Þjóðverjum ekki hlátur í hug yfir lestarsögu Glódísar Sindri Sverrisson skrifar 27. apríl 2022 15:01 Gleðin var við völd í spjalli Íslendingatríósins við fulltrúa Bayern München. skjáskot/fcbayern.com Íslendingarnir þrír í liði Bayern München voru í stórskemmtilegu viðtali við heimasíðu félagsins þar sem þær ræddu um lífið í þýsku stórborginni, þá merkilegu staðreynd að í liðinu séu þrír Íslendingar, og hvers þær söknuðu frá Íslandi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru allar leikmenn Bayern sem er eitt af bestu félagsliðum Evrópu. Þær mættu saman í viðtal hjá Bayern sem sjá má hér, og höfðu húmorinn í lagi þegar þær svöruðu spurningunum. Þær voru meðal annars spurðar um muninn á Íslendingum og Þjóðverjum. Cecilía útskýrði að Þjóðverjar væru talsvert „rúðustrikaðri“ en Íslendingar og Karólína bætti við að Þjóðverjar færu meira eftir leiðbeiningum á meðan að Íslendingar lifðu eftir „þetta reddast“-mottóinu. Glódís tók svo dæmi um muninn á þjóðunum: „Við vorum að keyra í mat með liðinu. Ég var við stýrið og stundum fer maður ranga leið, og fyrir slysni ók ég bílnum út á lestarteina. Við Íslendingarnir hlógum að þessu og fannst þetta þvílíkt fyndið en Mala [Grohs, þýskur leikmaður Bayern] var svo að segja stelpunum í liðinu frá þessu og þær voru bara: „Ha? Ókuð þið út á lestarteina?!“ Grafalvarlegar. Við reyndum að útskýra að þetta væri bara fyndið. Lestin þurfti að stoppa og hann [lestarstjórinn] var að segja okkur að snúa við og fara til baka,“ sagði Glódís skellihlæjandi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var fyrst af Íslendingunum þremur til að koma til Bayern, í janúar í fyrra, og nýverið framlengdi hún samning sinn við félagið til 2025.Getty/Daniel Kopatsch Bayern til umræðu í landsliðsferðum Það vekur óneitanlega athygli að í frábærum leikmannahópi Bayern séu þrír leikmenn frá 360.000 manna þjóð á borð við Ísland: „Ég held að þeir hafi verið að reyna að halda mér lengur hérna og þess vegna fá þeir alltaf fleiri og fleiri Íslendinga,“ sagði Karólína létt í bragði. „Já og núna erum við þrjár svo að 10 prósent Íslendinga eru hérna,“ bætti Glódís við hlæjandi. Þær segjast vissulega fá spurningar um Bayern í landsliðsferðum: „Já, enda er Bayern eitt af stóru liðunum. Glódís spurði mig hvernig allt væri hérna og ég sagði mína skoðun og núna er hún hérna. Svo erum við núna með Cecilíu í markinu. Þær spyrja alveg spurninga en ég er ekki bara að segja öllum að koma,“ sagði Karólína létt. „Þjálfararnir ráða þessu,“ bætti hún við. Glódís Perla Viggósdóttir hefur fest sig í sessi í vörn Bayern á sinni fyrstu leiktíð hjá félaginu.Getty/Roland Krivec Sagði að jafnvel Bieber fengi að vera í friði á Íslandi Þá voru þær spurðar hvort að þær fyndu fyrir því að vera frægar á Íslandi en svöruðu því neitandi. „Íslendingar eru svo afslappaðir að það skiptir ekki máli hver þú ert. Jafnvel ef að Justin Bieber kemur þá láta hann allir í friði bara,“ sagði Karólína. „Það er lítið um það á Íslandi að verið sé að gera mikið úr frægu fólki. Ég held að við séum bara þannig, róleg og afslöppuð yfir þessu. Það er mjög algengt að frægt fólk komi til Íslands því það veit að það fær að vera í friði. Þess vegna veit maður lítið um það hvort að fólk veit hver maður er eða ekki,“ sagði Glódís. Viðtalið má sjá í heild sinni með því að smella hér. Þýski boltinn Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Sjá meira
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru allar leikmenn Bayern sem er eitt af bestu félagsliðum Evrópu. Þær mættu saman í viðtal hjá Bayern sem sjá má hér, og höfðu húmorinn í lagi þegar þær svöruðu spurningunum. Þær voru meðal annars spurðar um muninn á Íslendingum og Þjóðverjum. Cecilía útskýrði að Þjóðverjar væru talsvert „rúðustrikaðri“ en Íslendingar og Karólína bætti við að Þjóðverjar færu meira eftir leiðbeiningum á meðan að Íslendingar lifðu eftir „þetta reddast“-mottóinu. Glódís tók svo dæmi um muninn á þjóðunum: „Við vorum að keyra í mat með liðinu. Ég var við stýrið og stundum fer maður ranga leið, og fyrir slysni ók ég bílnum út á lestarteina. Við Íslendingarnir hlógum að þessu og fannst þetta þvílíkt fyndið en Mala [Grohs, þýskur leikmaður Bayern] var svo að segja stelpunum í liðinu frá þessu og þær voru bara: „Ha? Ókuð þið út á lestarteina?!“ Grafalvarlegar. Við reyndum að útskýra að þetta væri bara fyndið. Lestin þurfti að stoppa og hann [lestarstjórinn] var að segja okkur að snúa við og fara til baka,“ sagði Glódís skellihlæjandi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var fyrst af Íslendingunum þremur til að koma til Bayern, í janúar í fyrra, og nýverið framlengdi hún samning sinn við félagið til 2025.Getty/Daniel Kopatsch Bayern til umræðu í landsliðsferðum Það vekur óneitanlega athygli að í frábærum leikmannahópi Bayern séu þrír leikmenn frá 360.000 manna þjóð á borð við Ísland: „Ég held að þeir hafi verið að reyna að halda mér lengur hérna og þess vegna fá þeir alltaf fleiri og fleiri Íslendinga,“ sagði Karólína létt í bragði. „Já og núna erum við þrjár svo að 10 prósent Íslendinga eru hérna,“ bætti Glódís við hlæjandi. Þær segjast vissulega fá spurningar um Bayern í landsliðsferðum: „Já, enda er Bayern eitt af stóru liðunum. Glódís spurði mig hvernig allt væri hérna og ég sagði mína skoðun og núna er hún hérna. Svo erum við núna með Cecilíu í markinu. Þær spyrja alveg spurninga en ég er ekki bara að segja öllum að koma,“ sagði Karólína létt. „Þjálfararnir ráða þessu,“ bætti hún við. Glódís Perla Viggósdóttir hefur fest sig í sessi í vörn Bayern á sinni fyrstu leiktíð hjá félaginu.Getty/Roland Krivec Sagði að jafnvel Bieber fengi að vera í friði á Íslandi Þá voru þær spurðar hvort að þær fyndu fyrir því að vera frægar á Íslandi en svöruðu því neitandi. „Íslendingar eru svo afslappaðir að það skiptir ekki máli hver þú ert. Jafnvel ef að Justin Bieber kemur þá láta hann allir í friði bara,“ sagði Karólína. „Það er lítið um það á Íslandi að verið sé að gera mikið úr frægu fólki. Ég held að við séum bara þannig, róleg og afslöppuð yfir þessu. Það er mjög algengt að frægt fólk komi til Íslands því það veit að það fær að vera í friði. Þess vegna veit maður lítið um það hvort að fólk veit hver maður er eða ekki,“ sagði Glódís. Viðtalið má sjá í heild sinni með því að smella hér.
Þýski boltinn Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn