Enn óljóst hvaða langtímaafleiðingar Covid getur haft Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. apríl 2022 14:00 Egill Aðalsteinsson Sóttvarnalæknir segir að langtímaafleiðingar Covid eigi enn eftir að koma í ljós en sífellt færri eru nú að greinast með veiruna hér á landi. Ljóst er að aukin áhætta er á blóðtappamyndun eftir Covid en sú áhætta er mögulega lengur til staðar heldur en áður var talið. Ástæða er til að fólk fari varlega eftir veikindi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stöðu faraldursins almennt góða hér á landi þar sem sífellt færri eru nú að greinast. Samkvæmt opinberum tölum hafa tæplega 50 prósent landsmanna nælt sér í veirunna en líklega er raunverulegur fjöldi mun hærri. Önnur áhrif veirunnar eru þó að koma í ljós víða um heim en niðurstöður nýrrar rannsóknar frá Svíþjóð benda til að það sé aukin áhætta á blóðtappamyndun hjá Covid sjúklingum í allt að sex mánuði eftir smit. Niðurstöðurnar voru birtar fyrr í mánuðinum en þar kom í ljós að fjórir af hverjum tíu þúsund sem fengu Covid höfðu myndað blóðtappi í djúpæðakerfi (e. deep vein thrombosis) á tímabilinu, frá febrúar 2020 til maí 2021, samanborið við einn af hverjum tíu þúsund sem ekki höfðu fengið Covid. Enn fremur höfðu sautján af hverjum tíu þúsund Covid sjúklingum fengið blóðtappa í lungu (e. pulmonary embolism) á tímabilinu, samanborið við færri en einn af hverjum tíu þúsund hjá þeim sem ekki höfðu fengið Covid. Aukin hætta hafi verið á blóðtöppum í fótum í allt að þrjá mánuði og í lungum í allt að sex mánuði. Þá var aukin áhætta á innvortis blæðingum, þar á meðal heilablóðfalli, í allt að tvo mánuði. https://twitter.com/search?q=covid%20dvt&src=typed_query Þórólfur segir það lengi hafa legið fyrir að það séu auknar líkur á blóðtappamyndun eftir Covid-sýkingu. Þá er einnig aukin áhætta eftir bólusetningu með ákveðnum bóluefnum en hættan er þó töluvert meiri greinist einstaklingur með veiruna. Hingað til hefur þó verið talað um styttri tíma. „Það hefur verið talað um þessa auknu áhættu fyrstu vikurnar eftir smit, og bólusetningu líka. Hvort að það er eitthvað lengra eftir smit heldur en áður var talið, það er alveg mögulegt,“ segir Þórólfur. Tilefni til að fara varlega Fréttastofa hefur heyrt af tilviki þar sem Íslendingur sem hafði greinst með Covid fékk blóðtappa eftir flug. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala er það þó ekki algengt og eru ekki til tölur yfir slík tilvik hér á landi. Þórólfur segir erfitt að segja til um hvort fólk sé í meiri hættu þegar það fer í flug eftir að hafa smitast. Það er þó vitað að það er aukin áhætta á blóðtappa þegar fólk situr lengi hreyfingarlaust, til að mynda í flugvél eða löngum bílferðum. Á internetinu má finna ýmsar leiðbeiningar um hvernig er hægt að fyrirbyggja blóðtappa í flugi, til að mynda þessar hér fyrir ofan frá Lyfju. Skjáskot Aðspurður um hvort það sé tilefni til að fólk fari varlega, nú sérstaklega þegar ferðaþjónustan er aftur að fara á flug, segir Þórólfur að svo geti verið, þá einna helst fyrstu vikurnar eftir smit. „Það eru ákveðnar leiðbeiningar til, bæði að fólk hreyfi sig og noti ákveðna teygjusokka, og að fólk noti jafnvel einhverja blóðþynningu eins og asprín eða eitthvað meðan á flugferð stendur og það getur alveg gilt áfram,“ segir Þórólfur. Hvað aðrar langtímaafleiðingar Covid varðar, bæði líkamlegar og andlegar, segir Þórólfur að þær eigi eftir að koma í ljós á næstu mánuðum. „Við eigum bara eftir að fá betri upplýsingar og það er jafnvel talið að einhverjir tugir prósenta af fólki sem að smitast get i átt við þessi vandamál að stríða en þetta á bara eftir að skýra dálítið betur,“ segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Heilbrigðismál Tengdar fréttir Á þriðja tug bótakrafna komnar fram vegna alvarlegra aukaverkana Sjúkratryggingum hefur þegar borist 23 bótakröfur vegna gruns um alvarlega aukaverkun í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19. Lyfjastofnun hefur borist 35 tilkynningar um dauðsföll í kjölfar hennar. Forstjórinn segir að í einhverjum tilvikum sé hægt að tengja alvarlegar aukaverkanir við bóluefni. 6. janúar 2022 20:00 Eitt barn lagt inn með blóðtappa og annað með fjölkerfabólgusjúkdóm Börn sem eru of ung til að fá bólusetningu eru 40 prósent einstaklinga í einangrun en innan við 15 prósent íbúa landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landlæknisembættisins. 