SE heimilar samruna Ferðaskrifstofu Íslands og Heimsferða Eiður Þór Árnason skrifar 26. apríl 2022 09:43 Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Íslands. Aðsend mynd Samkeppniseftirlitið (SE) hefur heimilað kaup Ferðaskrifstofu Íslands á rekstri Heimsferða á grundvelli sáttar sem fyrirtækin hafa gert við eftirlitið. Fyrir heimsfaraldur fóru þrjár ferðaskrifstofur með 75 til 80% markaðshlutdeild á markaði fyrir sölu pakkaferða frá Íslandi. Fyrirtækin verða nú tvö en hinn stóri aðilinn er Icelandair samstæðan. Með sáttinni skuldbindur sameinað fyrirtæki sig til þess að grípa til aðgerða sem koma í veg fyrir samkeppnishindranir sem samruninn myndi að öðrum kosti valda. Að mati Samkeppniseftirlitsins er samruninn að óbreyttu til þess fallinn að hindra samkeppni með alvarlegum hætti og geti því ekki gengið eftir án íhlutunar. Sameinað fyrirtæki skuldbindur sig til að tryggja sjálfstæði þess gagnvart Icelandair samstæðunni með því að girða fyrir viðskipti milli fyrirtækjanna nema í nánar skilgreindum tilvikum. Sömuleiðis verði eignatengsl á milli sameinaðs fyrirtækis og Icelandair rofin innan tiltekins tímafrests og girt fyrir beitingu atkvæðisréttar þangað til. Þetta kemur fram á vef Samkeppniseftirlitsins. Keppinautar fái að nýta sæti í vélum félagsins Sameinað fyrirtæki skuldbindur sig sömuleiðis til að gefa öðrum ferðaskrifstofum færi á að nýta sætaframboð í flugi á vegum félagsins með heildsölu á flugsætum. Með því er keppinautum, og þar með neytendum, gefinn kostur á að njóta mögulegrar hagkvæmni sem af samrunanum getur hlotist að mati samrunaaðila. Ferðaskrifstofustarfsemi á vegum Icelandair nýtur ekki þessara réttinda. Í lok árs 2020 undirrituðu fyrirtækin viljayfirlýsingu um kaup Ferðaskrifstofu Íslands á rekstri Heimsferða. Kaupverð verður greitt með hlutum í Ferðaskrifstofu Íslands og stendur til að reka ferðaskrifstofurnar sem sérstakar einingar innan móðurfyrirtækisins. Sameiningunni er ætlað að ná fram hagræðingu í rekstri fyrirtækjanna í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Að sögn Samkeppniseftirlitsins hafa fyrirtækin tvö byggt á því að verulegar breytingar hafi orðið og séu að verða á þeim mörkuðum sem þau starfi á. Þetta hafi orðið til þess að pakkaferðir félaganna séu á sama markaði og sjálfsbókanir þar sem neytendur bóki flug og gistingu í sitt hvoru lagi. Ferðaskrifstofa Íslands og Heimsferðir geti því ekki lengur hvor um sig veitt Icelandair nægilegt samkeppnislegt aðhald. Því sé samruninn nauðsynlegur til að viðhalda samkeppni. Kaup og sala fyrirtækja Samkeppnismál Ferðalög Tengdar fréttir Ferðaskrifstofa Íslands vill kaupa rekstur Heimsferða Viljayfirlýsing hefur verið undirrituð um kaup Ferðaskrifstofu Íslands á rekstri ferðaskrifstofunnar Heimsferða. Stefnt er að því að klára kaupsamning í næstu viku. 27. nóvember 2020 20:41 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Með sáttinni skuldbindur sameinað fyrirtæki sig til þess að grípa til aðgerða sem koma í veg fyrir samkeppnishindranir sem samruninn myndi að öðrum kosti valda. Að mati Samkeppniseftirlitsins er samruninn að óbreyttu til þess fallinn að hindra samkeppni með alvarlegum hætti og geti því ekki gengið eftir án íhlutunar. Sameinað fyrirtæki skuldbindur sig til að tryggja sjálfstæði þess gagnvart Icelandair samstæðunni með því að girða fyrir viðskipti milli fyrirtækjanna nema í nánar skilgreindum tilvikum. Sömuleiðis verði eignatengsl á milli sameinaðs fyrirtækis og Icelandair rofin innan tiltekins tímafrests og girt fyrir beitingu atkvæðisréttar þangað til. Þetta kemur fram á vef Samkeppniseftirlitsins. Keppinautar fái að nýta sæti í vélum félagsins Sameinað fyrirtæki skuldbindur sig sömuleiðis til að gefa öðrum ferðaskrifstofum færi á að nýta sætaframboð í flugi á vegum félagsins með heildsölu á flugsætum. Með því er keppinautum, og þar með neytendum, gefinn kostur á að njóta mögulegrar hagkvæmni sem af samrunanum getur hlotist að mati samrunaaðila. Ferðaskrifstofustarfsemi á vegum Icelandair nýtur ekki þessara réttinda. Í lok árs 2020 undirrituðu fyrirtækin viljayfirlýsingu um kaup Ferðaskrifstofu Íslands á rekstri Heimsferða. Kaupverð verður greitt með hlutum í Ferðaskrifstofu Íslands og stendur til að reka ferðaskrifstofurnar sem sérstakar einingar innan móðurfyrirtækisins. Sameiningunni er ætlað að ná fram hagræðingu í rekstri fyrirtækjanna í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Að sögn Samkeppniseftirlitsins hafa fyrirtækin tvö byggt á því að verulegar breytingar hafi orðið og séu að verða á þeim mörkuðum sem þau starfi á. Þetta hafi orðið til þess að pakkaferðir félaganna séu á sama markaði og sjálfsbókanir þar sem neytendur bóki flug og gistingu í sitt hvoru lagi. Ferðaskrifstofa Íslands og Heimsferðir geti því ekki lengur hvor um sig veitt Icelandair nægilegt samkeppnislegt aðhald. Því sé samruninn nauðsynlegur til að viðhalda samkeppni.
Kaup og sala fyrirtækja Samkeppnismál Ferðalög Tengdar fréttir Ferðaskrifstofa Íslands vill kaupa rekstur Heimsferða Viljayfirlýsing hefur verið undirrituð um kaup Ferðaskrifstofu Íslands á rekstri ferðaskrifstofunnar Heimsferða. Stefnt er að því að klára kaupsamning í næstu viku. 27. nóvember 2020 20:41 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Ferðaskrifstofa Íslands vill kaupa rekstur Heimsferða Viljayfirlýsing hefur verið undirrituð um kaup Ferðaskrifstofu Íslands á rekstri ferðaskrifstofunnar Heimsferða. Stefnt er að því að klára kaupsamning í næstu viku. 27. nóvember 2020 20:41