Foreldraútilokun - falið vandamál? Róbert Bragason skrifar 25. apríl 2022 22:01 Flestir foreldrar geta verið sammála um það að samverustundir með börnunum eru eitthvað það mikilvægasta sem þeir eiga. Hvort sem það eru kósí-kvöld í sófanum, fjallaferðir, sumarfrí á Kanarí, nú eða bara aðstoð við heimalærdóm, þá eru þetta stundirnar þar sem tengslin eflast og dýrmætar minningar verða til. En það eru ekki allir foreldrar svo heppnir að geta gengið að slíku vísu. Hundruð íslenskra foreldra hafa verið útilokaðir frá samverustundum með börnum sínum með einum eða öðrum hætti án þess að hafa nokkuð til saka unnið. Sumir þeirra hafa ekki séð börnin sín svo árum skiptir, á meðan aðrir telja sig heppna að fá þó að hringja í þau á stórhátíðum. Foreldraútilokun og umgengnistálmanir eru alvarlegt vandamál á Íslandi og svo virðist sem kerfin okkar séu að mörgu leyti vanmáttug þegar kemur að því að bregðast við með fullnægjandi hætti. Foreldraútilokun á sér stað þegar barn skipar sér í flokk með öðru foreldrinu og hafnar hinu án gildrar ástæðu vegna foreldraútilokunaratferlis sem hefur áhrif á trúnaðartraust, upplifun og minningar barns gagnvart útilokuðu foreldri og kallar fram djúpstæðan missi hjá barninu. Foreldraútilokunaratferli getur til að mynda birst með slæmu umtali um hitt foreldrið eða samskiptastýringu. Aukin tíðni slíkra aðferða skapar svo fjarlægð og samskiptaörðuleika í sambandi barnsins við hitt foreldrið sem má tengja við aukna höfnun barnsins á því foreldri. Þá má færa rök fyrir því að foreldraútilokunaratferli sé ein tegund ofbeldis í nánu sambandi vegna þess hve neikvæð áhrif hún hefur á allt fjölskyldusambandið. Upplifun á foreldraútilokunaratferli og tilheyrandi missi má jafnframt tengja við margþætt neikvæð áhrif á börn sem geta fylgt þeim til fullorðinsára, þar á meðal lágt sjálfsmat, vantraust og áunnið bjargarleysi, misnotkun vímuefna, þunglyndi og kvíða. Foreldraútilokunaratferli hefur vítæk áhrif á traust barns á útilokuðu foreldri, skynjun sem og minningar um það. Uppkomin fórnarlömb foreldraútilokunar lýsa tengslarofi og alvarlegum afleiðingum af ýmsu tagi, enda getur tekið verulega á að átta sig á því hvaðan neikvæðu hugmyndirnar um tálmaða foreldrið eru raunverulega komnar. Við hjá Félagi um Foreldrajafnrétti höfum að undanförnu safnað reynslusögum frá fólki sem orðið hefur fyrir foreldraútilokun og umgengnistálmunum, en þetta tvennt á það oftar en ekki til að fylgjast að. Umræddir einstaklingar lýsa miklum vanmætti gagnvart þeim aðstæðum sem þeir finna sig í. Algengt er að þeir upplifi eins og kerfið í heild sinni sé þeim andsnúið. Margir eiga það sameiginlegt að hafa í fjölda ára reynt að leiða mál sín til lykta með hjálp þar til bærra stofnana; sýslumannsembætta, barnaverndarnefnda eða dómstóla, án árangurs. Fólk lýsir því hvernig mál þeirra hafa verið teygð og toguð fram eftir öllu með þeim afleiðingum að þau missa smám saman allt samband við börnin sín. Allar sáttaumleitanir verða að hefjast með sáttameðferð hjá sýslumanni en það getur tekið mánuði að komast þar að. Úrskurðir falla þar sem kveðið er á um að foreldrar skuli deila forræði, en tálmunarforeldrar hunsa þær niðurstöður. Innihaldslausar ásakanir um hvers kyns ofbeldi eru tíðar, en það getur tekið langan tíma að skera úr um það, og á meðan halda tengslin áfram að rofna. Langt og kostnaðarsamt ferli fyrir dómstólum endar með því að tálmunarforeldri er dæmt í dagsektir, en slíkum úrskurðum er áfrýjað til innanríkisráðuneytisins þar sem þeir daga uppi án afleiðinga. Þá eru dæmi um að foreldrar nemi börn á brott og fara með þau til annarra landa að því er virðist án allra afleiðinga. Okkur hjá félaginu hefur lengi verið ljóst að þessi málaflokkur er í algjörum ólestri hér á landi og sú sýn hefur einungis styrkst enn frekar eftir því sem reynslusögur tálmaðra foreldra og barna þeirra hrannast upp. Það er tími til kominn að gera gangskör í þessum málaflokki og virða mannréttindi þeirra foreldra sem orðið hafa fyrir því að skorið er á tengsl þeirra við börn sín að ástæðulausu, og ekki síst barna þeirra sem eiga rétt á samvistum við báða foreldra. Við skuldum þeim að gera svo miklu, miklu betur! Höfundur er formaður Foreldrajafnréttis, félags um foreldrajafnrétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Flestir foreldrar geta verið sammála um það að samverustundir með börnunum eru eitthvað það mikilvægasta sem þeir eiga. Hvort sem það eru kósí-kvöld í sófanum, fjallaferðir, sumarfrí á Kanarí, nú eða bara aðstoð við heimalærdóm, þá eru þetta stundirnar þar sem tengslin eflast og dýrmætar minningar verða til. En það eru ekki allir foreldrar svo heppnir að geta gengið að slíku vísu. Hundruð íslenskra foreldra hafa verið útilokaðir frá samverustundum með börnum sínum með einum eða öðrum hætti án þess að hafa nokkuð til saka unnið. Sumir þeirra hafa ekki séð börnin sín svo árum skiptir, á meðan aðrir telja sig heppna að fá þó að hringja í þau á stórhátíðum. Foreldraútilokun og umgengnistálmanir eru alvarlegt vandamál á Íslandi og svo virðist sem kerfin okkar séu að mörgu leyti vanmáttug þegar kemur að því að bregðast við með fullnægjandi hætti. Foreldraútilokun á sér stað þegar barn skipar sér í flokk með öðru foreldrinu og hafnar hinu án gildrar ástæðu vegna foreldraútilokunaratferlis sem hefur áhrif á trúnaðartraust, upplifun og minningar barns gagnvart útilokuðu foreldri og kallar fram djúpstæðan missi hjá barninu. Foreldraútilokunaratferli getur til að mynda birst með slæmu umtali um hitt foreldrið eða samskiptastýringu. Aukin tíðni slíkra aðferða skapar svo fjarlægð og samskiptaörðuleika í sambandi barnsins við hitt foreldrið sem má tengja við aukna höfnun barnsins á því foreldri. Þá má færa rök fyrir því að foreldraútilokunaratferli sé ein tegund ofbeldis í nánu sambandi vegna þess hve neikvæð áhrif hún hefur á allt fjölskyldusambandið. Upplifun á foreldraútilokunaratferli og tilheyrandi missi má jafnframt tengja við margþætt neikvæð áhrif á börn sem geta fylgt þeim til fullorðinsára, þar á meðal lágt sjálfsmat, vantraust og áunnið bjargarleysi, misnotkun vímuefna, þunglyndi og kvíða. Foreldraútilokunaratferli hefur vítæk áhrif á traust barns á útilokuðu foreldri, skynjun sem og minningar um það. Uppkomin fórnarlömb foreldraútilokunar lýsa tengslarofi og alvarlegum afleiðingum af ýmsu tagi, enda getur tekið verulega á að átta sig á því hvaðan neikvæðu hugmyndirnar um tálmaða foreldrið eru raunverulega komnar. Við hjá Félagi um Foreldrajafnrétti höfum að undanförnu safnað reynslusögum frá fólki sem orðið hefur fyrir foreldraútilokun og umgengnistálmunum, en þetta tvennt á það oftar en ekki til að fylgjast að. Umræddir einstaklingar lýsa miklum vanmætti gagnvart þeim aðstæðum sem þeir finna sig í. Algengt er að þeir upplifi eins og kerfið í heild sinni sé þeim andsnúið. Margir eiga það sameiginlegt að hafa í fjölda ára reynt að leiða mál sín til lykta með hjálp þar til bærra stofnana; sýslumannsembætta, barnaverndarnefnda eða dómstóla, án árangurs. Fólk lýsir því hvernig mál þeirra hafa verið teygð og toguð fram eftir öllu með þeim afleiðingum að þau missa smám saman allt samband við börnin sín. Allar sáttaumleitanir verða að hefjast með sáttameðferð hjá sýslumanni en það getur tekið mánuði að komast þar að. Úrskurðir falla þar sem kveðið er á um að foreldrar skuli deila forræði, en tálmunarforeldrar hunsa þær niðurstöður. Innihaldslausar ásakanir um hvers kyns ofbeldi eru tíðar, en það getur tekið langan tíma að skera úr um það, og á meðan halda tengslin áfram að rofna. Langt og kostnaðarsamt ferli fyrir dómstólum endar með því að tálmunarforeldri er dæmt í dagsektir, en slíkum úrskurðum er áfrýjað til innanríkisráðuneytisins þar sem þeir daga uppi án afleiðinga. Þá eru dæmi um að foreldrar nemi börn á brott og fara með þau til annarra landa að því er virðist án allra afleiðinga. Okkur hjá félaginu hefur lengi verið ljóst að þessi málaflokkur er í algjörum ólestri hér á landi og sú sýn hefur einungis styrkst enn frekar eftir því sem reynslusögur tálmaðra foreldra og barna þeirra hrannast upp. Það er tími til kominn að gera gangskör í þessum málaflokki og virða mannréttindi þeirra foreldra sem orðið hafa fyrir því að skorið er á tengsl þeirra við börn sín að ástæðulausu, og ekki síst barna þeirra sem eiga rétt á samvistum við báða foreldra. Við skuldum þeim að gera svo miklu, miklu betur! Höfundur er formaður Foreldrajafnréttis, félags um foreldrajafnrétti.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun