Kröfu Þóru um vanhæfi lögreglunnar á Norðurlandi eystra hafnað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2022 16:28 Kröfu Þóru Arnórsdóttur fréttamanns um að embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra yrði úrskurðað vanhæft í máli hennar hefur verið hafnað. Vísir Kröfu Þóru Arnórsdóttur fréttamanns Ríkisútvarpsins um að embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra yrði úrskurðað vanhæft til að rannsaka meint brot blaðamanna á friðhelgi einkalífs skipstjórans Páls Steingrímssonar hefur verið hafnað. Berlind Svavarsdóttir lögmaður krafðist þess fyrir helgi, fyrir hönd fréttamannsins Þóru Arnórsdóttur, að embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra yrði úrskurðað vanhæft til að rannsaka meint kynferðisbrot fjögurra blaðamanna gegn Páli Steingrímssyni skipstjóra hjá Samherja. Héraðsdómur Norðurlands eystra hafnaði síðdegis í dag kröfu Þóru. Berglind segir í samtali við fréttastofu að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort málinu verði skotið áfram, enda sé mjög stutt síðan úrskurður héraðsdóms var kveðinn upp. Þóra er ein fjögurra blaðamanna með réttarstöðu sakbornings í tengslum við rannsókn lögreglunnar á broti gegn friðhelgi einkalífs Páls. Rannsóknin tengist meintum stuldi á síma Páls vorið 2021 og afritun á gögnum sem leiddu til umfjöllunar um svokallaða skæruliðadeild Samherja, sem voru á síma Páls skipstjóra. Á símanum var einnig að finna persónulegt kynferðislegt efni ef marka má greinargerð lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Blaðamennirnir fjórir; Þóra, Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Stundinni, Þórður Snær Júlíusson ritsjóri Kjarnans og Arnar Þór Ingólfsson blaðamaður Kjarnans; voru boðaðir til skýrslutöku vegna rannsóknarinnar í febrúar en yfirheyrslur frestast hingað til. Skýrslutökur frestuðust fyrst vegna kæru Aðalsteins, sem lét reyna á það fyrir dómstólum hvort lögreglu væri heimilt að boða blaðamann í skýrslutöku vegna málsins. Héraðsdómur Norðurlands eystra komst að þeirri niðurstöðu í lok febrúar að lögreglunni væri óheimilt að kalla Aðalstein til skýrslutöku en Landsréttur sneri úrskurðinum við og Hæstiréttur vísaði kæru hans frá er hann reyndi að kæra frávísunarúrskurð Landsréttar til Hæstaréttar. Gera má ráð fyrir að yfirheyrslur muni hefjast fljótlega nema fjórmenningarnir höfði fleiri mál í tengslum við rannsóknina. Samherjaskjölin Lögreglumál Fjölmiðlar Lögreglan Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Tengdar fréttir Lögmaður Aðalsteins: Fjarstæðukennt að blaðamenn hafi gerst sekir um kynferðisbrot með því að skoða efni Tekist var á um meint brot blaðamanna í tengslum við umfjöllun um hina svokölluðu Skæruliðadeild Samherja í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Tíðindamaður Vísis var á vettvangi og færði til bókar það helsta. Saksóknari telur ljóst að blaðamennirnir hafi gerst sekir um stafrænt kynferðisbrot en lögmaður blaðamanns segir hann ekki hafa séð umrætt efni og kenningu lögreglu líkjast samsæriskenningu. 23. febrúar 2022 23:00 Blaðamennirnir grunaðir um dreifingu á kynferðislegu efni Greinagerð Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra vegna rannsóknar á blaðamönnum vegna umfjöllunar um hina svokölluðu Skæruliðadeild Samherja var lögð fram fyrir dómi í dag en þar kemur fram að lögregla rannsaki kynferðisbrot gegn Páli Steingrímssyni, skipstjóra Samherja. Blaðamennirnir fjórir eru grunaðir um dreifingu á kynferðislegu efni og brot á friðhelgi. 23. febrúar 2022 17:39 Meint brot blaðamanna tengjast ekki gögnum sem birtust í umfjöllun um Samherja Fyrirhuguð skýrslutaka lögreglustjórans á Norðurlandi eystra yfir fjórum blaðamönnum tengist ekki þeim gögnum sem voru birt í umfjöllun þeirra um hina svo kölluðu „skæruliðadeild“ Samherja. Blaðamennirnir eru grunaðir um brot gegn friðhelgi einkalífs vegna annarra gagna en þeirra sem notuð voru í viðkomandi umfjöllun. 