Þórir missir besta leikmann síðasta heimsmeistaramóts í barneignarfrí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2022 11:01 Kari Brattset Dale í leik með norska landsliðinu. Getty/Dean Mouhtaropoulos Norska handboltakonan Kari Brattset Dale spilar ekki næstu mánuðina og missir því af titilvörn norska handboltalandsliðsins á Evrópumótinu í nóvember. Brattset Dale er ófrísk og hefur einnig hætt að spila með ungverska félaginu Györ á þessari leiktíð. Håndballjentenes linjespiller Kari Brattset Dale er gravid. Terminen er i november.https://t.co/jlxvmjDvos— Norges Håndballforbund (@NORhandball) April 25, 2022 Kari og eiginmaðurinn Kristian eiga vona á sínu fyrsta barni í nóvember næstkomandi. „Við erum mjög ánægð því við eigum von á einhverju mjög stóru,“ sagði Kari Brattset Dale við TV2 í Noregi. Þetta er vissulega mikið áfall fyrir landsliðsþjálfarann Þóri Hergeirsson enda er Brattset Dale lykilmaður í liðinu og þá sérstaklega í varnarleiknum. „Ég er mjög ánægður fyrir þeirra hönd. Það finna hins vegar öll lið fyrir því að missa einn besta línumann og varnarmann í heimi,“ sagði Þórir. Celebrating #IWD2022 with who else but the MVP of #Spain2021: Kari Brattset Dale Check out the feature on the current world and European champion, and nominee for 2021 World Player of the Year https://t.co/RExpwXj7bV#BreaktheBias pic.twitter.com/o6OKwVEt9t— International Handball Federation (@ihf_info) March 8, 2022 Kari er 31 árs gömul en hún ætlar að snúa til baka eftir barneignarfríið. Hún er með samning við ungverska félagið til 2024 og stefnir á að vera með á Ólympíuleikunum í París það sumar. „Við verðum síðan bara að sjá til hvað gerist eftir 2024. Mér líður mjög vel í Ungverjalandi,“ sagði Brattset Dale. Kari Brattset Dale hefur spikað 102 landsleiki og skorað í þeim 274 mörk. Hún var í risastóru hlutverki þegar norsku stelpurnar urðu Evrópumeistarar 2020 og heimsmeistarar 2021. Hún var valin besti leikmaður heimsmeistaramótsins i desember síðastliðnum. Stine Oftedal & Kari Brattset Dale what a dynamic duo these two make! #Spain2021 #bestofhandball @NORhandball pic.twitter.com/WQDKrTeKRe— International Handball Federation (@ihf_info) February 5, 2022 EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Sjá meira
Brattset Dale er ófrísk og hefur einnig hætt að spila með ungverska félaginu Györ á þessari leiktíð. Håndballjentenes linjespiller Kari Brattset Dale er gravid. Terminen er i november.https://t.co/jlxvmjDvos— Norges Håndballforbund (@NORhandball) April 25, 2022 Kari og eiginmaðurinn Kristian eiga vona á sínu fyrsta barni í nóvember næstkomandi. „Við erum mjög ánægð því við eigum von á einhverju mjög stóru,“ sagði Kari Brattset Dale við TV2 í Noregi. Þetta er vissulega mikið áfall fyrir landsliðsþjálfarann Þóri Hergeirsson enda er Brattset Dale lykilmaður í liðinu og þá sérstaklega í varnarleiknum. „Ég er mjög ánægður fyrir þeirra hönd. Það finna hins vegar öll lið fyrir því að missa einn besta línumann og varnarmann í heimi,“ sagði Þórir. Celebrating #IWD2022 with who else but the MVP of #Spain2021: Kari Brattset Dale Check out the feature on the current world and European champion, and nominee for 2021 World Player of the Year https://t.co/RExpwXj7bV#BreaktheBias pic.twitter.com/o6OKwVEt9t— International Handball Federation (@ihf_info) March 8, 2022 Kari er 31 árs gömul en hún ætlar að snúa til baka eftir barneignarfríið. Hún er með samning við ungverska félagið til 2024 og stefnir á að vera með á Ólympíuleikunum í París það sumar. „Við verðum síðan bara að sjá til hvað gerist eftir 2024. Mér líður mjög vel í Ungverjalandi,“ sagði Brattset Dale. Kari Brattset Dale hefur spikað 102 landsleiki og skorað í þeim 274 mörk. Hún var í risastóru hlutverki þegar norsku stelpurnar urðu Evrópumeistarar 2020 og heimsmeistarar 2021. Hún var valin besti leikmaður heimsmeistaramótsins i desember síðastliðnum. Stine Oftedal & Kari Brattset Dale what a dynamic duo these two make! #Spain2021 #bestofhandball @NORhandball pic.twitter.com/WQDKrTeKRe— International Handball Federation (@ihf_info) February 5, 2022
EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Sjá meira