13. október 2021 09:53 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stöðu faraldursins almennt góða hér á landi þar sem sífellt færri eru nú að greinast. Samkvæmt opinberum tölum hafa tæplega 50 prósent landsmanna nælt sér í veirunna en líklega er raunverulegur fjöldi mun hærri. Önnur áhrif veirunnar eru þó að koma í ljós víða um heim en niðurstöður nýrrar rannsóknar frá Svíþjóð benda til að það sé aukin áhætta á blóðtappamyndun hjá Covid sjúklingum í allt að sex mánuði eftir smit. Niðurstöðurnar voru birtar fyrr í mánuðinum en þar kom í ljós að fjórir af hverjum tíu þúsund sem fengu Covid höfðu myndað blóðtappi í djúpæðakerfi (e. deep vein thrombosis) á tímabilinu, frá febrúar 2020 til maí 2021, samanborið við einn af hverjum tíu þúsund sem ekki höfðu fengið Covid. Enn fremur höfðu sautján af hverjum tíu þúsund Covid sjúklingum fengið blóðtappa í lungu (e. pulmonary embolism) á tímabilinu, samanborið við færri en einn af hverjum tíu þúsund hjá þeim sem ekki höfðu fengið Covid. Aukin hætta hafi verið á blóðtöppum í fótum í allt að þrjá mánuði og í lungum í allt að sex mánuði. Þá var aukin áhætta á innvortis blæðingum, þar á meðal heilablóðfalli, í allt að tvo mánuði. https://twitter.com/search?q=covid%20dvt&src=typed_query Þórólfur segir það lengi hafa legið fyrir að það séu auknar líkur á blóðtappamyndun eftir Covid-sýkingu. Þá er einnig aukin áhætta eftir bólusetningu með ákveðnum bóluefnum en hættan er þó töluvert meiri greinist einstaklingur með veiruna. Hingað til hefur þó verið talað um styttri tíma. „Það hefur verið talað um þessa auknu áhættu fyrstu vikurnar eftir smit, og bólusetningu líka. Hvort að það er eitthvað lengra eftir smit heldur en áður var talið, það er alveg mögulegt,“ segir Þórólfur. Tilefni til að fara varlega Fréttastofa hefur heyrt af tilviki þar sem Íslendingur sem hafði greinst með Covid fékk blóðtappa eftir flug. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala er það þó ekki algengt og eru ekki til tölur yfir slík tilvik hér á landi. Þórólfur segir erfitt að segja til um hvort fólk sé í meiri hættu þegar það fer í flug eftir að hafa smitast. Það er þó vitað að það er aukin áhætta á blóðtappa þegar fólk situr lengi hreyfingarlaust, til að mynda í flugvél eða löngum bílferðum. Á internetinu má finna ýmsar leiðbeiningar um hvernig er hægt að fyrirbyggja blóðtappa í flugi, til að mynda þessar hér fyrir ofan frá Lyfju. Skjáskot Aðspurður um hvort það sé tilefni til að fólk fari varlega, nú sérstaklega þegar ferðaþjónustan er aftur að fara á flug, segir Þórólfur að svo geti verið, þá einna helst fyrstu vikurnar eftir smit. „Það eru ákveðnar leiðbeiningar til, bæði að fólk hreyfi sig og noti ákveðna teygjusokka, og að fólk noti jafnvel einhverja blóðþynningu eins og asprín eða eitthvað meðan á flugferð stendur og það getur alveg gilt áfram,“ segir Þórólfur. Hvað aðrar langtímaafleiðingar Covid varðar, bæði líkamlegar og andlegar, segir Þórólfur að þær eigi eftir að koma í ljós á næstu mánuðum. „Við eigum bara eftir að fá betri upplýsingar og það er jafnvel talið að einhverjir tugir prósenta af fólki sem að smitast get i átt við þessi vandamál að stríða en þetta á bara eftir að skýra dálítið betur,“ segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Heilbrigðismál Tengdar fréttir Á þriðja tug bótakrafna komnar fram vegna alvarlegra aukaverkana Sjúkratryggingum hefur þegar borist 23 bótakröfur vegna gruns um alvarlega aukaverkun í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19. Lyfjastofnun hefur borist 35 tilkynningar um dauðsföll í kjölfar hennar. Forstjórinn segir að í einhverjum tilvikum sé hægt að tengja alvarlegar aukaverkanir við bóluefni. 6. janúar 2022 20:00 Eitt barn lagt inn með blóðtappa og annað með fjölkerfabólgusjúkdóm Börn sem eru of ung til að fá bólusetningu eru 40 prósent einstaklinga í einangrun en innan við 15 prósent íbúa landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landlæknisembættisins. 13. október 2021 09:53 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Á þriðja tug bótakrafna komnar fram vegna alvarlegra aukaverkana Sjúkratryggingum hefur þegar borist 23 bótakröfur vegna gruns um alvarlega aukaverkun í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19. Lyfjastofnun hefur borist 35 tilkynningar um dauðsföll í kjölfar hennar. Forstjórinn segir að í einhverjum tilvikum sé hægt að tengja alvarlegar aukaverkanir við bóluefni. 6. janúar 2022 20:00
Eitt barn lagt inn með blóðtappa og annað með fjölkerfabólgusjúkdóm Börn sem eru of ung til að fá bólusetningu eru 40 prósent einstaklinga í einangrun en innan við 15 prósent íbúa landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landlæknisembættisins. 13. október 2021 09:53