Glódís skellihlæjandi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var fyrst af Íslendingunum þremur til að koma til Bayern, í janúar í fyrra, og nýverið framlengdi hún samning sinn við félagið til 2025.Getty/Daniel Kopatsch Bayern til umræðu í landsliðsferðum Það vekur óneitanlega athygli að í frábærum leikmannahópi Bayern séu þrír leikmenn frá 360.000 manna þjóð á borð við Ísland: „Ég held að þeir hafi verið að reyna að halda mér lengur hérna og þess vegna fá þeir alltaf fleiri og fleiri Íslendinga,“ sagði Karólína létt í bragði. „Já og núna erum við þrjár svo að 10 prósent Íslendinga eru hérna,“ bætti Glódís við hlæjandi. Þær segjast vissulega fá spurningar um Bayern í landsliðsferðum: „Já, enda er Bayern eitt af stóru liðunum. Glódís spurði mig hvernig allt væri hérna og ég sagði mína skoðun og núna er hún hérna. Svo erum við núna með Cecilíu í markinu. Þær spyrja alveg spurninga en ég er ekki bara að segja öllum að koma,“ sagði Karólína létt. „Þjálfararnir ráða þessu,“ bætti hún við. Glódís Perla Viggósdóttir hefur fest sig í sessi í vörn Bayern á sinni fyrstu leiktíð hjá félaginu.Getty/Roland Krivec Sagði að jafnvel Bieber fengi að vera í friði á Íslandi Þá voru þær spurðar hvort að þær fyndu fyrir því að vera frægar á Íslandi en svöruðu því neitandi. „Íslendingar eru svo afslappaðir að það skiptir ekki máli hver þú ert. Jafnvel ef að Justin Bieber kemur þá láta hann allir í friði bara,“ sagði Karólína. „Það er lítið um það á Íslandi að verið sé að gera mikið úr frægu fólki. Ég held að við séum bara þannig, róleg og afslöppuð yfir þessu. Það er mjög algengt að frægt fólk komi til Íslands því það veit að það fær að vera í friði. Þess vegna veit maður lítið um það hvort að fólk veit hver maður er eða ekki,“ sagði Glódís. Viðtalið má sjá í heild sinni með því að smella hér. Þýski boltinn Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Sjá meira
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru allar leikmenn Bayern sem er eitt af bestu félagsliðum Evrópu. Þær mættu saman í viðtal hjá Bayern sem sjá má hér, og höfðu húmorinn í lagi þegar þær svöruðu spurningunum. Þær voru meðal annars spurðar um muninn á Íslendingum og Þjóðverjum. Cecilía útskýrði að Þjóðverjar væru talsvert „rúðustrikaðri“ en Íslendingar og Karólína bætti við að Þjóðverjar færu meira eftir leiðbeiningum á meðan að Íslendingar lifðu eftir „þetta reddast“-mottóinu. Glódís tók svo dæmi um muninn á þjóðunum: „Við vorum að keyra í mat með liðinu. Ég var við stýrið og stundum fer maður ranga leið, og fyrir slysni ók ég bílnum út á lestarteina. Við Íslendingarnir hlógum að þessu og fannst þetta þvílíkt fyndið en Mala [Grohs, þýskur leikmaður Bayern] var svo að segja stelpunum í liðinu frá þessu og þær voru bara: „Ha? Ókuð þið út á lestarteina?!“ Grafalvarlegar. Við reyndum að útskýra að þetta væri bara fyndið. Lestin þurfti að stoppa og hann [lestarstjórinn] var að segja okkur að snúa við og fara til baka,“ sagði Glódís skellihlæjandi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var fyrst af Íslendingunum þremur til að koma til Bayern, í janúar í fyrra, og nýverið framlengdi hún samning sinn við félagið til 2025.Getty/Daniel Kopatsch Bayern til umræðu í landsliðsferðum Það vekur óneitanlega athygli að í frábærum leikmannahópi Bayern séu þrír leikmenn frá 360.000 manna þjóð á borð við Ísland: „Ég held að þeir hafi verið að reyna að halda mér lengur hérna og þess vegna fá þeir alltaf fleiri og fleiri Íslendinga,“ sagði Karólína létt í bragði. „Já og núna erum við þrjár svo að 10 prósent Íslendinga eru hérna,“ bætti Glódís við hlæjandi. Þær segjast vissulega fá spurningar um Bayern í landsliðsferðum: „Já, enda er Bayern eitt af stóru liðunum. Glódís spurði mig hvernig allt væri hérna og ég sagði mína skoðun og núna er hún hérna. Svo erum við núna með Cecilíu í markinu. Þær spyrja alveg spurninga en ég er ekki bara að segja öllum að koma,“ sagði Karólína létt. „Þjálfararnir ráða þessu,“ bætti hún við. Glódís Perla Viggósdóttir hefur fest sig í sessi í vörn Bayern á sinni fyrstu leiktíð hjá félaginu.Getty/Roland Krivec Sagði að jafnvel Bieber fengi að vera í friði á Íslandi Þá voru þær spurðar hvort að þær fyndu fyrir því að vera frægar á Íslandi en svöruðu því neitandi. „Íslendingar eru svo afslappaðir að það skiptir ekki máli hver þú ert. Jafnvel ef að Justin Bieber kemur þá láta hann allir í friði bara,“ sagði Karólína. „Það er lítið um það á Íslandi að verið sé að gera mikið úr frægu fólki. Ég held að við séum bara þannig, róleg og afslöppuð yfir þessu. Það er mjög algengt að frægt fólk komi til Íslands því það veit að það fær að vera í friði. Þess vegna veit maður lítið um það hvort að fólk veit hver maður er eða ekki,“ sagði Glódís. Viðtalið má sjá í heild sinni með því að smella hér.
Þýski boltinn Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Sjá meira