Chiellini leggur landsliðsskóna á hilluna í sumar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. apríl 2022 23:31 Giorgio Chiellini ætlar að enda landsliðsferilinn á sama stað og hann varð Evrópumeistari með liðinu. Michael Regan - UEFA/UEFA via Getty Images Giorgio Chiellini, fyrirliði ítalska landsliðsins í knattspyrnu, ætlar sér að hætta að spila með landsliðinu eftir leik liðsins gegn því argentínska sem fram fer á Wembley í júní. Þessi 37 ára gamli varnarmaður á að baki 116 leiki fyrir ítalska landsliðið sem gerir hann að fimmta leikjahæsta leikmanni liðsins ásamt Andrea Pirlo. Aðeins Daniele de Rossi, Paolo Maldini, Fabio Cannavaro og Gianluigi Buffon hafa leikið fleiri leiki fyrir ítalska landsliðið en Chiellini. Ítalir munu leika gegn Argentínumönnum á Wembley þann 1. júní næstkomandi í leik sem kallaður er „Finalissima“ en þetta verður í þriðja skipti í sögunni sem leikur af þessu tagi fer fram þar sem Evrópumeistararnir mæta Suður-Ameríkumeisturunum í sérstökum leik. Chiellini ætlar sér að taka þátt í þessum leik og segja svo skilið við ítalska landsliðið, en Ítölum mistókst að vinna sér inn sæti á HM í Katar sem fram fer í nóvember og desember. „Ég ætla að kveðja landsliðið á Wembley þar sem ég upplifði hápunkt ferlinsins þegar við urðum Evrópumeistarar,“ sagði Chiellini í samtali við DAZN eftir leik Juventus og Sassuolo. „Ég vil geta kvatt „Azzurri“ með góðri minningu.“ Eins og áður segir er Chiellini orðinn 37 ára gamll og því farið að styttast í annan endann á ferli hans. Hann hefur þó ekki enn ákveðið hvort hann muni taka eitt tímabil í viðbót með Juventus. „Ástarævintýri mitt með Juventus er ekki á enda. Það mun aldrei enda,“ sagði Chiellini. „Auðvitað þarf ég að taka stöðuna núna og út tímabilið. Ég þarf að tala við fjölskyldu mína um hvað sé best að gera.“ „Við skulum ná þessu fjórða sæti fyrst og vinna Coppa Italia [ítölsku bikarkeppnina], og svo sest ég niður með fjölskyldunum mínum tveim - heima og Juventus - og finn út úr því hvað er best fyrir alla.“ „Ég gerði það sama seinasta sumar. Ég tók mér tíma og skrifaði ekki undir nýjan samning fyrr en eftir Evrópumótið. Þegar þú ert kominn á minn aldur þá geturðu ekki verið að horfa of langt inn í framtíðina. En það er eðlilegt og allt í góðu,“ sagði hinn geðþekki Giorgio Ciellini að lokum. Fótbolti Ítalía Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Sjá meira
Þessi 37 ára gamli varnarmaður á að baki 116 leiki fyrir ítalska landsliðið sem gerir hann að fimmta leikjahæsta leikmanni liðsins ásamt Andrea Pirlo. Aðeins Daniele de Rossi, Paolo Maldini, Fabio Cannavaro og Gianluigi Buffon hafa leikið fleiri leiki fyrir ítalska landsliðið en Chiellini. Ítalir munu leika gegn Argentínumönnum á Wembley þann 1. júní næstkomandi í leik sem kallaður er „Finalissima“ en þetta verður í þriðja skipti í sögunni sem leikur af þessu tagi fer fram þar sem Evrópumeistararnir mæta Suður-Ameríkumeisturunum í sérstökum leik. Chiellini ætlar sér að taka þátt í þessum leik og segja svo skilið við ítalska landsliðið, en Ítölum mistókst að vinna sér inn sæti á HM í Katar sem fram fer í nóvember og desember. „Ég ætla að kveðja landsliðið á Wembley þar sem ég upplifði hápunkt ferlinsins þegar við urðum Evrópumeistarar,“ sagði Chiellini í samtali við DAZN eftir leik Juventus og Sassuolo. „Ég vil geta kvatt „Azzurri“ með góðri minningu.“ Eins og áður segir er Chiellini orðinn 37 ára gamll og því farið að styttast í annan endann á ferli hans. Hann hefur þó ekki enn ákveðið hvort hann muni taka eitt tímabil í viðbót með Juventus. „Ástarævintýri mitt með Juventus er ekki á enda. Það mun aldrei enda,“ sagði Chiellini. „Auðvitað þarf ég að taka stöðuna núna og út tímabilið. Ég þarf að tala við fjölskyldu mína um hvað sé best að gera.“ „Við skulum ná þessu fjórða sæti fyrst og vinna Coppa Italia [ítölsku bikarkeppnina], og svo sest ég niður með fjölskyldunum mínum tveim - heima og Juventus - og finn út úr því hvað er best fyrir alla.“ „Ég gerði það sama seinasta sumar. Ég tók mér tíma og skrifaði ekki undir nýjan samning fyrr en eftir Evrópumótið. Þegar þú ert kominn á minn aldur þá geturðu ekki verið að horfa of langt inn í framtíðina. En það er eðlilegt og allt í góðu,“ sagði hinn geðþekki Giorgio Ciellini að lokum.
Fótbolti Ítalía Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Sjá meira