Fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Telma Lucinda Tómasson fréttaþulur fréttamaður
Telma Lucinda Tómasson fréttaþulur fréttamaður Foto: Fréttaþulir kvöldfrétta

Traust til ráðherra í ríkisstjórn hefur snarminnkað milli ára og þá ekki síst traust til Sigurðar Inga, Bjarna Benediktssonar og Katrínar Jakobsdóttur. F

Farið verður yfir nýja könnun Maskínu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og í því samhengi fjallað um Íslandsbankamálið. Við verðum í beinni frá Alþingi þar sem málið hefur verið til umræðu.

Í fréttatímanum verður fjallað um fólk sem stundar kynlífsþjónustu og segir löggjöfina úrelda – það krefst sömu réttinda og annað vinnandi fólk. Fréttin er innsýn í Kompás kvöldsins sem sýndur verður strax að loknum fréttatíma.

Þá verður staðan tekin í Úkraínu, fjallað um fuglaflensuna og litið á áætlanir um hina umdeildu Hvammsvirkjun í Þjórsá. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×