23. febrúar 2022 11:58 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Berlind Svavarsdóttir lögmaður krafðist þess fyrir helgi, fyrir hönd fréttamannsins Þóru Arnórsdóttur, að embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra yrði úrskurðað vanhæft til að rannsaka meint kynferðisbrot fjögurra blaðamanna gegn Páli Steingrímssyni skipstjóra hjá Samherja. Héraðsdómur Norðurlands eystra hafnaði síðdegis í dag kröfu Þóru. Berglind segir í samtali við fréttastofu að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort málinu verði skotið áfram, enda sé mjög stutt síðan úrskurður héraðsdóms var kveðinn upp. Þóra er ein fjögurra blaðamanna með réttarstöðu sakbornings í tengslum við rannsókn lögreglunnar á broti gegn friðhelgi einkalífs Páls. Rannsóknin tengist meintum stuldi á síma Páls vorið 2021 og afritun á gögnum sem leiddu til umfjöllunar um svokallaða skæruliðadeild Samherja, sem voru á síma Páls skipstjóra. Á símanum var einnig að finna persónulegt kynferðislegt efni ef marka má greinargerð lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Blaðamennirnir fjórir; Þóra, Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Stundinni, Þórður Snær Júlíusson ritsjóri Kjarnans og Arnar Þór Ingólfsson blaðamaður Kjarnans; voru boðaðir til skýrslutöku vegna rannsóknarinnar í febrúar en yfirheyrslur frestast hingað til. Skýrslutökur frestuðust fyrst vegna kæru Aðalsteins, sem lét reyna á það fyrir dómstólum hvort lögreglu væri heimilt að boða blaðamann í skýrslutöku vegna málsins. Héraðsdómur Norðurlands eystra komst að þeirri niðurstöðu í lok febrúar að lögreglunni væri óheimilt að kalla Aðalstein til skýrslutöku en Landsréttur sneri úrskurðinum við og Hæstiréttur vísaði kæru hans frá er hann reyndi að kæra frávísunarúrskurð Landsréttar til Hæstaréttar. Gera má ráð fyrir að yfirheyrslur muni hefjast fljótlega nema fjórmenningarnir höfði fleiri mál í tengslum við rannsóknina.
Samherjaskjölin Lögreglumál Fjölmiðlar Lögreglan Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Tengdar fréttir Lögmaður Aðalsteins: Fjarstæðukennt að blaðamenn hafi gerst sekir um kynferðisbrot með því að skoða efni Tekist var á um meint brot blaðamanna í tengslum við umfjöllun um hina svokölluðu Skæruliðadeild Samherja í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Tíðindamaður Vísis var á vettvangi og færði til bókar það helsta. Saksóknari telur ljóst að blaðamennirnir hafi gerst sekir um stafrænt kynferðisbrot en lögmaður blaðamanns segir hann ekki hafa séð umrætt efni og kenningu lögreglu líkjast samsæriskenningu. 23. febrúar 2022 23:00 Blaðamennirnir grunaðir um dreifingu á kynferðislegu efni Greinagerð Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra vegna rannsóknar á blaðamönnum vegna umfjöllunar um hina svokölluðu Skæruliðadeild Samherja var lögð fram fyrir dómi í dag en þar kemur fram að lögregla rannsaki kynferðisbrot gegn Páli Steingrímssyni, skipstjóra Samherja. Blaðamennirnir fjórir eru grunaðir um dreifingu á kynferðislegu efni og brot á friðhelgi. 23. febrúar 2022 17:39 Meint brot blaðamanna tengjast ekki gögnum sem birtust í umfjöllun um Samherja Fyrirhuguð skýrslutaka lögreglustjórans á Norðurlandi eystra yfir fjórum blaðamönnum tengist ekki þeim gögnum sem voru birt í umfjöllun þeirra um hina svo kölluðu „skæruliðadeild“ Samherja. Blaðamennirnir eru grunaðir um brot gegn friðhelgi einkalífs vegna annarra gagna en þeirra sem notuð voru í viðkomandi umfjöllun. 23. febrúar 2022 11:58 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Lögmaður Aðalsteins: Fjarstæðukennt að blaðamenn hafi gerst sekir um kynferðisbrot með því að skoða efni Tekist var á um meint brot blaðamanna í tengslum við umfjöllun um hina svokölluðu Skæruliðadeild Samherja í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Tíðindamaður Vísis var á vettvangi og færði til bókar það helsta. Saksóknari telur ljóst að blaðamennirnir hafi gerst sekir um stafrænt kynferðisbrot en lögmaður blaðamanns segir hann ekki hafa séð umrætt efni og kenningu lögreglu líkjast samsæriskenningu. 23. febrúar 2022 23:00
Blaðamennirnir grunaðir um dreifingu á kynferðislegu efni Greinagerð Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra vegna rannsóknar á blaðamönnum vegna umfjöllunar um hina svokölluðu Skæruliðadeild Samherja var lögð fram fyrir dómi í dag en þar kemur fram að lögregla rannsaki kynferðisbrot gegn Páli Steingrímssyni, skipstjóra Samherja. Blaðamennirnir fjórir eru grunaðir um dreifingu á kynferðislegu efni og brot á friðhelgi. 23. febrúar 2022 17:39
Meint brot blaðamanna tengjast ekki gögnum sem birtust í umfjöllun um Samherja Fyrirhuguð skýrslutaka lögreglustjórans á Norðurlandi eystra yfir fjórum blaðamönnum tengist ekki þeim gögnum sem voru birt í umfjöllun þeirra um hina svo kölluðu „skæruliðadeild“ Samherja. Blaðamennirnir eru grunaðir um brot gegn friðhelgi einkalífs vegna annarra gagna en þeirra sem notuð voru í viðkomandi umfjöllun. 23. febrúar 2022 11:58